Burt með skipið eins og skot. Brunareykur er mjög krabbameinsvaldandi.

Íbúum Hafnarfjarðar er engan veginn bjóðandi að inn í hús þeirra liggi nú brunareykur frá erlendu skipshræi.

Sem dregið var brennandi inn á Hafnarfjarðarhöfn.

Brunareykur er krabbameinsvaldandi og Guð má vita hvaða óþverri brennur þarna í þessu skipi.

Eins og hvert annað tilræði við heilsu íbúanna að draga skipið þarna inn.

Nánast glæpsamlegt gagnvart blessuðum börnunum sem þurfa nú að anda þessu að sér.  


mbl.is Skipið verður dregið út úr höfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hver eignlega átti þá briliant hugmynd að koma með skipið inn í höfnina ?

hilmar jónsson, 1.11.2013 kl. 11:53

2 identicon

Við skulum nú bara vona það besta. Menn eru beinlínis að hætta lífi og limum við þetta slökkvistarf.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 12:04

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég veit það ekki Hilmar og skil það ekki heldur alveg til fulls.

Ég skil alveg að menn hafi viljað reyna að senda alvöru slökkviliðsmenn um borð.

Búnir sem reykkafarar til að sjá hvað hægt væri að gera.

En af hverju skipið var ekki frekar tekið inn í Straumsvíkurhöfn eða inn á Grundartangahöfn skil ég ekki til fulls.

Kærar þakkir fyrir innlitið.

Viggó Jörgensson, 2.11.2013 kl. 02:51

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já það segi ég með þér Elín að við skulum vona það besta.

En ég segi það með þér að menn voru að hætta lífi og limum við þetta.

Sem betur fer hætti Jón Viðar slökkviliðsstjóri við þau ósköp að hætta áhöfn sinni fyrir þetta brotajárn eins og hann sagði.

Hann á heiður skilið fyrir að hætta þessari vitleysu og senda skipið á haf út.

Viggó Jörgensson, 2.11.2013 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband