Fengjum 6 þingmenn af 750 á Evrópuþinginu - áhrif okkar yrðu engin umfram þau sem nú er.

Innganga okkur yrði vart fyrr en ákvæði hins nýja Lissabonsáttmála væru komin í gildi.

Samkvæmt þeim fengjum við 6 þingmenn af 750.

Ígildi sambandsríkisstjórnar ESB er svonefnd framkvæmdastjórn. Ráðherraígildi sambandsríkisstjórnar ESB eru svokallaðir framkvæmdastjórar. Fyrir nokkru voru framkvæmdastjórar 15 eins og aðildarríkin.

Í framtíðinni munu framkvæmdastjórarnir verða frá 2/3 hluta aðildarlandanna. Þ. e. a. s. við Íslendingar fengjum engan nema endrum og sinnum. 

Í dag hafa Íslendingar áhrif á ESB í gegnum EES og EFTA.  Áhrif okkar jafnvel minnka ef við værum orðin aðildarþjóð að ESB. 

Þar fyrir utan starfa þingmenn Evrópuþingsins saman á grundvelli hugarstefnu þeirra en ekki þjóðernis.  Samfylkingin okkar myndi þannig starfa með evrópskum sósíaldemókrötum, VG með kommunum o. s. frv. 

Með 6 þingmenn af 750 sem ekki gengju erinda Íslands sérstaklega og engan framkvæmdastjóra eigum við samt að hafa einhver feikna áhrif þarna?!

Hér er best að trúa litlu í einu og jafnvel engu ef um draugasögur er að ræða.  

 


mbl.is Tækifæri til að móta stefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá fróðleikur fyrir þig og aðra svartsýnismenn:

Ísland fær 6 þingmenn á evrópuþingið en ætti að fá 0,4 miðað við höfðatölu.

Þýskaland, stærsta evrópuríkið er með 99 þingmenn en ætti að vera með 118 miðað við höfðatölu.

Önnur ríki ss. Svíþjóð eru með 19 þingmenn (ættu að vera með 14 mv. höfðatölu) og Danmörk 14 (ættu að vera með 8). Við yðrum semsagt með rétt rúmlega helmingi færr þingmenn á evrópuþinginu en Danmörk sem er 10 x fjölmennara ríki!!

Já, það ríkir lýðræðishalli á Evrópuþinginu en hann er allur smáþjóðunum í vil!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 20:31

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

þegar það er talað um samvinnu sjálfstæðraríkja þá gildir: eitt ríki = eitt atkvæði

það sem þú ert að lýsa Jón Sigurðsson er ólýðræðisleg þingmannaskipan eftir kjördæmum. 

Fannar frá Rifi, 18.2.2010 kl. 22:26

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

og kjördæmi eru í ríkjum og ríkjasamböndum en ekki í sambandi þar sem sjálfstæð ríki starfa á jafnréttisgrunndvelli.

Fannar frá Rifi, 18.2.2010 kl. 22:27

4 identicon

Það er reyndar ekki rétt að framkvæmdastjórnin sé ígildi ríkisstjórnar. Það væri í raun ráðherraráðið sem er ígildi ríkisstjórnar. Ráðherraráðið er að sjálfsögðu samansafn allra ráðherra aðildaríkjanna. Framkvæmdastjórnin er í raun ráðuneytin sem halda utan um ESB en þau taka fæstar ákvarðanir. Þingið og ráðherraráðið taka ákvarðanir og ráðherraráðið mótar stefnuna.

"Í framtíðinni munu framkvæmdastjórarnir verða frá 2/3 hluta aðildarlandanna. Þ. e. a. s. við Íslendingar fengjum engan nema endrum og sinnum. "

Þessu var breytt að tilstilli Íra. Nú eru allir með framkvæmdastjóra. Aftur á móti væri þetta ekkert ósanngjarnt fyrir okkur ef þetta væri raunin þar sem þetta myndi gilda um öll lönd jafnt þ.e. að þeir hefðu framkvæmdastjóra 2 af hverjum 3 kjörtímabilum.

"Í dag hafa Íslendingar áhrif á ESB í gegnum EES og EFTA.  Áhrif okkar jafnvel minnka ef við værum orðin aðildarþjóð að ESB. "

Þetta er rangt. EES hefur mjög lítil áhrif. ESB byggist á 3 stólpum þ.e. þinginu, ráðherraráðinu og framkvæmdarstjórn. Í dag getum við tekið mál upp við framkvæmdastjórnina en höfum ekkert að segja gagnvart ráðherraráðinu eða þinginu. Löggjöf og tilskipanir ásamt stefnugerð fer öll fram í þinginu og ráðherraráðinu og framkvæmdastjórnin er í raun bara embættismannakerfi til að framfylgja vilja þingsins og ráðherraráðsins. Við fáum því bara lögin sem er búið að samþykkja send í tölvupóst til okkar og er okkur skylt að samþykkja allar tilskipanir.

 "Þar fyrir utan starfa þingmenn Evrópuþingsins saman á grundvelli hugarstefnu þeirra en ekki þjóðernis.  Samfylkingin okkar myndi þannig starfa með evrópskum sósíaldemókrötum, VG með kommunum o. s. frv."

  Hvað er að því.

"Með 6 þingmenn af 750 sem ekki gengju erinda Íslands sérstaklega og engan framkvæmdastjóra eigum við samt að hafa einhver feikna áhrif þarna?!"

þarna er aðstoðarforseti þingsins að segja að þetta sé ekki satt hjá þér. Ég ætla persónulega að treysta henni betur en þér um hvernig þingið virkar.

Við fengjum nákvæmlega eins marga framkvæmdastjóra og Þýskaland. 

Egill (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 22:28

5 identicon

"þegar það er talað um samvinnu sjálfstæðraríkja þá gildir: eitt ríki = eitt atkvæði"

Ég er ekki viss um að það sé rökrétt hjá þér. Til dæmis á Evrópuþinginu þá er verið að kjósa lög yfir alla evrópubúa, óháð þjóðerni. Þess vegna er fullkomlega rökrétt að þingmenn líti ekki á sig sem þingmenn einhvers eins ríkis en frekar þingmann síns kjördæmis innan ríkisins.

Egill (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 22:31

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Egill.

Þú gætir líka lesið stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna.

Samkvæmt henni fór þar eitt helsta lýðræðis- og mannréttindaríki heims. Og hefðirðu þá trúað því?

Ekki er allt sem sýnist, ekki heldur í hagfræðinni.

Hvar fannstu þetta með að Írar hefðu upphafið 2/3 regluna í framkvæmdastjórninni? Þeir virðast ekki vita af þessu hjá ESB, kannski rétt að þú hjálpaðir þeim að leiðrétta hjá sér heimasíðuna.

Ég skal vera sammála þér að erfitt er að útskýra stöðu framkvæmdastjórnarinnar með því að bera saman við stjórnkerfi okkar til úrskýringar.

Að sumu leyti er vel hægt að líta á framkvæmdastjóranna sem ráðuneytisstjóra eða sambland af ráðherra og ráðuneytisstjóra.

Forseti ESB út á við, kemur úr framkvæmdastjórninni. Svolítið skrítið að ráðuneytisstjóri sé einnig forseti eða ígildi forsætisráðherra.

Framkvæmdastjórnin er algerlega í vinnu hjá ESB og á forsendum sambandsins. Vegna frumkvæðisréttar við löggjöf hefur hún haft miklu meiri áhrif en sýnist. Þó að stöðugt sé reynt að tempra vald hennar mun það ganga mjög hægt. Horfðirðu á þættina Já ráðherra?

Framkvæmdastjórnin svarar fyrir sín störf gagnvart þinginu ekki ráðherraráðinu. Ef þeir væru ráðuneytisstjórar og þeir í ráðinu væru ráðherrar ESB, væri það skrítið fyrirkomulag að ráðuneytisstjórar heyrðu ekki undir ráðherranna heldur þingið?

Ráðherraráðið samanstendur af ráðherrum úr stjórnum aðildarríkjanna sem hafa að aðalstarfi að sitja í ríkisstjórnum landa sinna. Þegar þeir mæta á fundi ráðherraráðsins eru þeir auðvitað fyrst og fremst að gæta að hagsmunum sinnar þjóðar.

Allt að einu eru það gömlu nýlenduveldin sem ráða öllu þarna, bara barnaskapur að trúa öðru.

Margt er gott í ESB og vel hægt að missa sig í aðdáun og ofsatrú á það sem einhverja allsherjarlausn. 

Þú ættir að hugsa fyrir þig sjálfur í stað þess að trúa öllu sem útlendingar segja þér um hagmuni þína sem Íslendings.

Slíkt hefur þó reynst okkur stórháskalegt eins og dæmin sanna. 

Nema auðvitað að þú ætlir að lifa og starfa í Brussel þegar þú ert búinn með hagfræðina.

Viggó Jörgensson, 19.2.2010 kl. 13:38

7 identicon

"Hvar fannstu þetta með að Írar hefðu upphafið 2/3 regluna í framkvæmdastjórninni? Þeir virðast ekki vita af þessu hjá ESB, kannski rétt að þú hjálpaðir þeim að leiðrétta hjá sér heimasíðuna."

  • The European Commission will continue to have 27 commissioners - one from each member state. The previous Nice Treaty envisaged a smaller commission - and that idea was to be kept, but it was then dropped as a concession to the Irish Republic in 2008.

http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/6901353.stm

 "Þú gætir líka lesið stjórnarskrá gömlu Sovétríkjanna.

Samkvæmt henni fór þar eitt helsta lýðræðis- og mannréttindaríki heims. Og hefðirðu þá trúað því?"


Þetta er nú ekki sanngjarnt.

"Nema auðvitað að þú ætlir að lifa og starfa í Brussel þegar þú ert búinn með hagfræðina."

Hagfræðin kennir mjög lítið um stjórnsýslu þ.e. umfjöllunarefni fyrri athugasemdar minnar.

Mér finnst Evrópusambandið, NAFTA, CAFTA, AU, ASEAN,SAFTA, GAFTA þ.e. free trade svæði mjög áhugaverð vegna þess að þetta er þróunin í alþjóðavæðing, sem mér finnst mjög áhugaverð. Ég tel að heiminum best borgið að vera algerlega haftalaus þ.e. tolla og hafta laus. Þess vegna væri eflaust mjög gaman að vinna í Brussel.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig heimurinn getur farið frá því að öll lönd séu með tolla og höft á hvert annað í að lönd séu ekki með neina tolla og höft á hvert annað þ.e. einn stór alþjóðlegur markaður. Ég held að þetta muni gerast svona:

1. Öll lönd eru með tolla og höft á hvert annað.

2. Lönd fara að stofna fríverslunasvæði við þau lönd sem þau treysta og skilja best þ.e. nágranalöndin sín. (EFTA og ESB (Reyndar meira))

3. Löndin innan fríverslunasvæðisins fara að átta sig á því að fríverslun er góð fyrir efnahaginn þegar þetta reynist vel.

4.Löndin eru opnari fyrir því að lækka tolla og höft á allan heiminn.

5. Alþjóðavæðing.

þ.e. þessi fríverslunarsvæði eru milliskref sem þarf til að sannfæra heiminn um ágæti alþjóðavæðingu.


Sem sagt þá eru þessi fríverslunasvæði milliskref í sanna alþjóðavæðingu. Þess vegna finnst mér ESB spennandi. Nú eru ekki allir sammála því alþjóðavæðing sé af hinu góða en ég ætla ekki að reyna að sannfæra neinn um það. Nú er ESB miklu meira en bara fríverslunarsvæði en ég held að þróunin í heiminum verði hin sama og er að gerast í ESB, ESB er bara komið miklu lengra.

En þessi neikvæðni og fordómar gegn ESB er algerlega óskiljanleg. Þessir fordómar byggjast ekki á neinni raunverulegri þekkingu eða vitneskju um ESB.

Egill (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 14:54

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Egill fyrir góða viðræðu.

Þú tekur blaðamann BBC trúanlegan. Það er ekki nema von þar sem það er mjög virt fréttastofa.

Þetta er samt ágætt dæmi um hvers konar refskák er tefld í ESB. Menn halda að þessu 2/3 ákvæði hafi verið hent.

Alltaf eru frumheimildirnar betri en fjölmiðlar. Sjá hér vef fastanefndar ESB gagnvart Noregi og Íslandi:

http://esb.is/policies/constitution.html

Þar stendur þetta:

...· Aðilum í framkvæmdastjórn ESB fækkar. Í stað þess að aðildarríkin hafi hvert sinn framkvæmdastjóra (27), mun fjöldi þeirra vera 2/3 af fjölda aðildarríkja, þ.e. 18 miðað við núverandi fjölda. Löndin munu skiptast jafnt á að hafa fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Þessi breyting kemur ekki til framkvæmda fyrr en árið 2014. Einnig er nýmæli að forseti framkvæmdastjórnarinnar verður nú valinn af Evrópuþinginu... 

Þarna er viljandi komið aftan að mörgum.  Það eru nákvæmlega svona vinnubrögð sem ég óttast mest.

Kannski er þetta vantraust mitt vegna þekkingarleysis, eða fordóma.  Því meira sem ég les um ESB því hræddari verð ég.   

Viggó Jörgensson, 19.2.2010 kl. 18:06

9 identicon

"...· Aðilum í framkvæmdastjórn ESB fækkar. Í stað þess að aðildarríkin hafi hvert sinn framkvæmdastjóra (27), mun fjöldi þeirra vera 2/3 af fjölda aðildarríkja, þ.e. 18 miðað við núverandi fjölda. Löndin munu skiptast jafnt á að hafa fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Þessi breyting kemur ekki til framkvæmda fyrr en árið 2014. Einnig er nýmæli að forseti framkvæmdastjórnarinnar verður nú valinn af Evrópuþinginu... 

Þarna er viljandi komið aftan að mörgum.  Það eru nákvæmlega svona vinnubrögð sem ég óttast mest.

Kannski er þetta vantraust mitt vegna þekkingarleysis, eða fordóma.  Því meira sem ég les um ESB því hræddari verð ég."

Mér skilst að málið hafi verið að þeir gætu ekki breytt Lisabon sáttmálanum  vegna þess að önnur lönd voru búin að samþykkja hann og þar með þyrfti, ef honum væri breytt, að endursamþykkja hann í öllum löndum ESB. Þess vegna var bara því lofað að þessu yrði ekki framfylgt og að í næsta sáttmála yrði reglan um að öll lönd ættu allir framkvæmdastjóra ítrekuð. En raunin var sú að þessi regla um að 2/3 landanna hefðu framkvæmdastjóra þannig að jafnt gildi um öll lönd þ.e. Þýskaland væri aðeins með framkvæmdastjóra á 2/3 kjörtímabili nákvæmlega eins og Ísland. Svo hún verður ekki að raunveruleika en samt er hún ekkert endilega ósanngjörn.

Ég held að það sé raunin með flesta hluti að ef maður byrjar með neikvætt hugafar þá sér maður djölfulinn í mörgum hlutum. Þess vegna er áríðandi að vera með opinn huga og fordómalaus. Gæti verið að ESB sé ekki djöfullinn sjálfur. Kannski.

Egill (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband