Frjálshyggjan át yfir sig. Alþjóðlegt vandamál.

Við Íslendingar héldum að EES verndaði okkur efnahagslega eins og NATÓ verndar okkur hernaðarlega.  Evrópubúar hafa svo treyst Bandaríkjamönnum til að semja nægar leikreglurnar fyrir hinn alþjóðlega markað. 

Þetta reyndist dýrkeyptur misskilningur.  Af hverju var t. d. ekki einn sameiginlegur tryggingasjóður á hinu sameiginlega EES? 

Vestræn ríki hafa treyst á að  hinn frjálsi markaður gæti séð um að leiðrétta sig af sjálfur. 

Blessuð frjálshyggjan hefur nú étið yfir sig.  Nú liggur hún afvelta og stynjandi og spurning hvort hún stendur nokkuð upp aftur.   

Jafnvel Bandaríkjamönnum hefur nú dottið í hug að einhverjir hafi ef til vill misnotað frelsið og hafa útvíkkað rannsókn sína á því.

Eða eins og einn stjórinn hjá Bandaríska fjármálaeftirlitinu SEC orðaði það:   

"...Abusive short selling, market manipulation and false rumor mongering for profit by any entity cuts to the heart of investor confidence in our markets. Such behavior will not be tolerated. We will root it out, expose it, and subject the guilty parties to the full force of the law..."

Það er því fráleitt að við Íslendingar, hvað þá einstaklingar hafi komið þessari ógæfu af stað.  Afleiður og skuldabréfavafningar eru bandarískar uppfinningar.   Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar engan veginn staðið sig. 


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband