Ritskoðun og ekkert annað - Spaugstofan var eina stjórnarandstaðan á fjölmiðlum.

Nær væri að hreinsa út alla yfirstjórnina á RÚV en að Spaugstofan hætti. 

Spaugstofumenn voru einu fjölmiðlamennirnir sem voru með gagnlega stjórnarandstöðu. 

Brotthvarf hennar er ekkert annað en ritskoðun og alveg áreiðanlega pantað alveg sérstaklega af Jóhönnu og Steingrími. 

Engum öðrum en Spaugstofumönnum tókst betur að sýna hverslags dauðans aular, undirmálsfólk og pólitískt ógæfufólk er þar raunverulega á ferð. 

Menntamálaráðuneytið hefur verið sett í að útrýma Spaugstofunni og Páll Magnússon eðalkrati hefur skilið hvað til hans friðar heyrði.  

Í Menntamálaráðuneytinu hefur verið skrifað tussufínt utan á möppuna um lok Spaugstofunnar. 


mbl.is Engin Spaugstofa í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

("Menntamálaráðuneytið hefur verið sett í að útrýma Spaugstofunni

Brotthvarf hennar er ekkert annað en ritskoðun og alveg áreiðanlega pantað alveg sérstaklega af Jóhönnu og Steingrími. ")

Þú hlýtur að vera all furðulegur náungi Viggó, svo ekki sé dýpra í árinni tekið..

hilmar jónsson, 10.8.2010 kl. 16:49

2 identicon

mikið er ég sammála ykkur

mujnið eftir öllu sketsunum um þegar þeir voru að bíða eftir fréttum af skjaldborinni fábrotið en áhrifaríkt

tussufín ritskoðun

Magnús Ágústsson

magoo@internet.is

Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 19:34

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Hilmar minn.

Hvað sem um mig má segja, þá veist þú greinilega slátt ekkert hvernig leyniþræðirnir leggjast í stjórnmálunum.

Spaugstofan hefur fengið mest áhorf af öllu hjá RÚV og því fráleitt að skera hana niður. 

Þetta er augljóslega óskadraumur þeirra sem nú ráða flestu hérlendis og runnið undan þeirra rifjum.   

Bkv. Viggó. 

Viggó Jörgensson, 10.8.2010 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband