Setur svo upp ratsjárstöð fyrir kínversk stjórnvöld. Þetta þarf í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Til Kína sést ekki utan úr geimnum fyrir mengun.

Efnaðir Kínverjar vilja greinilega eiga skjól í veröldinni þar sem þeir geta andað að sér hreinu lofti.

Hér er samt um stórhættulega þróun að ræða.  

Með sama áframhaldi verður Íslendingum meinað að fara frjálsir um land sitt. 

Hálendið skal vera ævarandi sameign Íslensku þjóðarinnar. 

Girða verður fyrir að erlendir auðkýfingar geti keypt upp landið. 

Það myndi aðeins enda með að Íslendingum yrði bönnuð för um stór svæði landsins.

Hins vegar kemur vissulega til greina að leigja manninum land undir ferðaþjónustu.

Þá kemur í ljós hvort ásetningur hans er aðeins ferðaþjónusta eins og hann segir. 

Það ætti að vera velkomið.

Hitt gæti einnig gerst að Kínverjar gerðu sig mjög heimakomna á svæðinu.

Settu upp hernaðarmannvirki eins og ratsjárstöðvar og fleira. 

 

 


mbl.is Tugmilljarða fjárfesting á Fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hernaðarmannvirki og ratsjárstöðvar.. ??? Er það ekki leyfisskyllt... ??  En girðingar og skilti sem segja aðgangur bannaður er eitthvað sem þarna verðu klárlega bara spurning hversu stór girðingin er..

Ef af verður þá er þetta örugglega hugsað fyrir Kínverska auðmenn og þeirra gesti.. fyrst og fremst...

Eiður Ragnarsson, 25.8.2011 kl. 16:22

2 Smámynd: Birna Jensdóttir

Hvar er nú Svandís Svavars og gengið?Eiga þau ekki að tækla þetta?Eða Steingrímur og Jóhanna?Kínverji að kaupa fleiri þúsund hektara lands fyrir ferðaþjónustu,nei hættið nú alveg.

Birna Jensdóttir, 25.8.2011 kl. 16:53

3 identicon

Kannski að slaka aðeins á. Þetta er eignarland sem hann kaupir, landeigendur ráða hvort þeira selja eða ekki, nóg er þegar búið að taka af bændum og landeigendum í þjóðlendumálunum. Ríkið heldur líka eftir sínum hluta í jörðinni.

Ingi St. Þorst. (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 20:06

4 identicon

Hins vegar er ásetningur þessa einstaka manns tilefni til vangavelta. En ég skil landeigendurar sem selja líka.

Ingi St. Þorst. (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 20:14

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Við erum alveg slök hérna.

Ríkið og sveitarfélagið á bara að taka forkaupsréttinn.

Svo er hægt að leigja manninum hæfilegt land undir hans starfssemi. 

Eða selja honum hæfilega stórt svæði fyrir hans starfsemi.

Án vatnsréttinda og nokkurra auðlinda í þjóðareign.  

Viggó Jörgensson, 26.8.2011 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband