Þinghald verði opið fyrir blaðamenn og fréttamenn.

Nægilegt er að fulltrúum almennings þ. e. blaða- og fréttamönnum verði hleypt inn í dómssal.

Það er augljós ásetningur hóps manna að reyna að hræða saksóknara, dómara, brotaþola og vitni. 

Það bara gengur ekki að múgur og margmenni reyni að hafa áhrif á framburð vitna og brotaþola. 

Síðast heyrði dómarinn ekki einu sinni í sjálfum sér. Lög standa alveg skírt til lokaðs þinghalds.

Engin von til að Hæstiréttur sé á annarri skoðun. 

 


mbl.is Þinghald verði opið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lokað þinghald og Ísland er komið í hóp aumingjaríkja....ásetningurinn er ekki að hræða, heldur til að vekja athygli á rétti til að mótmæla og dómari þarf að bera virðingu fyrir því. Hann er ekki undanskilin lögum og rétti heldur. Þetta botnlausa virðingarleysi fyrir fólki sem minna mega sín þarf að stoppa. Auðvitað mun þetta geta þróast út í heift og ofbeldi ef á að túlka lögin og Stjórnarskánna. Ef engin mótmæli hefðu orðið, og allir þagað og verið hlýðnir eins og hundar Danakonungs, þá hefði engin rannsókn orðið, sömu ráðherrar hefðu setið í Ríkisstjórn, glæpamenn hefðu haldið áfram að stjórna bönkunum, og þar fram eftir götunum. Og það vilja bara þeir sem hafa hag af því persónulega...

Óskar Arnórsson, 14.5.2010 kl. 06:10

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Óskar minn.   Mér sýnist þú vera þarna á talsverðum villigötum.  Ef fylgendur þessa ofbeldishóps bæru einungis smávægilegt skynbrag á grundvallarþætti lýðræðis, myndu þeir skilja að réttur þeirra til mótmæla nær ekki lengra en að þeim mörkum em framkoma þeirra brýtur á réttarstöðu annarra.  Þar fyrir utan er það augljóst að sá hópur sem olli háreistinni í héraðsdómi, braut alvarlega grundvallarreglu lýðræðis um friðhelgi og hlutleysi í dómhúsum.

Það er sama hvernig á þessi mál er litið. Engin leið er að finna rökstudda réttlætingu á yfirgangi eða ofbeldi.

Á þremur árum kom ég, einn og án ofbeldis eða yfirgangs, fram margfallt meiri réttarbótum hér á landi en þessi ofbeldishópur mun nokkurn tíman ná fram.   Máltækið segir: "Það vinnur meira vit en strit".  Það hefur einatt sannað sig og svo mun áfram verða. 

Guðbjörn Jónsson, 14.5.2010 kl. 11:26

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sjáðu til. Háreysti urðu í Alþingishúsinu og lögregla byrjaði með valdbeitingu. Þeir sem stjórna lögregunni sitja í Alþingishúsinu. Valdbeitingu þarf að mæta með valdbeitingu á móti. Ekki meira enn þörf er á, enn valdi. Það er ekkert að því hvernig mótmæli hafa farið fram. Ráðherrar nýju Ríkisstjórnarinnar komst til valda vegna mótmæla og lágmarksvaldbeitingu. Og þeir þaga þunnu hljóði. Þú mátt ekki segja svona Guðbjörn um yfirgang og ofbeldi. Í fyrsta lagi er það ólíkir hlutir og þeir einu sem sýnt hafa yfirgang á Íslandi er lögregla. Það þarf að mæta öllum yfirgangi með ofbeldi. Sumt fólk skilur ekki annað tungumál, því miður....

Óskar Arnórsson, 14.5.2010 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband