Segiði svo að Ögmundur hafi ekki áhrif.

Nú getur hann glaðst sá góði drengur Sveinn Rúnar Hauksson yfir því að mótmæli hérlendis og víða um lönd hafi borið árangur. 

Því nú er Hillary Clinton á leið til Ísrael að fregna hvort hún geti miðlað málum í deilu Palestíumanna og Ísraela. 

Hins vegar finnast mér undarlegar aðfarir Palestínumanna að skjóta sífellt eldflaugum yfir landamærin.

Þessar heimasmíðuðu Quassam eldflaugar þeirra eru fylltar af járnarusli til að valda fólki sem mestu líkamstjóni.

Og þeim er ekki stefnt á hernaðarskotmörk heldur lenda þær þar sem verkast vill.

Svona eins og þau í Smárahverfinu, í Kópavogi, smíðuðu eldflaugar í bílskúrnum og sendu eitthvað yfir í Garðabæ.

Gazasvæðið snýr að hinni hálfviltu Sínai eyðimörk þar sem Egyptar hafa misst niður stjórn sína eftir byltinguna heima við.

Bæði í gegnum jarðgöng og eftir öðrum leiðum hafa Palestínumenn náð sér í miklu fleiri og stærri flugskeyti.

Mörg eru af gerðinni Grad og eru framleidd í Rússlandi, Búlgaríu og Kína. 

Þeim er smyglað eftir ótrúlega flóknum leiðum, t. d. frá Kína, en einnig hafa Íranir og Sýrlendingar lagt þau til.

Og að sjálfsögðu eru nú einnig líbísk vopn úr geymslum Gaddafi boðin til sölu öllum sem hafa vilja. 

Grad flugskeytin geta slasað fólk, og drepið, í allt að 100 metra fjarlægð frá lendingarstaðnum og náð til Tel Aviv eða Jerúsalem. 

Ísraelsmenn geta hins vegar frekar varist þeim með eldflaugavarnarkerfi sínu.

Baráttuaðferðir Palestínumanna hafa mér alltaf fundist undarlegar, vilji þeir búa við frið. 

Flugrán, hryðjuverk, sjálfsmorðsárásir og eldflaugaskot á nágrannana.  

Ég held þeir vilji engan frið. 

 

 


mbl.is Clinton til Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband