Fyrir okkur eða ESB?

Ekki hef ég séð því mótmælt að Þóra Arnórsdóttir sé samfylkingarkona.

Og ekki ætla ég að mótmæla því að Þóra sé afbragðskona sjálf eins og margir aðrir í því útibúi ESB á Íslandi. 

En nú um stundir getur það ekki gengið að Samfylkingin og ESB séu með forsetaembættið á sínum vegum. 

Samfylkingin sem með skefjalausu ofbeldi hefur klofið þjóðina í herðar niður. 

Samfylkingin sem í umboði mikils minni hluta kjósenda ætlar með nauðung að troða þjóðinni inn í ESB. 

Samfylkingin sem er trúarhreyfing sósialdemókrata sem ekkert gefur fyrir rök eða raunveruleika. 

Samfylkingin sem leidd er af fólki sem afneitar algerlega raunveruleikanum í Evrópu. 

Afneitar bæði stöðu mála í Evrópusambandinu sjálfu og evrunnar. 

Afneitar því ,að ekkert land fær neinn "samning" við Evrópusambandið.

Það heitir tímabundnar undanþágur í aðlögunarskyni.  

Eftir það er allt vald farið út úr landinu á þeim sviðum ríkisvaldsins er sambandið tekur til.

Ekkert er vitað um þróun Evrópusambandsins í framtíðinni. 

Sagan sýnir óhrekjanlega að engan gat órað fyrir þeim völdum sem Evrópusambandið hefur tekið sér. 

Allar fullyrðingar um að hægt sé að treysta óbreytileika samninga við Evrópusambandið eru óráðshjal. 

Sama gildir um stofnsamninga Evrópusambandsins.

Að treysta slíku sambandi, fyrir fiskveiðiauðlindum Íslendinga, jaðrar við sjálfsmorð þjóðríkisins.

Sem er reyndar bæði stefna Samfylkingarinnar og Evrópusambandsins sjálfs. 

Að Evrópa verði eitt ríki með einni þjóð sem skipti auðlindum landanna á milli sín. 

Kratarnir halda að þar sé átt við jafnt á milli allra.

Evrópusambandsstjórar vita að þeir eiga að skipta auði landanna á milli yfirstéttarinnar í Mið-Evrópu.

Eins og Íslendingar fengu að kynnast á árunum frá 1262 af hendi konunga og aðals.

Og alveg þangað til við náðum að koma Evrópubúum út úr 200 mílna fiskveiðilandhelgi. 

Og enn einu sinni fengum við að reyna það af bankareglunum sem ESB sendi okkur. 

Sumir eru fljótir að gleyma aðra skiptir það engu máli. 

Enn aðrir hafa vart við að trúa því sem evrópuaðallinn hefur logið að okkur í einhver 1000 ár.  

En fulltrúa ESB á Bessastaði? 

Nei takk. 

 


mbl.is Kurteisi að íhuga framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Þóra er allt of ung í embætti Forseta ísland.

Birgir Örn Guðjónsson, 25.3.2012 kl. 18:22

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sé hana ekki fyrir mér sem forseta.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.3.2012 kl. 18:42

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þóra mun standa sig vel sem forseti Íslands.

Viggó er einn af þeim sem sér einhverskonar ESB djöful í hverju horni. En ég veit ekki betur en að fjölmargir Íslendingar hafa steymt til ESB landa eftir hun... og líða bara ágætlega og hafa ekki orðið varir við að einhver ESB djöfull sé að nauðga þeim í rassgatið.

En forsetakosningarnar snúast ekki um ESB þó að Viggó haldi það.

Þóra er bara mun betri kandidát en Ólafur þegar kemur að forsetaembættinu.

Allar staðreyndir sýna það.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2012 kl. 18:43

4 Smámynd: Brynjólfur Sigurbjörnsson

Gott og vel Viggó ég virði skoðanir þínar á evrópusambandinu og málum þeim tengd en ég sé ekki samhengið á milli þess og forsetakjörs. Allir sem vilja vita, vita það að evrópusambandið hleypir engu þjóðríki inn í sambandið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreyðslu þar um svo að það kemur aldrei inn á borð forseta þó svo að Ólafur Ragnar hafi látið að því lyggja þegar hann hætti vð að hætta þá sagði hann það gegn betri vitund og kannski til að skapa sér betri stöðu sem er hálf lágkúrulegt verð ég að segja, þannig að upptalning þín kemur forsetakjöri ekkert við

Brynjólfur Sigurbjörnsson, 25.3.2012 kl. 18:45

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála Birgir Örn .

Sama stefnan og þegar unglingar og ungmenni voru gerð að stórforstjórum og bankastjórum.

Viggó Jörgensson, 25.3.2012 kl. 19:51

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ekki ég heldur Ragnar, hvað sem síðar verður.

Viggó Jörgensson, 25.3.2012 kl. 19:52

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hvaða staðreyndir eru það Sleggjan og Hvellurinn?

Og svona okkar á milli hafa flestir Íslendingar farið til Noregs sem er ekki í ESB.

Þeir sem hafa dugnað, þekkingu eða sérhæfingu, geta auðvitað fengið vinnu hvar sem er í heiminum þar sem vantar slíkan vinnukraft. 

Algerlega handónýt rök að bera saman líf einstaklings sem fær vinnu einhvers staðar út á fagþekkingu eða sérhæfingu.

Eða líf heillar þjóðar þar sem samsetningin eru börn, ungmenni, vinnandi fólk, atvinnulaust fólk, sjúklingar og ellilífeyrisþegar.

Þar þurfa þessir sem eru vinnandi, með nýtingu auðlindanna, að sjá fyrir sinni fjölskyldu, (eins og þessi sem flutti í ESB land).

En hann þarf einnig að sjá fyrir þeim sem ekki eru vinnandi og þeirra fjölskyldum.

Þú ert hins vegar dugandi í Samfylkingarhagfræðinni. Össur kaupir hana þér nammi næst þegar hann kemst í búð.

Viggó Jörgensson, 25.3.2012 kl. 20:04

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það hafa flestir farið til Noregs rétt er það. Og þeir hafa sagt sálfir að þeir hafa tekið upp 85% af öllum lögum og reglum ESB.

Þeir eru þar að leiðandi allavega með hanna fótinn í ESB..... og mér sýnst Íslendingar vera nokkuð sáttir í Noregi.

En ef við tökum saman ölll lönd ESB þar sem Íslendingar hafa flutt til þá hafa fleiri Íslendingar farið til ESB landa

Í stuttu máli sagt þá er næstum ein fjölskylda á dag sem finnst sér betur borgði að búa í ESB landi heldur en á Íslandi.... gæti kannski verið að ESB er ekki svo slæmt eftir alltsaman?

Fólk kýs með fótunum. Staðreyndinar tala sýnu máli.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2012 kl. 20:10

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Brynjólfur.

Ég hef fylgst með ferli Ólafs Ragnars og Guð forði mér frá að segja að hann sé eitthvað annað en tækifærissinni fyrir sjálfan sig.

En hann hefur samt sem áður séð að sér, þó að hann neyddist til, og bjargað okkur tvisvar frá icesave.

Og til þess að við þurfum ekki að framkvæma blóðuga byltingu, í hvert skipti sem við þjóðin viljum taka til okkar valdið

sem Alþingi fer annars með í okkar umboði þá er algerlega nauðsynlegt að málskotsrétturinn sé í stjórnarskránni.

Og að á Bessastöðum sitji einhver sem þorir að nota málskotsréttinn þegar þjóðin krefst þess.

Ég hef engan séð mótmæla því að hugsanlegt forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur

sé runnið undan rifjum Kjartans Valgarðssonar formanns fulltrúaráðs samfylkingarfélaganna í Reykjavík.

Enginn hefur heldur borið til baka að sami Kjartan hafi einnig áhuga á að Þóra verði næsti formaður Samfylkingarinnar.

Og þá ekkert við það að athuga. Forsetaframboð væri þá bara alveg ágætt til að kynna Þóru og hennar skoðanir.

En þú verður alltaf að reyna að rýna undir yfirborðið í stjórnmálunum og átta þig á hagsmunatengslunum.

Og spunanum sem PR menn stjórnmálaflokkanna reyna að setja fram til að ljúga að okkur eins og langsamlega oftast.

Íslensk stjórnmál eru með þeim ósköpum að fæstir segja hvað þeir ætla sér í raun og veru.

Sjáðu Bjarna Benediktsson. Hann var byrjaður að daðra við ESB en hætti svo þegar flokkurinn sló á puttana á honum.

Nú lætur hann sem hann sé ekki á leið þangað inn. Sjáðu Steingrím í sama samhengi.  Eru þeir trúverðugir?

Yfirlýstur samfylkingarmaður á Bessastöðum væri eins og að floksskrifstofa Samfylkingarinnar væri komin þar.

Og þá væri ekki hægt að biðja forsetann um að nota málskotsréttinn næst þegar ríkisstjórnin ætlaði að svíkja þjóðina.

Og gera eitthvað sem enginn hefur gefið ríkisstjórninni umboð eða leyfi til. 

Eða að sækja um í ESB með umboð frá einhverju minnihlutabroti af þjóðinni.  

Slíkt fólk er hættulegt lýðræðinu og getur kallað fram allt það versta í fólki með því að misbjóða réttlætiskennd þess algerlega.   

Og hvað yrðum við þá að gera ef forsetinn væri orðinn flokksþræll svikullar ríkisstjórnar?

Smíða höggstokk eins og múgurinn í París? Það eru kannski einhverjir byrjaðir að efna niður í hann?

Eru ekki ráðherrarnir í lögreglufylgd dag og nótt? Ég hef reyndar hvatt til slíkrar gæslu í nokkur ár.

Það kemur mér ekkert á óvart að þeir óstöðugustu hugsi þessum landráðamönnum þeygjandi þörfina.  Því hafa þeir kallað eftir sjálfir. 

Svo hélt ég að við hefðum lært að aldrei aftur má stjórnmálamaður verða forseti eða æðsti embættismaður í nokkurri stofnun.

Með þeim afleiðingum að stjórnkerfið sé óvirkt vegna tortryggni og trúnaðarbrests á öllum vígstöðvum.

Eða lærum við aldrei neitt?

Viggó Jörgensson, 25.3.2012 kl. 20:33

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og enn eitt Bryjólfur.

Það hefur komið fram að við eigum að borga 13. þúsund miljónir til ESB á ári. Þrettán miljarða.

Össur hefur fullyrt að við fáum það allt til baka í styrkjum og jafnvel meira til.

Ég hef hvergi getað fundið þessa útreikninga, samt leitað þeirra í nokkur ár.

Veist þú um þá? Ég held að þú gerir það ekki heldur. Þeir eru nefnilega ekki til.

Það sem Össur hefur þó komið með, sýnir með engum hætti að þetta sé einu sinni nálægt því að standast. 

Við eigum að borga, borga, borga fyrir stækkun á markaðssvæðinu til austantjaldsríkjanna fyrir framleiðsluaðalinn í Mið-Evrópu.

 Alveg í Guðs bænum fariði nú að skilja þetta.

Komi einhver með gögn sem sýna mér fram á annað, skal ég fyrstur arka til Brussel og í ESB.

En þó ég lofi þessu þarf ég ekkert að fara að pússa spariskóna eða sækja fermingarfötin í hreinsun.

Þarf ekki einu sinni að kaupa mér spariskó.

Lýgi verður ekki svo auðveldlega breytt í sannleika.  

Viggó Jörgensson, 25.3.2012 kl. 20:43

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það hefur margoft komið fram að bara vaxtakostnaður ríkissins og heimilana mun borga upp ESB aðildina margfallt á ári... í formi lægri vaxtakostnað.

Þannig að ég á von á að þú arkir uppí Brussel sem fyrst.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2012 kl. 20:52

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.asi.is/Portaldata/1/Resources/frettaefni/Grein_1_-Hva__kostar_sveigjanleg_kr_na_heimilin___landinu_loka.pdf

http://eyjan.is/2012/01/31/slaandi-munur-a-vaxtakostnadi-islenskra-heimila-og-evropskra-segir-asi/

Gjaldeyrisforði Íslands sem næmi um 4 til 5 prósentum af landsframleiðslu ársins 2010 væri því um 61 til 77 milljarðar króna. Áætlaður vaxtakostnaður af gjaldeyrisforða af þessari stærð næmi um 1,8 til 2,3 milljörðum króna á ári, miðað við 3 prósenta vexti," segir í svarinu. Árlegur sparnaður í vaxtakostnaði gæti því numið nálægt sex milljörðum króna á ári þegar fram í sækir.

http://www.visir.is/kostnadurinn-miklu-minni-med-evrunni/article/2012702299939

Sleggjan og Hvellurinn, 25.3.2012 kl. 20:55

13 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hverjir eru að bjóða okkur þessa vexti?

Af hverju gera þeir það ekki núna?

Ef við værum búin að taka upp evruna,  þyrfti þá Seðlabankinn enga vexti að greiða af þeim evruforða sem hann hefði þá að láni?

Ætla samt að skoða þetta betur, en sýnist að þetta sé sama lýgin og síðast.

Viggó Jörgensson, 26.3.2012 kl. 15:39

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já ég hvet þig til þess að skoða þetta betur.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.3.2012 kl. 15:52

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evran ber lægri vexti en krónan. Ef við fáum evrulán þá fylgir því lægri vextir. Svo lengi sem við sýnum greiðslugetu.

Það er varhugavert að taka evrulán þegar tekjur okkar er í krónum. En það var gert.. vegna lægri vaxta. En gengisfall gerði vaxtasparnaðinn að engu.

En við þyrftum ekki þennan gríðarlega gjaldeyrisvarasjóð ef við værum með evruna. Við gætum notað þann pening t.d í velferðarkerfið. 

Og Seðlabankainn gæti verið lagður niður.... sem er strax 700miiljóna sparnaður á ári.

Það er nóg af blýantsnögurum uppí svörtuloftum.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.3.2012 kl. 15:55

16 Smámynd: Viggó Jörgensson

Og trúir þú þessu?   

Þetta er alveg dæmigerð fölsun í málflutningi.

Við erum í dag með óeðlilega mikinn gjaldeyrisforða sem AGS lét okkur taka hér að láni eftir hrun, til að kaupa okkur traust erlendis.

Að slá sér upp á niðurstöðu, með samanburði við alveg óvenjulegt ástand er dæmigerður málflutningur hjá Össuri og co. 

Svo þurfum við aðeins að núllstilla okkur.

Í fyrsta lagi þá snýst þetta um að eyða ekki meiru en við öflum.

Í öðru lagi þurfum við gríðarlega stórt hlutfall af því sem við notum frá útlöndum.

Það er því grundvallaratriði að flytja út fyrir meira fé en það sem við flytjum inn.

Ef sá þáttur er ekki í lagi, skiptir engu máli hvað gjaldmiðillinn heitir, hvað þjóðarbúið snertir. 

Það er allt í lagi að ríkið taki lán í evrum ef Seðlabankinn fær nægilega mikið inn af þeim eða öðrum erlendum gjaldmiðli vegna útflutnings. 

Tekjur ríkisins eru auðvitað í íslenskum krónum og skiptir í rauninni engu máli svo fremi sem það hafi nægan aðgang að þeim erlenda gjaldeyri sem kemur inn. 

Aðrir, bæði fyrirtæki og einstaklingar, eru hins vegar að taka gengisáhættu ef þau taka lán í annari mynt, eða öðrum hlutföllum,

en tekjur þeirra eru í.

Ef við höldum áfram að eyða meiru (sem þarf að borga með erlendum gjaldeyri) en við öflum (eins og við höfum lengstum gert)

þá mun evran ein og sér ekki bjarga okkur úr vandræðum í stóru myndinni.

Bara verra því að ekki verður hægt að láta krónu gengið síga til að halda uppi atvinnu innanlands. 

Svo segir þú að það séu lægri vextir af evrunni.  

Við hvaða gjaldmiðil eru núverandi lán, fyrir gjaldeyrisvarasjóðnum miðuð?   Væntanlega evru eða annan erlendan gjaldmiðil.

Hvaðan á þá þessi sparnaður að koma miðað við eðlilegar aðstæður?

Við þurfum ekki svona gríðarlegan gjaldeyrisvarasjóð fyrir skammtímaafborgunum og nærri árs innflutningi.

Mér finnst nú traustara að skoða tölurnar úr svörtuloftum en eitthvað bull úr Össuri.

Þannig að það er enn sem komið er betra að nota 13 miljarðana sem eiga að fara í ESB í t. d. velferðarkerfið.   

Viggó Jörgensson, 26.3.2012 kl. 17:44

17 Smámynd: Viggó Jörgensson

Steingrímur vildi á sínum tíma afþakka aðstoð og lánin frá AGS.

Og sami Steingrímur hefur skrifað nokkra langhunda um að allt sé hér komið í slíkt skínandi ástand.

Að það vekur furðu af hverju maðurinn skilar ekki þessu ógnar gjaldeyrisláni.

Eða hluta af því.

Viggó Jörgensson, 26.3.2012 kl. 18:17

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helstu útflutningsfyrirtæki landsins vilja í ESB og ætla að flytja úr landi ef það gerist ekki.    CCP Össur HF og MArel skapa milljarða í gjaldeyristekjur árlega.

Ef þú vilt skapa gjaldeyri fyrir Ísland er ekki ráðlegt að reka þessi fyrirtæki úr landi með óstöðugu umhverfi.

Þess vegna er betra að ganga í ESB sem fyrst.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2012 kl. 09:42

19 Smámynd: Viggó Jörgensson

Erlendir aðilar mega ekki eiga meirihluta í fyrirtækjum sem eiga fiskveiðikvóta.

Þið ESB sinnar viljið leyfa Evrópubúum að eiga hann allan.

Það voru mistök að leyfa útlendingum að eiga hlut í þjóðþrifafyrirtækjum eins og Össuri og Marel.

Nær að lífeyrissjóðirnir ættu þau.

Sýnir nákvæmlega svikin sem verða með fiskveiðikvótann að þessi fyrirtæki séu að hóta að flytja úr landi.

Sýnir í hnotskurn hvaða vandamál verða því samfara að leyfa útlendingum að hafa okkur í hálstaki.

Innganga í ESB og upptaka evru mun aðeins koma okkur í verri mál í öllu þessu samhengi.

Ætli þessi fyrirtæki að flytja úr landi er ekki um annað gera fyrir ykkur en að þjóðnýta þau eins og þið ætlið að gera við útgerðina.

Viggó Jörgensson, 27.3.2012 kl. 22:44

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Geturur þú úskýrt nánar afhverju það er slæmt að útelndingar eiga í fyrirtækjum á Íslandi.

Viltu frekar að lífeyrissjóðirnar geri það?   Virkaði það svona svaka vel í FL Group, Exista og bönkunum?   Lífeyrissjóðirnar töpuðu þúsund milljörðum.

Þú vilt loka landinu... en þín lausn er að auka gjaldeyristekjur.

 "Innganga í ESB og upptaka evru mun aðeins koma okkur í verri mál í öllu þessu samhengi."      Við erum í EES og í þessu leyti mun ekkert af þessu breytast.

En ég persónulega vill ekki þjóðnýta útgerðina.

En ef þú vilt þjóðnýta öll útflutingsfyrirækin á Íslandi.....    þá segir það meira um þig en mig.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2012 kl. 09:19

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Forstjóri Össur HF sem skapa milljarða í gjaldeyristekjur fyrir Íslendinga er á mínu máli

http://www.vb.is/frett/69904/

Ég hef ekki hugmynd um hvað afstöðu þú ert..... nema loka landinu og flytja aftur í torfkofana.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2012 kl. 09:27

22 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég vil ekki loka landinu eða flytja í torfkofa nema þeir séu með hitaveitu.

En það þarf að STJÓRNA landinu.

Þegar gengið var látið fljóta í svona litlu hagkerfi árið 2001 og bindiskylda nánast aflögð í áföngum. 

Þá var það eins og reka verslunarfyrirtæki án þess að læsa því á nóttunni.

Svona lítið hagkerfi á ekki að vera opið í alla enda, því þá verður það leiksoppur alþjóðlegra braskara. 

Og við svo erum við Íslendingar allt of eyðsluglöð til að þola allt þetta frelsi.

Ótakmarkað frelsi í mannlegu samfélagi er bara útópía ef samfélagið á að haldast.

Endar í stríði allra gegn öllum.

Viggó Jörgensson, 28.3.2012 kl. 12:04

23 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég vil ekki loka landinu. 

Það er ekkert að því að búa í torfkoma ef hann er þiljaður og með hitaveitu. 

En það þarf að STJÓRNA landinu.

Þegar gengið var látið fljóta í svona litlu hagkerfi árið 2001 og bindiskylda nánast aflögð í áföngum.

Þá var það eins og reka verslunarfyrirtæki án þess að læsa því á nóttunni.

Svona lítið hagkerfi á ekki að vera opið í alla enda, því þá verður það leiksoppur alþjóðlegra braskara.

Og svo erum við Íslendingar allt of eyðsluglöð til að þola allt þetta frelsi.

Ótakmarkað frelsi í mannlegu samfélagi er bara útópía ef samfélagið á að haldast.

Endar í stríði allra gegn öllum.

Viggó Jörgensson, 28.3.2012 kl. 12:06

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

OK þú vilt fara aftur í einhverskonar haftaþjóðfélag.

Það er þá þýn framtíðarsýn.

Ég hef meira trú á þessari þjóð.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2012 kl. 13:10

25 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hefur þér sýnst að hún sé fær um að hlaupa um haftalaus?

Það er að minnsta kosti mannsaldur þangað til hún verður það.

En svo mikla trú hef ég þó á henni en ekki eins mikla og þú.  

Viggó Jörgensson, 28.3.2012 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband