Ofboðslegt heilbrigðisvandamál - banna ætti tóbak alveg.

Tóbak veldur gífurlegu heilsutjóni.  Ekki aðeins ótímabærum dauða ungs fólks heldur styttir það einnig heildarævi reykingamanna og þeirra sessunauta.

Tóbaksreykingar eru oftast tengdar lungnakrabbameini í almennri umræðu. Reykingar valda einnig öðrum lungnasjúkdómum og stuðla að öðrum.

Auk þess að valda eða stuðla að fjölda annarra krabbameina eru tóbaksnotkun stórskaðleg fyrir hjarta og æðakerfi og á þar þátt í ótímabærum dauða og heilsutjóni gífurlegs fjölda fólks. 

Neftóbak veldur einnig heilsutjóni og dauða hjá tryggum notendum þess. 

Í raun er notkun tóbaks svo gjörsamlega vitfirrt að banna ætti notkun þess.


mbl.is Frakkar orðlausir vegna auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Viggó.

Alveg satt og rétt, en þú tekur ekki afstöðu til téðra auglýsinga.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 24.2.2010 kl. 17:55

2 identicon

Gat nú skeð að þegar nógu margir hættu að reykja á Íslandi myndi fólk eins og þú vilja banna það.

Sko.

Reykingamönnum hefur farið fækkandi seinustu 3 áratugi samfleytt. Þetta er að gerast af sjálfu sér vegna þess að mun meiri vitund er orðin til um skaðsemi reykinga. Hvers vegna þarf alltaf að troða hlutunum niður í kok með skóflu á Íslandi? Hvers vegna má ekkert gott þróast af sjálfu sér?

Þetta er sama og með bannið á reykingum á veitingastöðum og skemmtistöðum. Vitaskuld var fyrirslátturinn sá að þetta væri til að vernda starfsfólk... þegar atvinnuleyfi var ~1% og gríðarlega erfitt að fá fólk til vinnu.

Ofan á það voru reykingastaðir í meiri og meiri mæli að banna reykingar af sjálfsdáðum. Það þekki ég sjálfur sem reykingamaður að sífellt erfiðara var að finna kaffihús sem leyfði reykingar. Vitaskuld mjög jákvæð þróun og ég er alls ekki að verja reykingar (áður en þú byrjar að tuða yfir því eins og það komi þér andskotann eitthvað við), en hún var að gerast af sjálfu sér.

Og hvað gerist þegar þróunin stendur sem hæst? Vitaskuld koma fram dæmigerðir Íslendingar með afskiptasemi á við kölska sjálfan og vilja BANNA allt og alla.

Ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég yfirgaf þetta óþolandi helvítis skítasker Ísland og helvítis banndýrkunina þar.

Og ætli þú samþykkir nú nokkuð þetta svar? Ætli það þurfi ekki að BANNA mér að segja mína skoðun á þinni síðu (sem þú hefur augljóslega rétt til að hafa eins og þér sýnist, alveg eins og að ég hef réttinn til að kvarta undan því).

Hvernig væri að leyfa góðu hlutunum að gerast af sjálfu sér EINU SINNI á Íslandi? Hvers vegna þarf alltaf að banna og lögfesta hluti sem eru að gerast af sjálfu sér, og hafa verið að gerast af sjálfu sér áratugum saman?

Stundum fæ ég heimþrá héðan í Winnipeg, og þá hugsa ég til pistla eins og þessarra, og þá man ég skyndilega hvað það var gjörsamlega óþolandi að búa á þessu fokking landi.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 18:18

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður Sigurjón.

Það er af því að ég hef ekki komist að niðurstöðu með það. 

Einhver gæti sagt að tilgangurinn gæti helgað meðalið.  Og vísað þá til þess að markaðssetning tóbaksframleiðenda á börn og unglinga sé einhvers konar misnotkun á sakleysi engu betri en kynferðisglæpir gagnvart sama hóp.  

Til að ná árangri og athygli á góðu málefni þurfi að ganga á ystu nöf.  

Annar gæti sagt að þarna sé gengið út fyrir öll mörk.  Kynferðisglæpir gagnvart börnum séu svo  hræðilegir að tilvísun til þeirra sé aldrei réttlætanleg, hvort sem tilgangurinn sé góður eða slæmur.

Nú hef ég ekki séð þessar auglýsingar, nema ljósmyndir og get rétt svo pantað mér kaffi, bjór og með því á frönsku.

Hvað er klám og hvað er erótík?  Hægt er að vísa í bandaríska hæstaréttardómarann sem sagðist þekkja klám þegar hann sjái það.  

Skilji maður frönsku og sjái auglýsingarnar í fullri lengd geta hughrifin verið góð eða slæm.   

Gætu nýst sem forvörn bæði gegn kynferðisofbeldi og reykingum.   Gætu líka verið skaðleg.   

Nú er frönsk menning að einhverju leyti frjálslegri í kynferðismálum þannig að ég er ekki dómbær á hvað telst í lagi í því landi.

Hef samt þann fordóm að þetta ÞEMA eigi ekki að nota í auglýsingaskyni en það er að óathuguðu máli.

Bkv. Viggó.  

Viggó Jörgensson, 24.2.2010 kl. 18:19

4 identicon

Það er ekkert til of mikils ætlast af fólki, þar á meðal börnum, að það geti lifað með því að vera móðgað af og til. Þetta er eitt af þessum hlutum sem fólk ætti að vera búið að fatta um 12 ára aldurinn, að í lífinu þarf maður bara að gjöra svo vel að lifa með því að nenna stundum ekki í vinnuna, að stundum sé eini tiltæki maturinn ekki svo góður á bragðið, að aðrir hafi mjög ólíkar skoðanir og að sumir hlutir móðgi mann. Það er fyrir neðan allar hellur að hlustað sé á væl yfir slíkum hlutum.

Af nógum raunverulegum vandamálum er að væla.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 18:30

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessaður Helgi Hrafn.

Mikið var hressandi að fá þessar línur frá þér.

Ég hef reyndar aldrei eytt neinu sem skrifað hefur verið inn og beinst að mér.

Ég myndi frekar láta kála mér en að samþykkja að skerða málfrelsi þitt og önnur mannréttindi.

Þú mátt líka, mín vegna, reykja tóbak, kannabis, nota neftóbak, taka í vörina, milli tánna o. s. frv.

Ég sagði: "... Í raun er notkun tóbaks svo gjörsamlega vitfirrt að banna ætti notkun þess..."

Þar ég að vísa til þess að vesturlönd hafa í löggjöf sinni langa lista yfir eitur sem bannað er að selja almenningi.

Sum þeirra valda nær engum skaða miðað við tóbak.

Eins og lesa má milli línanna veit ég vel að það er óframkvæmanlegt að banna tóbak.

Siðapostular hafa í gegnum aldir reynt að stjórna lífi fólks með boði og bönnum, oft með vísun til vilja Guðs o. s. frv.

Þannig er það reyndar enn víða um heim.

Menn eiga ekki að stunda kynlíf fyrir hjónaband, ekki í huganum, 

ekki með sama kyni, ekki utan hjónabands, ekki fyrr en við vissan aldur, ekki einir með sjálfum sér o.s.frv.

Svipað má segja um reykingar, áfengisnotkun, lyfjanotkun og önnur vímuefni.

Eðli mannsins hefur ekkert breyst og auðvitað hefur ekkert gengið með boðin og bönnin.

Nema að siðapostularnir hafi vald til að fylgja þeim eftir með nauðung en það fer alltaf illa.

Allt annað er að okkur ber skylda til að vernda börnin okkar.

Að minnsta kosti þar til þau geta tekið upplýsta ákvörðun sjálf, hvernig þau ætla að haga lífi sínu.

Hluti af þessari vernd er að spyrna við lúmskum áróðri tóbaks- og áfengisframleiðenda, þar er margt óunnið.

Skrifaðu svo sem oftast og dragðu ekki úr skömmunum. 

Besta kveðja Viggó. 

Viggó Jörgensson, 24.2.2010 kl. 19:11

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já og blessaður aftur Helgi Hrafn.

Mér yfirsást áðan hugleiðingar þínar um afskipti Kölska af málinu. 

Við Kölski skemmtum okkur oft vel í gamla daga en fyrir löngu slitið kunningsskap.

Það var mér að kenna, stóð mig orðið afar illa í slarkinu.  

Rekistu á þann gamla bið ég kærlega að heilsa. 

Bkv. Viggó. 

Viggó Jörgensson, 24.2.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband