Jóhanna segir af sér...

...það segir sig sjálft.

Forsætisráðherra sem man ekkert stundinni lengur. 

Eða

Lýgur upp í opið geðið á þjóð sinni. 

Segir af sér. 

Sama hvort er.  Segðu af þér Jóhanna. 

Fyrrum virtur lögmaður frú Lára V. Júlíusdóttir er ekki söm eftir að hún fór að vinna fyrir þig. 

Það get ég vitnað um persónulega. 

Stjórnmálamenn með einhvern siðferðisstyrk hefðu reyndar sagt af sér eftir að þjóð þeirra

hefði með 93% atkvæða hafnað þeirra helsta baráttumáli. 

En siðferðisstyrkur er ekki til staðar hjá þér frú Jóhanna.


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsætisráðherra sem lýgur að þjóð sinni úr ræðustól Alþingis, á aðeins einn kost: AFSÖGN !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 20:29

2 Smámynd: Óskar

Hverju laug hún ?  Hvar kemur fram í þessum texta að hún hafi svarað þessum tölvupósti eða aðhafst eitthvað í málinu ?  Getið þið bent á það ? 

Náhirðin fer mikinn núna en eins og venjulega er nákvæmlega ekki neitt á bak við ásakanir pakksins sem setti landið á hausinn.  Þetta lið ætti að skríða aftur í holurnar sínar og halda kjafti meðan verið er að þrífa skítinn eftir það.

Óskar, 5.6.2010 kl. 21:05

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þetta er auðvitað stórkostleg sorg fyrir Samfylkinguna.  Ekkert minna spilltur flokkur en aðrir.

Lára V. Júlíusdóttir sendi bréf á ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og segir:  "...sendi ykkur..." 

Hvað ykkur?    Það er ekki ráðuneytisstjórinn og dyravörður stjórnarráðsins eða skúringarmaðurinn. 

Það er ekki ráðuneytisstjórinn og neinn annar en æðsti yfirmaður Seðlabanka Íslands sem átt er við.  Forsætisráðherra landsins.

Og erindið getur ekki verið skýrara:  Að fela launahækkun seðlabankastjórans sem laun fyrir að sitja í peningastefnunefnd.   

Enginn annar en forsætisráðherra landsins gat samþykkt þetta.   

Og alveg skýrt að samfylkingarmaðurinn Már Guðmundsson sem Jóhanna hafði beðið að sækja um,

vildi ekki koma nema þessi hækkun kæmi til.   Hann er meira að segja með lítt dulbúna hótun um draga umsókn sína til baka.  

Þetta getur ekkert verið skýrara þó að það sé auðvitað sárt og til ævarandi skammar og hneysu fyrir hlutaðeigandi alla.  

Viggó Jörgensson, 5.6.2010 kl. 22:59

4 Smámynd: Óskar

Nú hefur komið sú frétt á pressuna að Jóhanna svaraði aldrei umræddmu tölvupósti.  Allt þetta mál er ví lítið og ljótt náhirðarskúbb eins og þessa fólks er von og vísa.  Jóhanna laug nákvæmlega engu.  Ég álít mig ekki í samskiptum við Nígeríusvindlarana sem ég fæ reglulega tölvupóst frá, enda svara ég þeim ekki.  Að fá tölvupóst sem þú svarar ekki er einfaldlega ekki hægt að kalla samskipti.

Óskar, 5.6.2010 kl. 23:52

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jóhanna sór og sárt við lagði á Alþingi að ekkert samráð hefði verið haft við sig.

Eru símtöl Más og Jóhönnu og tölvupóstar Más til Jóhönnu um launakjör hans ekki samráð?

Már segist ekki koma nema fá launahækkun.

Lára sendir Ragnhildi og Jóhönnu tillögu um það hvernig hægt sé að koma inn launahækkun meðfram föstu laununum.

Már tekur við starfinu.  Tillaga Láru um launin var augljóslega samþykkt eins og Lára hefur staðfest.  

Þetta er eins borðleggjandi og frekast getur verið.

Lára taldi sig verða að fá samþykki Jóhönnu og fær það í gegnum Ragnhildi.

Það er engin möguleiki að Ragnhildur teldi sig hafa heimild til að samþykkja þessa launahækkun úr því að Lára taldi sig ekki hafa heimild til þess sjálf sem bankaráðsformaður. 

Það er enginn möguleiki að þetta hafi verið samþykkt nema af því að Jóhanna gaf grænt ljós á það.

Hvort það var með samtali, símtali, samráði, tölvupósti, reykmerki eða látbragðsleik skiptir ekki máli.

Jóhanna er með Svarta Péturinn á sinni hendi.

Viggó Jörgensson, 6.6.2010 kl. 00:12

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað viltu Óskar? ertu virkilega sáttur við vinnubrögð Jóhönnu ef svo er skil ég það ekki með nokkru móti!

Sigurður Haraldsson, 6.6.2010 kl. 01:26

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Svo má halda því til haga að misseri eftir þessa atburðarás var

Seðlabanki Íslands færður undan yfirstjórn Forsætisráðuneytisins og

undir yfirstjórn Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins sem áður hét Viðskiptaráðuneytið. 

Hvort það var út af því að Jóhönnu var orðið flökurt út af þessum hráskinnsleik vitum við ekki. 

Viggó Jörgensson, 6.6.2010 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband