Bið þig þá afsökunar. En það þarf að ljúka málinu alveg.

Það er frábært að þetta komi fram. 

Ég bið þig þá afsökunar á mínum skrifum sr. Karl, sem byggjast á blaðaumfjöllun frá því árið 1996,

og enginn bar þá af sér að væri rétt lýst.

Það hefði hins vegar verið betra að þessi yfirlýsing hefði komið fram í mars 1996. 

Þá vantar skýringu á aðkomu Karls biskups að máli Stefaníu Þorgeirsdóttur ef það var. 

Og sömuleiðis aðkomu að máli konunnar sem var áreitt í Kaupmannahöfn en þau hjón voru fengin til að draga það mál til baka.  

Svo vantar skýringar á því hvort Kirkjan hafi gert upp við konu þá sem Birgir Ás kom að grátandi á bekk undir Ólafi Skúlasyni í  Bústaðakirkju. 

Þá þarf að koma skýrt fram að biskup og Kirkjuráð leggi fullan trúnað á frásögn Guðrúnar Ebbu. 

Guðrún Ebba getur leitt fram hundruð foreldra og nemenda er staðfesta að þar fari einstök sómakona.  

Særós Guðnadóttir áreitt 17 ára gömul árið 1972, er búið að gera upp við hana? 

Þá þarf Kirkjan að auglýsa eftir öllum þeim konum sem enn hafa ekki gefið sig fram.  

Og að lokum þarf Kirkjan að greiða öllum þessum konum hæfilegar miskabætur. 

Pax vobis cum.      


mbl.is Biskup: Tók ekki þátt í þöggun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir í gegnum Ásta Knútsdóttir: Heil helgi með Karli þar sem ég sagði honum frá nauðgunartilraun Ólafs
(það gerði önnur kona líka ) og þrátt fyrir þá upplifun og upplýsingar skrifar hann þessa lofræðu um 'Olaf nokkru árum eftir. Hann fullyrti að hann vildi og ætlaði að hjálpa mér !!!!!

Viggó! Ég vil svar við þessu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.8.2010 kl. 22:14

2 Smámynd: Benedikta E

Biðja afsökunar á hverju Viggó ?

Trúir þú kallinum - þó hann segist - ekki - hafa tekið þátt í þöggun 1996

En 2010  - yfirhylmingar og þöggun..............

Hvað kom fram í sjónvarps viðtalinu við hann á Stöð 2 - ekki það að hann tryði Guðrúnu Ebbu - nei - heldur dró hann orð hennar í efa .

En það vantaði ekki að hann slægi skjaldborginni yfir Ólaf þó dauður sé og sagði hróðugur að "hann yrði aldrei dæmdur"

Getur hann virkilega vænst þess að honum sé trúað - ekki trúi ég honum.

Benedikta E, 22.8.2010 kl. 22:26

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er feginn að ég sagði ekkert ljótt.  Biskupinn væri gjörspilltur, siðblindur ef ekki illmenni.   

Bað hann afsökunar á þessu samt úr því að hann er farinn að gera grein fyrir málunum.  

Það er langur listi eftir eins og þið sjáið á upptalningunni. 

Ljúki sr. Karl og Kirkjan ekki við þessi mál til enda og sóma, já þá gæti ég og fleiri orðið orðljótir. 

Jafnvel farið að grafa dýpra ofan í sögu biskupsembættisins.   

Viggó Jörgensson, 22.8.2010 kl. 22:54

4 Smámynd: Benedikta E

Er til nokkurs að bíða með það - er ekki rétti tíminn núna að láta vaða.

Kallinn er að byrja að glóra í alvöruna - hann sendir út  hvít-þvottar yfirlýsingar á morgun................................

Benedikta E, 22.8.2010 kl. 23:37

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Benedikta E.

Það á aldrei að valda öðru fólki miska eða þjáningum nema það þjóni einhverjum göfugri tilgangi.

Svo sem því að ná fram réttlæti en það réttlæti verður einnig að þjóna einhverjum raunhæfum tilgangi. 

Dæmi um slíkt er að Kirkjan greiði bætur þeim sem þolað hafa miska af starfsmönnum hennar.  

Viggó Jörgensson, 23.8.2010 kl. 09:30

6 Smámynd: Benedikta E

Reyndist ég ekki sannspá á milli daga Viggó?

Kallinn heldur áfram að skafa af sér traustið og um leið af kirkjunni.

Benedikta E, 23.8.2010 kl. 13:51

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jú heldur betur Benedikta E. 

Frekar gæti ég trúað að Lalli Jones hafi aldrei stolið neinu

en skýringum hr. biskupsins okkar.  

Því miður.  Guð gefi honum styrk til að segja sannleikann.    

Viggó Jörgensson, 23.8.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband