Svíar gengu erinda ESB enda kosnir til þess. Norðmenn eiga mikið undir Bretum.

Þetta er bara alveg rétt hjá forsetanum.

Svíar voru í forystu fyrir ESB á þessum tíma.  Þjóðir Evrópu máttu ekki sjá að ESB væri gagnslaust ef:   

...Eitthvað stóralvarlegt kæmi upp á - heimskreppa, bankakreppa, lausafjárkreppa. 

...Eitthvað gerðist er ógnaði þessum þjóðfélögum eða gæti velt þeim um koll.  

Evrópuþjóðirnar máttu ekki sjá að við þjóðarvá, væri ekkert gagn af öllum miljón reglunum frá ESB.

Grikkir sitja nú í ESB súpunni alveg upp í háls. 

Bara að þessi fyrrum glæsilega hámenningarþjóð fari ekki á vergang. 

Þeir treystu síðari tíma barbörum og nýlenduþjófum er nú stjórna ESB.   

Evrópubúum fer vonandi að verða ljóst að í Brussel sér enginn skóginn fyrir trjánum.  

Norðmenn eiga margvíslegt samstarf við Breta út af sameiginlegum hagsmunum.  S. s. olíuvinnslu í Norðursjó.  Þeir eru ekkert sérstaklega æstir í að styggja Breta og Hollendinga. 

Norðmenn eiga hins vegar eftir að reynast okkur vel í framhaldinu.

Færeyingar voru þeir einu sem studdu okkur skilyrðislaust.  Það er geymt en ekki gleymt. 


mbl.is Segir Norðurlöndin hafa beitt Ísland þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt og hverju orði sannara.

Við ættum að láta Grikkina vita af því fordæmi sem hér er að skapast. Þeir eiga stóran þátt í lýðræðisþrótunn mannkynns og hefðu gaman af að sjá þetta

nýja dæmi Íslendinga. Skuldsettur svikinn almenningur mun líta til Íslands með von í huga.

Már (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband