Þjóðin taki ákvörðun - hennar er valdið, ekki Alþingis.

Íslenska þjóðin er frum handhafi allsherjarvaldsins á Íslandi.

Hún ákvað að stofna hér lýðveldi, ríki í landi sínu. 

Hún setti sér stjórnarskrá þar sem fram kemur að til fjögurra ára í senn fá ákveðnar stofnanir tímabundið umboð. 

Til þess að fara með umboð þjóðarinnar til að stjórna landinu. 

Þegar Alþingi beinir einhverju til þjóðarinnar er Alþingi ekki, í náð sinni, að spyrja þjóðina álits.

Þá er þjóðin að taka ákvörðun.  Þjóðin er hinn eini sanni valdhafi í landinu. 

Alþingismenn, ráðherrar, forseti og aðrir embættismenn eru umboðsmenn þjóðarinnar. 

Það var því meiri háttar trúnaðarbrestur þegar Alþingi ákvað að sækja um aðild að ESB.

Án þess að slík innganga væri heimil í stjórnarskrá. 

Án þess að þjóðin hefði heimilað það.   


mbl.is Þjóðin verði spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband