Góð ræða hjá Jóhönnu - vonandi nær hún árangri. En ræður hún við fylgdarliðið?

Jóhanna Sigurðardóttir flutti skínandi góða stefnuræðu.  Ekki var reyndar á öðru von frá svo reyndri og velviljaðri konu.  

Sáttatónn var eitt af grunnstefnunum hjá henni.  Mjög skynsamlegt.  Ekki dæma fólk fyrirfram.  Ekki vaða yfir grunnreglur réttarríkisins.  Ekki nornaveiðar eða galdrabrennur.  Eitthvað annað en upphlaupshótanir Vinstri Grænna í allar áttir. 

Svo er vandinn sá hvort Jóhönnu tekst að halda hlemminum á pottinum á stjórnarheimilinu. 

Það kraumar undir valdabarátta í Samfylkingunni og Vinstri Grænir eru varla búnir að átta sig á að þeir eru í stjórn.  Þeir halda áfram að gjamma í allar áttir og eru bæði komnir upp á kant við Samfylkingu og Framsóknarmenn.  

Svo verður stóra spurningin hvað gerist þegar VG ráðherrar hitta fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Springur þá allt í loft upp?  


mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já , ég var líka ánægð með Jóhönnu .

Mér finnst frábært ef á að opna fyrir persónukjör .

Hef aldrei skilið að flokksbundið fólk, telji sig frjálst fólk .

Þetta lofar góðu !

Kristín (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:36

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir


Þegar allt hefur verið sagt
þegar vandamál heimsins eru
vegin metin og útkljáð
þegar augu hafa mæst
og hendur verið þrýstar
í alvöru augnabliksins
- kemur alltaf einhver kona
að taka af borðinu
sópa gólfið og opna gluggana
til að hleypa vindlareyknum út.

Það bregst ekki.



Ingibjörg Haraldsdóttir
1942-

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ræður hún við fylgdarliðið?  Alveg örugglega!  Ákveðin og fylgin sér!  Vinnusöm og krefst hins sama  af öðrum.  Guð hjálpi þeim, sem ætlar að svíkjast um!

Auðun Gíslason, 4.2.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband