Í Reykjavík vantar lýsingu.

Nú kemur í ljós að landfræðingur, og leiðsögumaður, segir ljós, og birtu, vera mengun í einhverjum tilfellum. 

Eða oflýsing, t. d., þegar hann sjálfur er að skoða stjörnur eða taka ljósmyndir af norðurljósunum.

Og hann skoðar upplýsingu himinsins yfir Reykjavík og ber saman við tvær borgir í Evrópu.

Og segir að lýsingin í borginni trufli næturdýr eins og fram kemur, í ágætri BS ritgerð.

Eins og þau eigi ekki að vera úti í sveit eða hvað?  

Ef eitthvað er, þá fer lýsingin hér í Reykjavík hraðversnandi. Það var ekki besta lýsingin sem Gnarrinn átti við. 

Aukinn trjágróður hefur sums staðar yfirgengið þá litlu lýsingu sem fyrir var.

T. d. á göngustígum, almenningsgörðum og húsagötum.

Segi einhver að hér sé of mikil lýsing, er það eins og hver önnur vitleysa bara, enda vel tekið af stjórnvöldum.    

Það sést einmitt vel, eða öllu heldur illa, nú í rigningu og myrkri. 

Þar sem 80% gangandi vegfaranda eru rækilega dökkklæddir eins það sé fyrirskipað í reglugerð.

Án endurskinsmerkja. Og maður þakkar fyrir aka ekki yfir neinn á hverjum degi sem Drottinn gefur yfir.  

Vel má hins vegar taka undir sjónarmið um að bæta skermingu þannig að lýsing verði hnitmiðaðri.

Og það er hárrétt, hjá landfræðingnum að of mikið af birtunni fer til spillis, engum til gangs.  

Og það er allt í lagi að þessi stjörnuskoðunarmaður, úr Hafnarfirði, vilji að Reykvíkingar sitji í meira myrkri. 

Svo að hér verði kannski einhver ákjósanleg skilyrði til stjörnuskoðunar eða norðurljósa.  

Hann má alveg hafa sínar skoðanir eins og aðrir og skrifa um þær lærðar ritsmíðar.  En svarið er einfalt. 

Það kemur bara alls ekki til greina og ég skil ekki að Hafnfirðingar vilji paufast í myrkrinu frekar en við.  

Stjörnuskoðunarmenn verða bara að hafa sig út fyrir borgina og næturdýrin líka. 

Og bjóða þeim Svandísi og Merði með sér er mættu týnast þar í myrkrinu fyrir mér. 

Góða ferð samt og muna eftir nestinu.  

BS ritgerðina má sjá hér: http://skemman.is/handle/1946/8485

Að mínu mati góð, nýstárleg og fræðandi ritgerð, þó ég neiti að sitja í meira myrkri hér í borginni.  


mbl.is Ljósmengun mikil hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert orð hjá þér. Ef fólk vill skoða stjörnur af einhverju viti þarf alltaf að fara út fyrir borgina, bæinn og jafnvel þegar komið er út í sveit, slökkva öll ljós. Ég skil ekki hvar fólk finnur sér tíma til að vera að hafa áhyggjur af svona löguðu. Ég held að bæði tíðni slysa og glæpa myndu hækka ef það væri meira myrkur. Það er nú víst nógu mikið myrkur fyrir.

Jóhann (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 22:46

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

100% sammála þér Jóhann.

Ég var einmitt, eitt fallegt haust, fyrir nokkrum árum á Vatnaleið á Snæfellsnesi.

Sá þá svo stórkostlega falleg norðurljós.

Að ég stöðvaði bílinn, slökkti ljósin og bauð öllum út að skoða og njóta.

Útilokað hér á Reykjavíkursvæðinu.

Þau á Seltjarnanesi verða bara að færa stjörnuskoðunarstöðina.

Því miður.

Viggó Jörgensson, 18.1.2012 kl. 23:24

3 identicon

Þið eruð svolitlir jólasveinar;

Jóhann: "Tek undir hvert orð"

Viggó: "100% sammála þér Jóhann"

Nú bíður maður spenntur eftir næsta útspili Jóhanns. Giska á: "Tek HEILSHUGAR undir fullyrðingu þína þess efnis að þú sért sammála mér Viggó."

Og heyrðu Viggó...bauðstu öllum út úr bílnum að skoða norðurljósin? Voru þetta margir farþegar? Og hvað, þáðu allir boðið? Var þetta ekki dýrt fyrir þig?

Oddur (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 00:19

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Tek 100% heilshugar undir það Oddur að við erum svolitlir jólasveinar.

Sammála mér í því.

Ég sagði "bauð" til að reyna að vera kurteis.

En það fer mér greinilega ekki vel, úr því að þú tókst strax eftir þessu.

Eiðsvarnir myndu farþegarnir þrír, frekar segja að ég hafi rekið þá út úr bílnum.

Það var engin sjoppa þarna í skarðinu, þannig að útboðið kostaði mig lítið aukalega.

Nema aukalega efnaorku í bensíninu sem breyttist svo í hreyfiorku til að komast aftur á sama hraða.

Og efnaorku sem breyttist í raforku og varmaorku við að hita bílinn aftur.

Þið Newton reiknið svo afganginn sjálfir.

Eða þannig.

Viggó Jörgensson, 19.1.2012 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband