Og málið versnar.

Grein Höllu er kurteis, vinsamleg og trúverðug. 

Þar koma fram nýjar upplýsingar sem gerir málið enn verra og var þó nóg komið.  

Samúðarkveðjur til Guðrúnar Harðardóttur og fjölskyldu hennar.  


mbl.is Systir Guðrúnar svarar Bryndísi Schram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábært að Halla skyldi leggja systur sinni lið og á þennan hátt. Þessi Jón Baldvin virðist ekki geta sagt "fyrirgefðu" á þann hátt sem ætlast er til Enda gamall pólitíkus og þrautþjálfaður í lýgum og bulli í fólki. Í flestum norðurlöndum hefði hann fengið alvöru rannsókn á sig. Enn ekki á Íslandi. Þar er allt viðkvæmt þegar kemur að svona málum. Menn læra greinilega ekki lexuna af Breiðavíkurmálinu sem tók 50 ár að skilja...og viðurkenna. Börn eru tekin af lífi af "heilbrigðu" fólki sem ekki trúir þeim þegar þau hafa mest þörf á að segja frá hverju það lendir í. Þetta er einn alvarlegasti ofbeldisglæpur og þetta var of lengi og oft til að afgreiða þetta sem fyllirí eða eitthvað óvart. Það er fyrirsláttur jón Baldvins. Bryndís Schram virðist gjörsamlega út á þekju í þessu máli með kallinn.

Jón Baldvin kemur bara óorði á brennivínsdrykkju með þessu blaðri sýnu. Þetta hefur ekkert með það að gera og hefur aldrei gert. Þetta er alveg sjálfstæður geðsjúkdómur og kanski hefur hann sjálfur lent í einhverju sem barn. Þannig verða svomna mál oft til. Skíthræddir fullorðnir fórna því miður oft börnum fyrir óþægindin að taka á þessu á réttum tíma. Þess vegna þegja flest börn og læra að aldrei treysta fullorðnum. Og svo þegar þau verða fullorðin sjálf, lenda þau í hópi fullorðina sjálf og eru þá búin að læra að vantreysta sjálfum sér.

Þær systur eru báðar trúverðugar og Jón Baldvin ekki. Ekki enn alla vega.

Óskar Arnórsson, 23.3.2012 kl. 12:24

2 identicon

Mér finnst eiginlega  tími til þess kominn að við beinum athyglinni frá persónunum sem eru í sviðsljósinu vegna þessa sorglega "fjölskylduböls" og ræðum vandamálin sem hér hafa verið persónugerfð.

Agla (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 18:59

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Við sáum þessi bréf Óskar, þannig að ekkert þarf að ræða um trúverðugleika aðila í málinu.

Eða hvoru megin sannleikurinn liggur.

Er annars sammála Öglu um að forðast eigi að ræða þetta opinberlega í smáatriðum.

En það eru jú fjölskyldumeðlimir sjálfir sem ítrekað hafa borið þau mál á torg. 

Viggó Jörgensson, 23.3.2012 kl. 23:13

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fyrir mér er bara umræðan sem skipir máli. Mér er alveg sam hver á í hlut, hvort það er kóngurinn eða sá sem sækir tunnuna og tæmir hana. Ég myndi persónulega sakna ruslakarlsins meira enn kóngsins ef því væri að skipta. Auðvitað hefði verið betra að þetta hefði verið tekið fyrir á sínum tíma eins og hjá fullorðnu fólki. Dómstólar hentu þessu eins og hjá biskupsdótturinni og þess vegna er þetta svona.

Fólk þarf að sýna börnum stuðning frá fyrstu byrjun svo þetta verði ekki endalaust uppgjör fram á fullorðinsár...um það snýst málið frá mér séð. Fólk er kanski farið aðskilja af hverju réttarhöld eru stundum lokuð. Málið er að einmitt í svona málum er hvorki hægt að treysta neinu réttarkerfi á Íslandi og það sem er sorglegast, ekki einu sinni Hæstarétti. Þeir hafa lofað t.d. að ALDREI gera vitnisburð opinberan og þeir sviku það í eionmitt svipuðu máli.

Ég ber mikla virðingu fyrir Hæstarétti í öllum málum nema svona. Þeir hreinlega kunna ekki á þessi mál. Alla vega eru þeir langt á eftir tímanum.

Óskar Arnórsson, 24.3.2012 kl. 01:13

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Satt er það að þetta mál er klúður.

Jón var diplómat í BNA og ekki saksóttur þar. Hafði hann lögheimili í BNA?

Stúlkan var í Suður Ameríkulandi.

Og allt saman svo kannski fyrnt hvort sem er þegar stúlkan hófst handa.

Svona mál verða alltaf alveg skelfilega erfið í sönnun og meðförum og dómstólum varla kennt um það.

Löggjafinn á að bæta úr því sem hægt er.  Og hefur til dæmis lengt fyrningartíma brotanna sem er vel.

Viggó Jörgensson, 24.3.2012 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband