Að greiða þrjár kýr fyrir einn kött - skildi það aldrei....

Meira að segja seðlabankastjóri Bandaríkjanna er sérfræðingur í kreppunni miklu um 1930.

Með allri þessarri menntun og samvinnu er í raun stórfurðulegt að þetta skyldi fá að rúlla svona.

Auðvitað flýtir rafræn skráning og sú tækni fyrir hruni, en að það væri engin neyðarbremsa á allt dómínóið er óskiljanlegt.  

Svo er spurningin voru menn að versla með eitthvað sem var í rauninni ekki til? Nema í tölvunni? 

Ekkert vissi ég um verðbréfaviðskipti þegar ég sat fyrsta námskeiðið fyrir verðbréfamiðlara sem haldið var hér á landi 1990-91.  Þar var kennt allt um áhlaup á banka og sjóði, gengisáhættu o.fl.   

Eftir að hafa setið á námskeiðinu keypti ég aldrei aftur hlutabréf.  Ég skildi úr sveitinni að fyrir kú þyrfti að greiða margar kindur. 

Mér hefur hins vegar sýnst íslenski markaðurinn hafa verið þannig að ég ætti að greiða þrjár kýr  fyrir einn kött.   Svoleiðis viðskipti skiljum við ekki sem erum úr sveit.

Kötturinn settur á markað:

Nú getur auðvitað verið til flottur köttur sem einhverjir vilja greiða fyrir með þremur kúm eða meira. Hægt er stofna almenningshlutafélag utan um köttinn. Svo er kötturinn orðinn miljónavirði á markaði.  Hægt að vera með alls konar valréttarsamninga (afleiður) utan um köttinn upp á hundruð miljóna og kaupa sér tryggingar vegna þessa. Svo t. d. tekur vogunarsjóður skortstöðu í kettinum. Kemur svo af stað orðrómi um að kötturinn sé veikur eða dauðvona.  Þá hrynja hlutabréfin í kettinum og skortstöðutakinn græðir stórfé.  Hann átti samt ekkert í kettinum og hafði aldrei haft neina hagsmuni tengda kettinum.

Við sveitamennirnir skiljum að verðið geti hækkað í kettinum ef hægt er að selja kettlinga undan honum en einnig að það er tíska sem getur gufað upp.  

Kýrnar hins vegar gefa af sér kjöt og mjólk og þörfin fyrir mat gufar ekki upp.  Þess vegna borgum við ekki þrjár kýr fyrir kött.   

 

 


mbl.is Vilja stokka kerfið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bernard Lietaer (http://en.wikipedia.org/wiki/Bernard_Lietaer), höfuð-arkitekt Evrunnar skrifaði í bók sinni "The Future of Money" (útgefin 2001):

"Your money's value is determined by a global casino of unprecedented proportions: $2 trillion are traded per day in foreign exchange markets, 100 times more than the trading volume of all the stockmarkets of the world combined. Only 2% of these foreign exchange transactions relate to the "real" economy reflecting movements of real goods and services in the world, and 98% are purely speculative. This global casino is triggering the foreign exchange crises which shook Mexico in 1994-5, Asia in 1997 and Russia in 1998. These emergencies are the dislocation symptoms of the old Industrial Age money system. Unless some precautions are taken soon, there is at least a 50-50 chance that the next five to ten years will see a global money meltdown, the only plausible way for a global depression.

Geir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:41

2 identicon

"98% are purely speculavive" og út í þessa forarvilpu álpuðumst við Íslendingar.

Sagði ekki Joseph E. Stiglitz okkur árið 2001, í skýrslu fyrir Seðlabankann, að það væri lágmarkið að eiga gjaldeyri fyrir erlendum innlánum og skammtímaskuldum?

Og að skammtíma lausafjárkreppa væri alltaf ástæða svona kreppu eins og bankarnir okkar lentu í ?

Best að vera eftirleiðis heima á bæ.

Viggó Jörgensson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:58

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með öðrum orðum þá höfum við lifað undanfarin ár í 98% sýndarveruleika? Jæja, nú eru alltént leiktjöldin að falla... the Matrix being swept away!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband