Er þetta rétti árstíminn fyrir svona flutninga um hrygningarstöðvarnar.

Það er alveg furðulegt að leyfi skuli fást á versta árstíma til að stunda svona siglingar.

Eftir fjögur ár hefði þetta mátt bíða vorsins. 

Það getur ekki verið til bóta að fá fleiri skipsflök hér við hrygningarstöðvar þorsksins okkar. 

Alltaf er einhver olía í vélum, vélarrúmi og tönkum skipa og veldur hún að sjálfsögðu mengun á þessum viðkvæmu slóðum.

Á nýja Íslandi er ennþá allt leyfilegt.


mbl.is Ónýtur togari sökk við Suðurland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki típist með útgerð  valið heppilegt veður  eins og með frystihúsin í denn

bpm (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 23:21

2 Smámynd: Daði Hjálmarsson

Það hlítur að vera eigendur skipsins sem ákveða að flytja það núna (niðurrifsstöðin). En þetta hlítur nú bara að vera gott mál því þarna geta seiði og smá fiskar synnt um og fengið skjól frá stærri rándýrum!

Mig minnir að í BNA hafi gömlum skriðdrekum verið hent í stórum stíl í sjóinn til að búa til góðar uppeldisstöðvar fyrir fiskana. 

Ég held að nokkrir lítrar af smurolíu í vélum muni ekki valda nokkrum skaða en í svona litlu magni ætti hún að brotna niður á skömmum tíma!

Daði Hjálmarsson, 20.2.2011 kl. 11:49

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

bpm

Ég held að útgerðin verið búin að selja skipið í brotajárn.  

Ef brotajárnseigandinn fær meira fyrir skipið sokkið væri það verkefni fyrir okkar glæsilegu rannsóknarblaðamenn að finna út úr.

Bkv Viggó.  

Viggó Jörgensson, 20.2.2011 kl. 13:36

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar skip sem verið hefir í eigu einhverja baslara sekkur, þá læðist sá grunur hvort um misferli með tryggingasvik sé á ferðinni? Það er „vinsælt“ hjá sumum bröskurum að tryggja hagsmuni og láta síðan tryggingaviðburð verða með þeirri von að ná meira fé úr höndum tryggingafélags en fæst fyrir skipið í brotajárn.

Þá er spurning hvort einhver handvömm hafi orðið við undirbúning og drátt sem rekja má til saknæmra athafna eða athafnaleysis sem gæti reynt á lagaábyrgð.

Spurning er einnig hvort eftirlitsskyldir aðilar hafi brugðist. Dioxín hneykslið á Íslandi bendir til að mjög virðist vera mikil brotalöm á þessum málum sem tengjast umhverfi og öryggi.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2011 kl. 15:59

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Mosi díoxín hneykslið var mikið áfall fyrir ímynd hins hreina og heilnæma Íslands.

Þetta togaramál hlítur viðkomandi tryggingafélag að rannsaka.

Við höfum engar upplýsingar til að afgreiða mögulegt saknæmi hér í netheimum.     

Viggó Jörgensson, 20.2.2011 kl. 18:57

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já auðvitað hlýtur viðkomandi tryggingarfélag að kanna þetta mál og við sjópróf verður væntanlega fulltrúi þess viðstaddur.

Mörg dæmi um tryggingarsvik eða misferli eru kunn. Fyrir um 40 árum var gamall nýsköpunartogari, Egill Skallagrímsson, gerður út af ævintýramönnum frá Hafnarfirði. Skipið var nefnt öðru nafni Hafnarnes eða e-ð í þá áttina. Í lest skipsins hafði verið komið fyrir sprengju eða dýnamítshleðslu, að því er talið var. Að sögn aðstandenda skipsins, töldu þeir sig hafa lent á tundurdufli. Í stað stað þess að skipið færi niður á 5-10 mínútum eins og tíðkast undir slíkum kringumstæðum, þá var það einhverjar klukkustundir að sökkva! Það sem þeim sást yfir var að losa um botnventlana en það er alkunn aðferð við að sökkva skipum.

Eftirmál urðu vegna þessa enda með litlum líkum talið að skipið hefði sokkið vegna tundurdufls.

Nú er kannski ekki rétt að ýja að einhver ásetningur hafi verið að sökkva skipinu nú á dögunum en auðvitað er það alltaf grunsamlegt. Vonandi kemur ástæðan fyrir því að skipið hafi sokkið í væntanlegum sjóprófunum. Freistingin er alltaf fyrir hendi að tryggja vel og sýna síðan vítavert kæruleysi og jafnvel ásetning að tryggingarviðburður eigi sér stað.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.2.2011 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband