Hefur umboð 1,8% kjósenda - landráðamaður og þjóðníðingur.

1,8% kjósenda samþykkti icesave samning ríkisstjórnarinnar. 

92,3% hafnaði samningnum.

Ríkissstjórnin átti auðvitað að segja samstundis af sér. 

Þrátt fyrir að 93,2% íslensku þjóðarinnar hafi hafnað greiðslu icesave, hikar Steingrímur J. Sigfússon ekki við að lofa greiðslu á einhverju sem íslenskum almenningi kemur ekki við. 

Rannsóknarnefnd Alþingis staðfesti að greiðsluskylda er ekki fyrir hendi. 

Maðurinn hefur einbeittan brotavilja til að fremja landráð aftur og aftur með því að bera hagsmuni þjóðarinnar fyrir borð eins og það er orðað í almennum hegningalögum, í kaflanum um landráð. 

Það eru fleiri en Þór Saari sem telja að Steingrímur gangi ekki heill til skógar. 

Maðurinn er orðinn alveg sjóðandi vitlaus svo vægt sé til orða tekið.

Einhver alþingismanna ætti að taka á sig rögg og bera fram vantraust á Steingrím.  

Þjóðin þarf nauðsynlega að sjá hverjir treysta sér til að bera ábyrgð á þessum manni í ráðherrastól.  

 


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þatta er óskiljanlegt sem hann er að láta út úr sér. Hann segir þetta og Fosetinn annað... Hvaða fyrirmynd er hann að setja út til heimsins með þessum orðum sínum... Það er annað hvort að ómerkja hann sem persónu eða að öll Íslenska Þjóðin verði látin líta út eins og heilalausir hálvitar sem vita ekkert í sinn haus...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2010 kl. 12:51

2 identicon

Við vorum búin að lofa að borga þetta. Geir Haarde reið á vaðið, árni mathiesen samþykkti. Ingibjörg Sólrún líka. Ný Ríkisstjórn getur ekki bara sagt allt í plati. Nógu slæmt er orðspor þjófaþjóðarinnar samt og megum við sem aldrei kusum þjófana sitja uppi með það líka. Þið hættið bara ekki. Stela meira, stela meira hrópið þið. Svei ykkur

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 13:40

3 identicon

" Eiga lög nr.1/2010 að halda gildi?“ Var kosið um, ekki hvort við vildum borga eða ekki. Lög nr. 1/2010 eða Lög um breytingu á lögum nr. 96/2009 fjalla um....: "......Landsbankinn, ásamt öðrum stórum íslenskum bönkum, féll í október 2008. Þá kom í ljós að íslenski tryggingasjóðurinn var fjarri því að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart eigendum Icesave innistæðanna. Stjórnvöld Í Bretlandi og Hollandi ákváðu fljótlega að bæta sjálf Icesave innistæðueigendunum það tjón sem íslenski tryggingasjóðurinn gat ekki staðið undir og krefja svo sjóðinn og íslensk stjórnvöld um endurgreiðslu þeirra bóta. Upp hófust þá miklar deilur, bæði innanlands á Íslandi og á milli stjórnvalda á Íslandi annarsvegar og í Bretlandi og Hollandi hinsvegar, um það hvort að til staðar væri lagaleg ábyrgð íslenska ríkisins á skuldbindingum tryggingasjóðsins og það hvernig haga ætti greiðslum til Bretlands og Hollands ef fallist væri á greiðsluskylduna.

Samningar náðust á milli íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda um að íslenska ríkið myndi ábyrgjast endurgreiðslu á lánum sem bresk og hollensk stjórnvöld myndu veita íslenska tryggingasjóðnum. Frumvarp til staðfestingar því samkomulagi var lagt fyrir Alþingi í júní 2009. Í meðförum þingsins var hinsvegar bætt við ýmsum fyrirvörum um ábyrgð íslenska ríkisins og endurgreiðslur lánanna. Frumvarpið ásamt með fyrirvörunum var samþykkt af Alþingi þann 28. ágúst 2009 og varð að lögum nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skrifaði undir lögin þann 2. september 2009 en gaf þá jafnframt út yfirlýsingu þar sem fram kom að fyrirvarar Alþingis við ríkisábyrgðina væru forsenda staðfestingarinnar."

http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0aratkv%C3%A6%C3%B0agrei%C3%B0sla_um_framt%C3%AD%C3%B0argildi_laga_nr._1/2010

Lög nr. 96/2009 eru í fullu gildi.

Gloom (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 13:48

4 Smámynd: Landfari

Það er engin spurning að Íslendingar standa við skuldbindingar sínar. Það hefur aldrei annað komið til greina og um að eru nær allir landsmenn sammála.

Það sem menn eru hinsvegar ekki alveg sammál um er hverjar þessar skuldbindingar eru. Meirihluti þjóðarinnar virðst á þeirri skoðun að Icesave séu ekki skuldbindingar þjóðarinnar heldur þeirra sem að Icesave stóðu. Þeirri skoðun vex stöðugt fylgi, ekki bara meðal Íslendinga heldur einnig málsmetandi manna erlendis.

Meðan málið er ekki frágengið held ég að best væri að Steingrímur héldi sig til hlés. Ég sé ekki í fljótu bragði að hans ummæli þjóni hagsmunum Íslendinga. Hann á fullan réttá því að þegja og það sem hann segir gæti veirð notað gegn honum. 

Landfari, 18.9.2010 kl. 13:53

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Við lofuðum að greiða það sem okkur bæri.

Rannsóknarnefnd Alþingis staðfesti að okkur ber ekki að greiða umfram það sem átti að vera í Tryggingasjóðnum.  

Það vissum við mörg frá upphafi. 

Unga fólkið okkar ætlar ekki að búa við skert lífskjör í framtíðinni út af icesave. 

Það einfaldlega fer burt.  

Þannig að það verður ekkert greitt hvort eð er, þannig að það er bara fráleitt að þeir eldri geti lofað greiðslu upp í ermina á yngri kynslóðinni.     

Viggó Jörgensson, 18.9.2010 kl. 14:04

6 identicon

Það er enginn að gera kröfu um annað en það sem átti að vera í innistæðutryggingasjóðnum.

Gloom (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 14:19

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég held þú vitir ekkert hvað þú ert að segja Gloom. 

Annars vegar að hafa 1% af innstæðum í Tryggingarsjóðnum sem við ráðum alveg við og eigum að borga -

eða hins vegar að ábyrgjast 20.857 evrur á hvern reikning sem er gífurleg upphæð og við höfum engin efni til að greiða

-enda ber okkur engin skylda til þess og lofuðum því aldrei.  

Viggó Jörgensson, 18.9.2010 kl. 18:53

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Af hverju er Björgólfur T Björgólfsson ríkasti maður landsins?

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband