Bresku lögin segja annað - Bretar ljúga

Á heimasíðu breska fjármálaráðuneytisins má sjá:

Barátta gegn fjármögnun hryðjuverka,  skýrsla um Breskar aðgerðir, október 2002.

Inngangur, Gordon Brown fjármálaráðherra og David Blukett innanríkisráðherra......  

Svo er sagt frá aðgerðum Breta eftir sprengjuárásina í Bali.  

í 5. kafla skýrslunnar á bls 27 segir í lið 5.3. að bresk yfirvöld hafi á árinu 2001 enn bætt við löggjöf til að hindra fjármögnun hryðjuverka.  Í lið 5.3. er svo sagt frá nýjum lögum, Anti-Terrorism, Crime and Securety Act 2001.   Þar segir í 5.3. e lið að frysta megi eigur þjóða eða ríkja sem ógni bresku efnahagslífi, þar á eftir eru svo fjallað um Al Qa ida og hryðjuverkamenn í Tyrkneska Kúrdistan. 

Annars staðar í skýrslunni er sagt frá að eignum hafi verið skilað til réttra yfirvalda eftir frelsun Afganistan - sem var þá haldið kyrrsettum frá Talibanastjórninni, af því að þá var Afganistan hryðjuverkaríki.  

Lögin sjálf fjalla svo að auki um alþjóðlega hryðjuverkamenn, kjarnorkuvopn, eiturefnavopn, lífefnavopn,  lögregluvald, leyniþjónustu, árásir, samgönguöryggi, o. s. frv. allt klæðskerasaumað  utan um hryðjuverkstarfssemi.   Í kaflanum um frystingu er oft fjallað um ógn við líf eða eignir Breta.

Það er því hrein fölsun hjá Bretum að þessi lög eigi við neitt annað en hryðjuverkamenn og hryðjuverkalönd.  

Frysting íslenskra eigna á sér því ekki lagastoð í Bretlandi.  

sjá nánar     www.hm-treasury.gov.uk/d/combat_terrorism.pdf

 

  


mbl.is Ekki bara hryðjuverkalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband