Persónuverndarlöggjöfin er meinið, hún kemur frá ESB.

Auðvitað á að vera til landsskrá yfir kynferðisglæpamenn. 

Af þeirri skrá á aldrei að eyða neinum upplýsingum fyrr en viðkomandi andast.      

Skráningin á að vera í höndum Innanríkisráðuneytisins eða einhverri stofnun þess.

Allir þeir sem vinna nálægt börnum og unglingum eiga að þurfa að  framvísa vottorði þaðan.

En NEI.  Þetta má ekki því þetta eru svokallaðar viðkvæmar persónuupplýsingar glæpamannanna. 

Persónuverndarlöggjöfin er fyrst og fremst til að vernda glæpamenn enda kemur hún frá ESB. 

Glæpamennirnir eiga meiri réttindi en við hin.

Eða hvað þá börnin.  Á þau hafa kynferðisbrotamenn opinbert veiðileyfi. 

Hvergi hringir bjöllum þó að menn hafi á eftir sér afbrotaslóð í hálfa öld.

Yfirmaður unglinga í bæjarvinnunni, í sértrúarsöfnuði, yfirmaður barna á hólteli, gæslumaður fatlaðra, sjálfboðaliði í kirkju o. s. frv.  

Ekkert því til fyrirstöðu að fara af hverjum brotavettvangnum yfir á þann næsta.  

Á sakavottorði eru aðeins upplýsingar um síðustu örfá ár áður en vottorðið er gefið út. 

Á því eru aðeins tilteknir þeir dómar sem viðkomandi hefur fengið vegna kynferðisbrota. 

Og auk þess aðeins upplýsingar um útgefnar ákærur frá saksóknurum ríkisins.

Ekkert um kvartanir til barnaverndarnefnda, fyrr eða síðar, lögreglukærur, fyrnd brot o. s. frv. 

Sem sagt alls ekkert á sakavottorðin að treysta í þessu sambandi heldur þvert á móti skapa þau falskt öryggi. 

Samkvæmt lögum um persónuvernd er ennþá heimilt að safna upplýsingum er varða almannaöryggi.

Sem er ástæðan fyrir því að ennþá er yfirleitt verið með sakaskrá til málamynda. 

En öryggi barna telst ekki til almannaöryggis í Evrópusambandinu og því mega stofnanir eins og Barnaverndarstofa ekki halda sakaskrár.

Slíkt gæti líka truflað vændissölu með börn sem er vaxandi útvegur í ýmsum löndum ESB.

Í Brussel verða sauðdrukknir kratahöfðingjar að geta fengið nýjustu fréttir með litlu frænkunum frá Balkanlöndunum.   

Opinberlega er ekkert hægt að leita til að fá réttar upplýsingar um þessi mál og yfirleitt ekki skylt að reyna það. 

Samkvæmt lögum á Barnaverndarstofa rétt til þess að fá upplýsingar um einstaka dóma yfir kynferðisbrotamönnum.

En það er með eftirgangsmunum því að Ríkissaksóknari á ekki að senda dómanna sjálfkrafa. 

Auðvitað ekki, þetta er bara út af einhverjum krökkum.  

Samkvæmt barnaverndarlögum skal krefjast sakavottorðs 

"...Við ráðningu til starfa hjá barnaverndaryfirvöldum eða á heimilum eða stofnunum samkvæmt lögunum..."  

Af hverju ekki alls staðar þar sem unnið er með börn og unglinga? 

Í skólum, íþróttafélögum, trúfélögum, hvers konar æskulýðssamtökum o. s. frv. 

Ástandið er ábyggilega hörmulegt í ýmsum sértrúarsöfnuðum, þar sem bannað er að leita út fyrir söfuðinn t. d. til lögreglu.   

Ég þekki konu sem hefur rekið starfssemi fyrir börn. 

Hún hringir í ónefnda opinbera stofnun og gefur upp nöfn á væntanlegum starfsmönnum. 

Þar fær hún svörin já eða nei, frá einhverjum starfsmanni stofnunarinnar. 

Þetta telst vera ólögleg vinnsla skv. lögum um persónuvernd. 

Og eigi þessi stofnun til einhvers konar skrá yfir kynferðisbrotamenn er það einnig ólöglegt.   

Rétturinn er hjá glæpamönnunum.   

Persónuverndarlöggjöfin kemur frá Evrópusambandinu rétt eins og bankalöggjöfin sem það sendi okkur. 

Hvorugt var almenningi í hag. 

Þar fyrir utan á að breyta almennum hegningarlögum.

Þannig að kynferðisbrotamenn séu ekki einungis dæmdir fyrir brot sín heldur skuli þeir vera undir eftirliti ævilangt.

Með ökklaband. 

 


 

 


mbl.is „Þó ég sé skepna inn að beini“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Man þegar  Björn Bjarnason var að koma á koppinn greiningardeild lögreglunnar hér, sem er bráðnauðsinlegt verkfæri til að hafa eftirlit með svona mönnum og samræma vitneskju milli umdæma. Þá  tútnaði Steingrímur Sigfússon út af vandlætingu í fjölmiðlum og kallaði greinigardeildina, tilvonandi leyniþjónustu Björns og Sjálfstæðisflokksins.

Þeir segja lögreglumenn í Bretlandi að ef greiningardeild hefði verið komin á koppinn þar á þeim tíma sem stúlkurnar Holly Marie Wells og Jessica Aimee Chapman voru myrtar, þá hefði  Ian Huntley aldrei fengið vinnu við barnaskóla þar í landi og morð hans á stúlkunum tveim því ekki orðið.

K.H.S., 8.1.2013 kl. 08:06

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já satt segir þú um Steingrím.

Hann hefur talað með og á móti öllum málum, eftir því hvort hann hefur verið í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu.

Maðurinn hefur enga sjáanlega stefnu nema þá að hann, þetta flón, eigi að vera við stjórn landsins.

Sem er um það bil jafn gáfulegt og ef Karl Vignir Þorsteinsson væri í stjórn Barnaverndarstofu.

En segðu mér meira af störfum Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra.

Í sjónvarpinu sjáum við þætti um sérdeildir FBI sem fást við ákveðna glæpi um öll Bandaríkin.

Ekki er nokkur minnsti vafi á gagnsemi af slíkri starfsemi og að unnið sé svo kerfisbundið. 

En ef ég rek barnaheimili, hvernig gagnast mér störf hennar í þessu sambandi?

Varla hafa þau heimildir til að segja mér hvort mér sé óhætt að ráða þennan starfsmanninn eða hinn?

Ég hef rætt um það við einstaka lögreglumenn hvort lögregluembætti úti á landi séu látin vita þegar barnaníðingar flytja þangað. 

Eitthvað hljómuðu svörin nú ósannfærandi, hvort tilkynnt væri sjálfkrafa um feril nýja "sturtuvarðarins" á staðnum.

Eða hvaða starf það gæti nú verið annað er skipt gæti máli.   

Viggó Jörgensson, 8.1.2013 kl. 08:51

3 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir þinn frábæra pistill Viggó um mögulegar úrbætur til að koma í veg fyrir ofbeldisglæpi gegn börnum. Samfélaginu ber eftir bestu getu að vernda börn og unglinga gegn kynferðisglæpum því slíkir glæpir eru í mörgum tilvikum sálarmorð á barni og veldur ótímabærum dauða. Nýjasta umfjöllun í Kastljósi sýnir þau sorglegu örlög nokkra barna þó við vitum ekki um önnur fórnarlömb Karls.

Hér á landi hefur ekki verið tekið á barnaníðingsmálum af festu virðist vera, hugsanlega af því að yfirvöldum og stjórnendum finnst svona mál vandræðaleg og erfið eins og sjóðheit kartafla sem fáir vilja snerta á, en undan því verður ekki skorist. Eftir umfjöllunina í Kastljósi verður manni hugsað til þeirra barna sem er verið að brjóta á núna í dag beint fyrir framan okkur. Spurningin er hvernig getur og ætlar samfélagið að koma þeim til hjálpar, grunnurinn er allavega að koma á kerfisbundnu upplýsingakerfi eins og þú bendir á Viggó. Ef upplýsingaveita á einhverntímann rétt á sér þá á það við um barnaníðinga. Í öðrum málum ber að takmarka að persónuupplýsingar um fólk er mín skoðun.

Sólbjörg, 9.1.2013 kl. 12:09

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er von að þú segir það Sólbjörg. 

Þetta væri ekki mikið vitlausara þó að kynferðisbrotamennirnir hefðu hannað "eftirlitsferlið" sjálfir. 

Kærir þakkir fyrir stuðninginn.   

Viggó Jörgensson, 12.1.2013 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband