Þessir læknar eru sérfræðingar á þessu sviði. - Eðlileg lyfjagjöf.

Grétar Sigurbergsson er sá geðlæknir sem mest hefur sinnt ADHD og hefur gert það bæði faglega og vel.

Hinir læknarnir eru einnig geðlæknar eða sérfræðingar á sviðum sem sérstaklega snýr að þessum málaflokki. 

Þetta er ekki merkilegra en að krabbameinslæknar ávísi mest af krabbameinslyfjum. 

Sóðafréttamennska að gera þessa menn tortryggilega.

Í Kastljósi er vitnað í eitthvað minnisblað til ráðherra sem er skrifað af fullkomnu þekkingarleysi og innheldur mest rangfærslur. 

Á síðustu öld gekk ég vaktir á geðdeildum Landsspítalans og veit að þetta eru öndvegismenn ýmist bæði af eigin reynslu og afspurn.  

Þeir sem þurfa á þessum lyfjum að halda, þurfa þess flestir til langs tíma.

Miðað við þá forsendu eru þessir dagskammta útreikningar ekki réttir.

Flestir vita að öll lyf eru gefin í mismunandi skömmtum eftir mati læknis hverju sinni. Fer það eftir alvarleika veikindanna, aldri og líkamsþyngd sjúklings. 

Enda sést að þarna er reiknað með svipuðum skammti fyrir alla sem fær ekki staðist. 

Séu tölurnar reiknaðar upp, sést að þeir Grétar, Garðar og Ómar ávísa stærri skömmtum enda eru þeir með fullorðna sjúklinga. 

Þeir Grétar og Garðar sjá greinilega sína sjúklinga á þriggja mánaða fresti og ávísa stærri dagskömmtum en Ómar sem sér sína sjúklinga á tveggja mánaða fresti. 

Það þarf ekki að þýða neitt annað en að Ómar sé með yngri sjúklinga eða beiti einnig öðrum  aðferðum en lyfjagjöf.

Þeir Stefán og Gísli eru með mun minni dagskammta enda eru þeirra sjúklingar ungmenni og börn.  

Stefán er með fötluð börn og skrifar eðlilega stærri dagskammta en Gísli.  

Hins vegar er sjálfsagt að líta eftir því hvort einhverjir sjúklingar selji lyfin sín. 

Contalgin (morfín) gátu ekki einu sinni dauðvona sjúklingar fengið að hafa heima hjá sér fyrir 15-20 árum. 

Þyrftu þeir á því að halda kom hjúkrunarfræðingur heim og gaf þeim sprautu. 

Í þeim málaflokki gæti eitthvað hafa farið út af sporinu sem sjálfsagt er að athuga.  

  


mbl.is Ávísuðu lyfjum fyrir 160 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Það er verulega ómaklega vegið að Grétari Sigurbergsyni með þessum fréttaflutningi. Grétar er á nokkurs vafa fremsti sérfræðingur okkar Íslendinga á sviði geðlækninga og þá sérstaklega ADHD. Þó það sé nauðsinlegt að stemma stigu við misnotkun á þessum lyfjum er svona æsifréttamennska forkastanleg. Það er búið að dæma mannin og það af fólki sem hefur ekki hundsvit á málefninu. Andið með nefinu og leyfið manninum að skýra sitt mál. Ég get vitnað um það að þar er vandaður maður á ferðinni sem af heilindum vill hjálpa sýnum sjúklingum. Þið finnið ekkert óhreinnt mjöl í pokahorninu á þeim bæ.

Árni Karl Ellertsson, 31.5.2011 kl. 01:52

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Árni Karl.

Enda skulu þessir menn heldur ekki komast upp með að troða mannorði Grétars ofan í skítinn. 

Þarna er einhver fjölmiðlamaður í herferð

sem virðist vegna eigin neyslu á áfengi

hafa mögulega vanrækt að hugsa um dóttur sína með hörmulegum afleiðingum. 

Og auðvitað er það ömurlegt og sárt og maðurinn á alla samúð okkar.

En hann á að taka sína sök á sig. 

Ekki kveikja galdrabrennur til að koma sökinni á aðra. 

Og ríkissjónvarpið á að kynna sér málin áður en þar er hlaupið upp til handa og fóta.

Það gerði Þórhallur Gunnarsson mjög vel. 

Sigmar á mikið ólært. 

Viggó Jörgensson, 31.5.2011 kl. 02:47

3 identicon

Mér fannst fréttaflutningur þinn Viggó vera gott innlegg í umræðuna þar sem þú lagðir þig fram um að skýra muninn á skammtastærðum á milli lækna sem vinna með börn og fullorðna. en þegar ég sá athugasemd þína hér að ofan misstir þú allan trúverðuleika. Afar ósmekklega að föðurnum vegið að mínu mati. Það er full ástæða til að ræða þessi mál opinskátt, með þeirri von að tekið verði á málunum. Lyfseðilskyd lyf flæða um göturnar án þess að nokkuð sé gert til að stöðva það. Þú hefðir verið betri malsvari Grétars með öðrum málflutningi.

Gréta (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 06:37

4 identicon

það er önnur hlið á þessu máli lika. Nú er ég ekki að gera lítið úr þessum vanda það skal skýrt tekið framm samt. Ég er einn þeirra sem er búin að vera að taka Concerta í tvö ár og minn læknir er á þessum lista. Ég tek mitt lyf alla morgna með mínu lýsi áður en ég fer í vinnu.

 þetta lyf og greining mín gjörbreitti mínu lífi til hinns betra. Við erum ekki öll dópistar og læknirin minn er ekki dópsali. Fólk er farið framm úr sér hér og ætti kannski að fara að staldra aðeins við núna áður en menn fara lengra með þessa umræðu sem þó var fullþörf á.

óli (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 08:54

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viggó og Árni Karl. Tek undir hvert orð hjá ykkur.

Grétar Sigurbergsson er búin að bjarga mörgum fullorðnum inn á rétta braut með fagmannlegum lyfjagjöfum og lækningum, sem hefur sparað samfélaginu gríðarlega mikinn kostnað, svo ekki sé talað um líðan fólks. Ómeðhöndlaðir ADHD-sjúklingar eru gífurlega dýrir fyrir samfélagið, en sú hlið á málunum er aldrei dregin fram í dagsljósið. Grétar er mjög vandaður maður og sérfræðilæknir á þessu sviði. Það er alveg horft fram hjá þeirri staðreynd, og að honum er treystandi fyrir lyfjagjöfum.

Ég ætla að vona að það sé vegna fáfræði fréttamanna og Kastljóss-Sigmars, en ekki einhverju verra og óvandaðra, sem þeir draga ekki upp rétta mynd af staðreyndum mála. Það er látið líta út eins og fullornir eigi ekki að þurfa á þessum lyfjum að halda, sem er hrein og klár lygi, og mjög alvarlegt að koma fram með slíkar fullyrðingar opinberlega! Ætlar kerfis-eineltinu gagnvart ADHD fólki aldrei að linna? Erum við ekki á 21 öldinni? Eða eru Íslendingar alveg stoppaðir á 20 öldinni í þessum málum?

Það virðist ekki skipta þetta fólk, sem flytur svona lyga-fréttir, neinu máli að fullornir með ADHD eiga líka börn, sem lenda oft illa í því, ef foreldrarnir fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa! Hvar er nú umhyggja Sigmars fyrir börnum fullorðinna með ADHD, sem gætu orðið næstu fórnarlömb götusalanna vegna vanrækslu lækna á greiningum og lyfjagjöfum foreldranna?

Fáfræðin og fordómarnir eru á svo háu stigi hér á landi um þessi mál, að verður að teljast vanþróað, svo vægt sé til orða tekið.

Sigmar skal ekki komast upp með að gera Grétar Sigurbergsson tortryggilegan í sínu frábæra starfi við að bjarga fullorðnu ADHD fólki! Það ætti frekar að beina Kastljósinu að þeim sem ekki sinna sínum sjúklingum jafn vel, og á vandaðan hátt og Grétar Sigurbergsson. Sigmar ætti að biðjast opinberlega afsökunar á að draga þessa lækna fram í tortryggilegt ljós í Kastljósi með villandi tölum!

Stefán Hreiðarsson er svo færasti barnageðlæknirinn á þessu sviði, og er búinn að sinna ADHD börnum í kringum 30 ár, svo það, ásamt því að hann er mjög vandaður sérfræðilæknir og maður, skýrir hvers vegna hann hefur flest börn með ADHD í lyfjameðferð. Hver myndi ekki velja vandaðasta og færasta lækninn fyrir sitt barn með svona röskun, til að gæta öryggis barnsins sem best?

Ef Sigmar fær ekki Grétar Sigurbergsson og Stefán Hreiðarsson í þáttinn hjá sér, þá fer ég að halda að hann sé að vinna þessa þætti fyrir lyfjamafíuna, sem engum vill hjálpa, en rugla alla í ríminu með sínar lygar! Hann sleppur ekki frá þessu svona létt! Hvers vegna er ekki talað meira við þessa tvo vönduðu sérfræðilækna á þessu sviði, í fjölmiðlum landsins um þessi mál? Eru þessir sérfræðilæknar of vandaðir og færir til að taka þátt í lyfjamafíu-leikriti fjölmiðlanna?

Ég er ekki búin að segja mitt síðasta orð um þessa óvönduðu og rangtúlkuðu fréttamennsku um þessa tvo lækna, Grétar og Stefán.

Hina læknana sem taldir voru upp, þekki ég ekki nóg til að tjá mig um þá, en reikna fastlega með að þeir séu einfaldlega að vinna sína vinnu af heilindum. Alla vega trúi ég því þar til annað kemur í sannleiks-dagsljósið.

Það passar greinilega ekki lyfjamafíunni að til séu vandaðir læknar eins og þessir, sem hjálpa fólki af fagmennsku og heilindum! Fagmannleg læknishjálp með réttri lyfjagjöf gæti nefnilega fækkað viðskiptavinunum mafíunnar á götunni!!!

Ég er svo reið út í Sigmar fyrir þetta rugl, eins og ég gladdist innilega yfir að nú yrði tekið á þessum málum! En nú á víst að reyna að taka botninn úr gagnsemi þessarar umfjöllunar! Það gat nú verið, og ekki von á öðru í þessu lyfjamafíu-landi, þar sem öllum sannleika er snúið á haus! En það skal ekki takast með þessi mál, því mörg líf eru í húfi!

Það verða allir að vera vel vakandi á gagnrýnisvaktinni til að veita svona rangtúlkunar-fáfræði-fréttamennsku það aðhald sem er nauðsynlegt!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2011 kl. 08:58

6 identicon

Alveg innilega sammála Önnu hér að ofan! þessi umræða er fáránleg orðin! Ég verð að segja það að mig hlakkar nú ekki til að standa fyrir framan fólk og með þessar þrjár dollur sem ég fæ af lyfjunum mínum sem ég fæ á þriggja mánaða fresti næst í apotekinu! Verð þá sennilega spurður hvort ég vilji fá sprautu líka eða hvort ég sé nú ekki með Morfín líka jafnvel!

 En svona án gríns þá er það ekki gaman að vera á e h dóplista hér sem einn af 107 hjá mínum lækni sem er góður maður og góður læknir sem er verið að gefa í skin hér að sé dópsali og ég er þá væntanlega dópisti???

óli (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 09:09

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur innlitið. 

Sigríður Anna, þetta er besti pistill sem þú hefur skrifað. 

Gréta þú ættir frekar að hafa áhyggjur af trúverðugleika þeirra Sigmars og föðurins. 

Þeir hafa ekki unnið heimavinnuna sína áður en þeir fóru að vaða í þessa ritalín umræðu.

Aðgæsla í Contalgin (morfín) er sígilt mál og í þeim málaflokki má aldrei slaka á. 

En þar má ekki vaða í t. d. krabbameinslækna og nánast segja þá læknadópsala bara af því að þeirra sjúklingar þurfa mest morfín.   

Viggó Jörgensson, 31.5.2011 kl. 10:58

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viggó. Ég veit ekki hvern er verið að tala um hér sem föður sem vanrækti dóttur sína.

Enda kemur það málinu ekkert við, og ég hef engan áhuga á að vita um einhverjar Gróusögur í þessari umfjöllun. Það er nóg komið af slíku rugli, sem einungis brýtur fólk niður, og stendur í vegi fyrir að raunveruleikinn sé ræddur út frá staðreyndum.

Það er ekki vel gert gagnvart neinum, að setja hlutina í svona fáránlegt samhengi.

Það er enn ein fáfræðin og fordóma-ruglið, að það sé foreldrum að kenna að börn og unglingar leiðist út í neyslu! Þvílík fjarstæða að halda slíku fram! 

Það er mjög alvarlegt að koma með svona innistæðulausar, ósanngjarnar og niðurbrjótandi ásakanir, og hjálpar engum í þessari umræðu, en skaðar mjög marga foreldra enn meir en orðið er. Það er nefnilega nógu erfitt fyrir foreldra að horfa upp á börnin sín í svona sporum, og jafnvel missa þau, þótt ekki komi svona innistæðulausar fordóma-fullyrðingar í viðbót við allt annað álag og skilningsleysi í kerfinu.

Sannleikurinn er sá að börn með röskun, sérstaklega ofvirkni/athyglisbrest/hvatvísi (ADHD) fá oft ekki vandaða greiningu og lyf, fyrir viðkvæm unglingsárin, og þá eru þau í þeirri hættulegu stöðu að leita sér sjálf að lausnum (læknamafíu-lyfjum á hverju götuhorni/skólahorni) við röskuninni til að ná að virka eins og þröngsýnt skóla-kerfið krefst af þeim. Það er í mörgum tilfellum of seint að koma með greiningar, þegar barn er komið á viðkvæm unglingsár.

Börn fá ekki að vera þau sjálf í mörgum grunnskólum, og þar af leiðandi er skólakerfið hættulegt börnum með svona röskun, því hvergi er þröngsýnin og áhugaleysið meira en í skólum landsins, þegar kemur að ADHD. Margir kennarar hafna því gjörsamlega að hægt sé að bæta líðan barna með mataræði í stað lyfja, svo þó foreldrar vilji reyna að fara þá leið, þá stendur staðnað og þröngsýnt skólakerfið í vegi fyrir því!

Börn skulu sitja kyrr í 45 mínútur þótt þau séu ofvirk og einbeita sér þótt þau sé með athyglisbrest. Ef þau geta það ekki eru þau skömmuð og niðurlægð. Þau eru höfð sem blórabögglar fyrir kennara og nemendur. Það er alveg eins hægt að segja blindum manni að lesa! Ég er ekki að alhæfa, en þetta viðgengs í of mörgum skólum!

Og þó skal foreldrum kennt um allt sem misvel gengur í skólunum? Þetta er andlegt ofbeldi skólakerfisins! Og engin stofnun tekur á þessu vandamáli, því skólakerfið er ofverndað, á kostnað barna með röskun, eða passa ekki inn í þröngsýnis-heilþvotta-rammann!

Þar byrjar niðurbrotið á þessum börnum, og þau eru skyldug til að mæta í skólana, sama hvernig þau eru andlega niðurbrotin og hafnað sem sjálfstæðum, ólíkum persónum þar! Útkomuna sjáum við meðal annars í fíkniefna-undirheimunum!

Engin kerfis-stofnun tekur á vanrækslu skólanna á þessum börnum. Kennarar og skólastjórar rannsaka sjálfa sig, og allt kerfið spilar með í þessu vanrækslu-kerfi! En foreldrarnir verða fyrir margföldu einelti og ósanngjörnum ásökunum ásamt börnunum! Svona er þetta í allt of mörgum tilfellum, og verðugt verkefni fyrir Sigmar í Kastljósinu og fleiri að kynna sér staðreyndir mála!

Sjálfs-lyf-lækningar barna og unglinga enda með ósköpum í svo alltof mörgum tilfellum, eðlilega, eins og sorglegar staðreyndir sýna.

Það er hagur lyfjamafíunnar að sem fæstir fái vandaða greiningu og rétta lyfjagjöf, því þá hafa lyfjafyrirtækin og baktjalda-mafíur götusalanna fleiri viðskiptavini. Þetta er sannleikurinn sem lyfjamafían vill halda leyndum með alls kyns lygafréttum og rugl-áróðri! Þetta er hræðilegur sannleikur! 

Afsakið langar athugasemdir mínar, en það er bara nauðsynlegt að setja hlutina í rétt samhengi til að hægt sé að skilja þetta allt. Og sannleikurinn verður að koma fram, ef á að vera gagn af þessari umfjöllun! Við þurfum ekki fleiri blekkingar og fordóma-fáfræði-alhæfingar fréttamanna og hagsmunaaðila innan kerfisins svikula!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2011 kl. 11:41

9 identicon

Ég á ekki til eitt einasta orð. Finnst þvílíkt írafár vera gert og er líka alveg viss um að einhver ætlar sér það einmitt, því hver græðir á írafárinu ??? Jú væntalega sá seki.

En finnst mér þurfa að fara varlega, það er verið að eyðileggja mannorð þessara lækna í öllum fjölmiðlum, hver þeirra er sekur og hver er saklaus ( ekki gleyma því heldur )?? Getum við sjálf dæmt um það ?? með þessum látum finnst væntalega ekki sá seki, því úlfúðin og lætin eru svo rosaleg að það liggur við að fólk sé farið að grýta þessa lækna á götum úti.

Auðvitað þarf að bæta eftirlitið með lyfjagjöfum, sameiginlegur gagnagrunnur ætti fyrir það fyrsta að vera til staðar, svo sumir „sjúklingar“ geti ekki gengið á milli lækna til að fá meiri lyf jafnvel eingöngu til að selja þau. Dæmi eru um að 3 mismunandi apótek hafi afhent sama lyf til sama einstaklingsins á sama deginum, óhugnalegt ekki satt ? En ég vil kenna aðgerðaleysi yfirvalda um, e-h sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með gæðaeftirliti og lyfjaeftirliti almennt. Kennitala einstaklings á að birtast og allar upplýsingar varðandi hann hjá þriðja aðila hvort sem þú varst hjá lækni eða í apóteki, allt starfsfólk innan heilbrigðisgeirans er bundið trúnaði ( hvort sem það heldur hann eða ekki ) þannig að eftirlitið á að vera í gagnagrunni ( tölvutækt ) og svo hjá mannlegu auga sem vinnur við að taka á móti eða afhenda lyf.

Annað er að til þess að fá þessi lyf þarf að gangast undir greiningu ( kostnaðurinn fyrir fullorðinn einstakling var fyrir 2 árum 90.000 ) og í kjölfarið eru tímar hjá geðlækni ásamt lyfjagjöf, ég þekki þess dæmi að einstaklingur sem hefur liðið illa alla ævi fékk loksins betri líðan með þessari lyfjagjöf og samtalsmeðferð. Þessi einstaklingur er í dag hræddur við að sækja lyfin sín í apótekið vegna þessara umfjöllunar.

Hugsum áður en við framkvæmum, það er það minnsta sem við getum gert. Þessir læknar vilja fá lausn á þessu máli sjálfir, en ætli það verði hægt núna vegna írafársins sem orðið er í þjóðfélaginu, hvaða stétt verður tekin fyrir næst ?

Ég fagna því að Jóhannes Kr hafi opnað þessa umræðu og sé að rannsaka málið, en hún verður að vera málefnalegri en hingað til hefur verið í blöðunum og hjá almenningi. Af hverju þessi ofsa hræðsla í fólkinu ?Ja maður spyr sig !!

Harpa (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 12:08

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Anna Sigríður.

Þessi seinni grein er einnig mjög góð hjá þér.

Ég veit ekki um neinn föður sem vanrækti dóttur sína.

En ég minntist á föður sem hefur sjálfur sagt frá eigin vandræðum með áfengi.

Og ég minntist á föður sem líður illa af því að hann mögulega vanrækti dóttur sína.

Hann væri þá ekki sá fyrsti sem væri í sjálfsásökun eftir að missa ástvin sinn.

Og ef hann sér einhverja sök hjá sjálfum sér á hann að ræða það við fagfólk

og vinna svo úr því undir handleiðslu þess.    

En það er hvorki til bóta að ásaka sjálfan sig ranglega né að ofsækja aðra að óathuguðu máli. 

Það er ekki rétt aðferð til að vinna sig úr sorginni.

Mér er fullkunnugt um að margir foreldrar gerðu allt rétt en misstu barnið sitt samt í vandræði.

Ég byrjaði að kynna mér þennan málaflokk árið 1976.

Og byrjaði að ræða fíkniefnaforvarnir við æðstu menn þjóðarinnar árið 1981.

Viggó Jörgensson, 31.5.2011 kl. 13:12

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Harpa.

Það er heldur ekki nægilega afmörkuð skil á milli umræðu um ritalín og morfín. 

Það er ekkert nema eðlilegt að geðlæknar ávísi ritalínlyfjum. 

En það gæti mögulega verið óeðlilegt að aðrir læknar ávísi þeim,

nema að geðlæknir hafi sagt að viðkomandi skuli taka þau, að undangenginni rannsókn. 

Ég hef enga trú á að hægt sé að fá þau lyf hjá mörgum læknum á sama tíma.  

Morfín málaflokkurinn er bara allt annað mál.

Þar er miklu erfiðara að ákvarða hver þurfi morfín, hversu mikið og hve lengi. 

Þar geta veikindin verið algerlega tímabundin s. s. hjartaáfall eða slys. 

Eða langvarandi og mjög alvarleg.

En svo byrja vandræðin í greiningu varðandi þá sem segjast aldrei ná sér góðum

og vilja vera á þessum lyfjum inn í eilífðina.

Þar eru vafalaust einhverjir að segja satt og aðrir að ljúga.

Og þessir sem eru að ljúga rápa á milli lækna og bera sig mjög illa. 

Það er miklu alvarlegra mál

ef hægt er að fá sömu lyfin frá þremur læknum í gegnum þrjú apótek sama daginn.  

Viggó Jörgensson, 31.5.2011 kl. 15:06

12 identicon

Komið þið sæl!

Ég er hjartanlega sammála Önnu Sigríði. Ég þekki ekki Grétar Sigurbergsson eða Stefán Hreiðarson og hef einungis heyrt þeirra getið sem frábærra lækna. Hins vegar þekki ég Gísla Baldursson og Garðar Sigursteinsson og þar eru heiðursmenn á ferð. Fáránlegt að draga nöfn þessara lækna fram í þessarri umræðu - jafn fáránlegt og að draga nöfn krabbameinslækna eða jafnvel gigtarlækna, sem skrifa til dæmis upp á lyrica, sem var eitt lyfið sem sýnt var í Kastljósinu.

Árný Örnólfsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 18:25

13 identicon

Fínt að hrista aðeins upp í kerfinu. Það var verið að birta staðreyndir, af hverju verður allt vitlaust?

Þar sem þessir læknar eru allir „heiðursmenn" og hafa ekkert að fela þá er þetta ekkert mál. Þeir geta væntanlega fært fagleg rök fyrir þessu öllu saman.

Ef lyf sem einhverjir læknar ávísa flæða í undirheimunum vegna óheiðarlegra skjólstæðinga sem misnota sér þessa „heiðursmenn" þá vilja þeir væntanlega vita af því svo hægt verði að stoppa það af.

Það hljóta allir að stefna að sama marki, þ.e. að stöðva þetta svo fólk sem ætti að eiga framtíðina fyrir sér eigi sómasamlegt líf. Ávinningurinn af því er mikill, fyrir einstaklingana sjálfa, fjölskyldurnar í landinu og landið í heild sinni.

Ég þekki líka til tveggja af þessum lækum, annan af mikilli fagmennsku, hinn ekki. Finnst engin ástæða til að nafngreina menn í því tilliti.

Gréta (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 16:27

14 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Gréta.

Læknisstarfið er nú einu sinni þannig starf að ekki er hægt að hafa alla ánægða, sama þó að menn reyni sitt besta. 

Og það eigi ef til vill við um flest störf þá er starf læknisins einstaklega persónulegt og því óskaplega viðkvæmt. 

Ég fór einu sinni í smáskurðaðgerð sem heppnaðist ekki nægilega vel ég gæti sagt að eftirmeðferðin hafi ekki verið nægilega fagleg. 

En þar með get ég alls ekki sagt að þessir skurðlæknar vinni ekki faglega.  Þetta var óhappatilvik og unnið eins og þá tíðkaðist.  

En hvað um það.

Lyfjastofnun fylgist með útgáfu lyfseðla á svokölluð eftirritunarskyld lyf. 

landlæknir hefur einnig haft þennan málaflokk undir smásjá. 

Það væri þá búið að svipta þessa menn leyfi til að ávísa þessum lyfjum

ef þetta væri svona voðalegt eins og Kastljós greinir frá. 

Umræðu um ávísun á ritalínlyf er blandað saman við umræðu um ávísun á morfínlyf.  

Það er bara ekki rétt nálgun. 

Viggó Jörgensson, 1.6.2011 kl. 20:11

15 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæl Gréta.

Læknisstarfið er nú einu sinni þannig starf að ekki er hægt að hafa alla ánægða, sama þó að menn reyni sitt besta. 

Og þó að það eigi ef til vill við um flest störf, þá er starf læknisins einstaklega persónulegt og því óskaplega viðkvæmt. 

Ég fór einu sinni í smáskurðaðgerð sem heppnaðist ekki nægilega vel.  Ég gæti sagt að eftirmeðferðin hafi ekki verið nægilega fagleg. 

En þar með get ég alls ekki sagt að þessir skurðlæknar vinni ekki faglega.  Þetta var óhappatilvik sem unnið var úr eins og þá tíðkaðist.  

En hvað um það.

Lyfjastofnun fylgist með útgáfu lyfseðla á svokölluð eftirritunarskyld lyf. 

Landlæknir hefur einnig haft þennan málaflokk undir smásjá að undanförnu og reglur hafa verið hertar. 

Það væri þá búið að svipta þessa menn leyfi til að ávísa þessum lyfjum

ef þetta væri svona voðalegt eins og Kastljós greinir frá. 

Umræðu um ávísun á ritalínlyf er blandað saman við umræðu um ávísun á morfínlyf.  

Það er bara ekki rétt nálgun. 

Viggó Jörgensson, 1.6.2011 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband