Sigur tossans - til hamingju Jón.

Eftir að hafa lesið bók Jóns Gnarr "Ég er indíáni" sá ég að Jón er bráðgreindur.

Hann hefur hins vegar þjáðst af gríðarlega alvarlegu ADHD sem er ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur.

Í stað þess að verða utangarðsmaður notaði Jón grín til þess að halda sjó í lífinu.

Að Jón sé orðinn borgarstjóri er sigur skólatossans. 

Jón hefur hins vegar ekki verið neinn tossi í lífinu. 

Það þarf mikla hæfileika og gáfur til að vera góður grínisti.  Þar er Jón sá besti. 

Því skyldi Jón þá ekki geta orðið góður stjórnmálamaður?

Morfís krakkarnir úr Vöku og Röskvu eiga engan einkarétt á að verða stjórnmálamenn.  

Bankarnir söfnuðu reiknihausum og skóladúxum á aðalskrifstofur sínar.  

Og var það einhver trygging fyrir góðu gengi?

Um almenna skynsemi og dómgreind var aldrei spurt.   Jón Gnarr hefur hvorutveggja. 

 

 


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála! Það vita þeir sem hafa hlustað á hann í útvarpinu í gegnum árin að maðurinn er yfirburðagreindur. Ég treysti honum fullkomlega fyrir þessu.

Haraldur (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 18:22

2 identicon

Gott og blessað,

  Aftur á móti er það nú soldið hæpið að segja að bankarnir hafi safnað þeim, sem hafi verið með framúrskarandi námsárangur til sín

  Svo langt langt langt langt....í frá!!!!

  Þeir söfnuðu kannski til sín reiknihausum, en skortur á menntun var líka þáttur í þeirra falli þar sem mikið var fólki sem hafði alls enga menntun á því sviði sem bankarnir störfuðu í. Þannig að þar var frekar skortur á menntun sem olli hruni bankanna. Ég held líka að það hafi ekki verið skortur á skynsemi, þeir voru mjög skynsamir að moka til sín sem mestu fé á sem skemmstum tíma

Baldur G (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 18:24

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Steingrímur Kárason stórdúx og reikniheili Kaupþings sagði á dögunum að helstu mistök sín hefðu verið að nota ekki almenna skynsemi. 

Sigurjón Árnason er frægt reikningsséní.

Þér að segja sé ég enga skynsemi í því að raka að sér fé og enda svo í steininum.    

Viggó Jörgensson, 4.6.2010 kl. 18:35

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Pétur Blöndal, tryggingastærðfræðingur og "fé án hirðis"

Haraldur Rafn Ingvason, 4.6.2010 kl. 20:35

5 identicon

Viggó,

  Ég held að þú verðir að gera greinarmun á því sem fólk "segir", og fólk meinar. Það er ekki nóg að segja hlutinn. Hann verður ekki sannur fyrir það. 

  Það sem fólk segir eftir að hafa verið "nappað", er einfaldlega ekki marktækt, nema það sé sagt af einlægni. Þetta hljómar ekki mjög einlægt sem þessi maður er að segja. Það hefur ALLT verið gert til að bjarga sínu eigin skinni í þessu og telja þeir fæstir að þeir hafi gert nokkuð rangt!!!!

   Hvað felst annars í orðunum "misst sjónar á almennri skynsemi", en það að hann er að segja að hann sé gráðugur þjófur, og ekki með neina siðferðiskennd?!

  Varla hafa þeir stefnt að því að enda í fangelsi, nú ef það gerist á annað borð???!!!

          WAKE UP AND SMELL THE COFFEE!!

Baldur G (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 23:46

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Geri engan sérstakan ágreining um þetta Baldur. 

Tel þó að þó að margir þarna hafi ekki haft einbeittan brotavilja þó að þeir hafi tekið við því sem að þeim var rétt.  

Sumir sem sagt algerlega siðlausir en ekki viljandi að brjóta lög. 

Einhverjir aðrir algert mannlegt sorp í sparifötum.    

Viggó Jörgensson, 6.6.2010 kl. 02:15

7 identicon

Það er þessi "dilemna" sem menn eru í, þ.e. hvenær eru þeir sekir og ekki sekir. Alltaf grá svæði til, en þetta mál snéri að svo stórum hlutum, og ástæðan fyrir því að menn reyndu að blása verðmæti fyrirtækjanna upp, var #1, að þeir einfaldlega voru "að sinna sínu starfi vel", og #2, að græða alveg hrikalega mikið. Það er síðan hægt að líta á hluti eins og stjórnmálastéttina, alþjóðavæðinguna, velvild almennings á Íslandi, veikt eftirlitskerfi, o.s.frv. Þetta spilaði líka inn í. 

   Það breytir náttúrulega ekki þeirra brotum, og vonandi með tíð og tíma gangast þeir við þeim. Það bendir hins vegar lítið sem ekkert til þess á þessari stundu.  

 Allt leiðir að einu. Fólk neitar algjörlega að horfast í augu við þetta. Ég held reyndar að það eigi við um stóran hluta landsmanna, t.d. umræða um óvinveitta útlendinga, ESB,regluverk EES o.fl.

   Það er allavega hægt að ræða þetta frá mörgum áttum, en við skulum allavega ekki láta orðavaðal blekkja okkur, varðandi ábyrgð fólks á þessu hruni. 

  Samt sammála um að Jón Gnarr er engin tossi þegar kemur að gríni, og leiklist, og vonandi ekki að borgarstjórastólnum. Hann verður eflaust eitthvað umdeildur, bara vonandi, en gott að hann er ekki bundinn við neinn sérstakan flokksaga!

  Varðandi það sem ég byrjaði á, þ.e. að menntaðasta fólkið hafi unnið í bönkunum. Ég verð bara að segja eins og er að þessi klisja er orðin ansi þreytt, eflaust var fullt af hæfileikaríku fólki þar. Hins vegar ef maður lítur yfir topp hópinn, þá er augljóst að margir hverjir höfðu litla sem enga hæfileika að reka nokkurn skapaðan hlut!!

Baldur G (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband