Ögmundur getur ákært þau Jóhönnu og Steingrím.

Í þessu ljósi sést vel hversu fráleitt það er að stjórnmálamenn fari með ákæruvald yfir sjálfum sér.

Landsdómur er skipaður 6 embættisdómurum, prófessor og 8 fulltrúum stjórnmálaflokkanna.

Stjórnarskráin segir að sakaðir menn skuli fá réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól.

Það er verulega vafasamt að Landsdómur sé óvilhallur dómstóll þar sem meirihluti dómenda er þar á grundvelli stjórnmálaskoðana.

Svo segir stjórnarskráin að dómendur skuli fara með dómsvaldið.

Þar er ábyggilega ekki átt við að þeir séu jafnvel sendifulltrúar stjórnmálaflokka á Alþingi.

Í Landsdómi eru allir hið mætasta fólk en ekki einu sinni allir löglærðir.

Draga má í efa að þessir 8 dómarar löggjafarvaldsins séu dómendur í skilningi stjórnarskrárinnar.

Þá er einnig vafasamt að þessi málsmeðferð standist ákvæði 65 greinar um jafnræði.

Ekki má mismuna mönnum út af skoðunum þeirra.

Hvað er það að stjórnmálamenn ákæri andstæðinga sína?

Aðrir menn eru ákærðir af faglega ráðnum saksóknurum.

Þá segir í stjórnarskránni að dómvaldinu skuli skipað með lögum.

Alþingi getur sem sagt gert þetta; er hin lögfræðilega niðurstaða þrátt fyrir allt.

-------------------------------------------------------------------------------------------

Kanslari Þýskalands fékk fyrir stríð vald til að fella úr gildi öll mannréttindaákvæði í neyðartilfellum.

Hvers konar afbrigði í mannréttindamálum þarf að hreinsa úr löggjöf okkar.

Undir vissum kringumstæðum geta þau verið misnotuð með hræðilegum afleiðingum.

Lög um ráðherraábyrgð á að fella inn í almenn hegningalög.

Landsdóm á að leggja niður.

Ráðherrar ættu að sæta ákæru og dómi hjá hinu fastskipaða ákæru- og dómsvaldi.

-------------------------------------------------------------------------------------------

Skv. almennum hegningalögum gæti Ögmundur Jónasson sem dómsmálaráðherra ákveðið að ákæra þau Jóhönnu, Össur, Steingrím, Svavar, Indriða og fleiri eða færri -

fyrir landráð þar sem þau hafi borið hagsmuni ríkisins fyrir borð, í hinum svokallaða icesave samning.

Refsiramminn er 16 ár og þar með er fyrningartíminn 10 ár.

Dómsmálaráðherra eftir næstu eða þar næstu kosningar gæti líka ákveðið að fara í svona ákæruleik.

Ákæruvaldið í landráðamálum þarf einnig að flytja til ríkissaksóknara.

Annars ættu kannski landstjórnendur að huga að fjárveitingum til fangelsismála.


mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gamla danska stjórnarskráinn er mjög góð

bpm (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband