Að hluta til rétt hjá Steingrími. Menn borgi það sem þeir geta. Þjóðfélagið hrynur ef skuldarar hætta að greiða.

Auðvitað verður fólk að kaupa fyrst mat og nauðþurftir, sumir eiga ekkert umfram það.  Aðrir geta greitt hluta af afborgunum og eiga að sjálfsögðu að gera það.  Enn aðrir geta staðið í skilum. 

Ef þeir sem geta greitt, hluta eða allar sínar afborganir, hætta almennt að greiða reikninga sína, hrynur þjóðfélagið aftur á steinöld og samfélagið leysist upp. 

Hins vegar hafa stjórnvöld og bankakerfið verið með algert sleifarlag við framkvæmd allra þeirra aðgerða sem eru mögulegar.   

Stjórnvöld eiga einfaldlega að fela bönkunum sjálfum að eigin frumkvæði að hafa samband við fólkið og kynna því möguleg úrræði og setja upp raunhæfa greiðsluáætlun fyrir hvern og einn.  

Bönkunum verði falið að vinna þetta með innheimtumönnum ríkis og sveitarfélaga, greiðslukortafyrirtækjum og öðrum kröfuhöfum þannig að aðgerðirnar séu heildstæðar.  


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Innheimtumaskína íslensku bankanna er sennilega það eina sem virkar í bankakerfinu í dag. Verst að við getum ekki fengið gjaldeyristekjur út á þá maskínu. Við Íslendingar höfum menntað öfluga lögræðistétt sem er dugleg. Það eru gríðaleg þjóðfélagsleg verðmæti í að við stefnum hvort öðru. (já ég er að beita kaldhæni sem húmor). Við ættum kannski að selja þessa lögfræðinga upp í skuldir okkar. (já aftur kaldhæðinn húmor)

Þín hugmynd að láta bankana tala við fólk er eins og að biðja böðulinn að spyrja fólk hvort hann eigi að nota grænu eða rauðu öxina. Hann er öruggulega til í að spyrja fólk að því, breytir ekki öllu fyrir hann.

Axel Pétur Axelsson, 4.5.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband