"Nýr og óspjallaður af spillingu fjórflokksins."

Hrópa í gleði sinni fylgismenn nýja framboðsins.

Besta framboðið segist laust við spillingu fjórflokksins í fortíðinni. 

Og að lifandi sönnun þess sé auðvitað Guðmundur Steingrímsson alþingismaður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. 

Afi hans var alþingismaður fyrir þennan voðalega fjórflokk frá árinu 1934 til 1967.  

Faðir Guðmundar ólst upp í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu frá árinu 1934 til 1942.

En þar bjó afinn er var forsætisráðherra fjórflokksins á þeim tíma, auk þess að vera, landbúnaðarráðherra árin 1950— 1953.

Og aftur varð svo afinn forsætisráðherra árin 1956-1958 allt fyrir fjórflokkinn voðalega. 

Faðir Guðmundar var varaþingmaður fjórflokksins árin 1968 til 1971 og alþingismaður fjórflokksins árin 1971 til 1994.

Faðir Guðmundar var svo Seðlabankastjóri fjórflokksins í nokkur ár eftir það.

Guðmundur er svo sjálfur alinn upp á ráðherraheimili fjórflokksins, að vísu ekki ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, heldur á Arnarnesinu.   

Faðir hans var ráðherra fjórflokksins í hálfan annan áratug og forsætisráðherra helminginn af þeim tíma.  

Og fjórflokksmenn af vestfjörðum, og seinna úr Reykjanesinu, aðstoðuðu  við stjórnmálauppeldi Guðmundar.     

Guðmundur varð svo varaþingmaður fjórflokksins árið 2007 og alþingismaður fjórflokksins árið 2009. 

Ekki veit ég annað en að þessir langfeðgar séu sómamenn.  

Þeir langfeðgar hafa því dvalið í reykfylltum bakherbergjum fjórflokksins, eða legið á skráargatinu, nær samfleytt frá árinu 1934. 

Nema þessi ár sem Guðmundur var í heimspekináminu og þar til hann mætti sjálfur til leiks í fjórflokknum. 

Og að hann tengist þá bara ekkert við meinta voðalegu spillingu fjórflokksins í fortíðinni. 

Stenst varla er það? 

Forréttindi byggð á erfðum og ætterni er svo fyrirbæri sem nær aftur á miðaldir og lengra. 

Svo ekki er sú hugmynd svo ný að Guðmundur eigi að erfa þingsæti og ráðherrastól eftir pabba og afa. 

Sú hugmynd að hér byggist upp einhverjar stjórnmálaættir eða sérstök stjórnmálayfirstétt. 

Getur varla verið til þess fallið að minnka spillingu.

Er það? 


mbl.is Kannski fleiri en einn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að í raun sé "Gumsi" ekki nokkur foringi, miklu frekar villuráfandi sauður sem er ekki líklegur til að láta neitt sópa að sér í pólítíkinni. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 18:33

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Kristján.

Þannig hefur Guðmundur einnig komið mér fyrir sjónir. 

Pabbi hans var ákaflega viðræðugóður maður, við alla sem urðu á hans vegi.  Fínn og skemmtilegur kall.

Guðmundur er hins vegar svo feiminn að hann þorir ekki að heilsa þó að hann sé manni samferða.    

Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 19:04

3 identicon

Steingrímur var stórmenni en það er ekki gefið að synir erfi slíkt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 19:59

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Nei Guðmundur er líklega feiminn eins og móðir hans, frú Edda.

Steingrímur var allt frekar en feiminn. 

Viggó Jörgensson, 8.12.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband