Ásta Ragnheiður hefur þá lært sitthvað í Albaníu. Láta stjórnarandstöðuna tala á nóttinni.

Eins og kunnugt er var Ásta Ragnheiður að koma frá Albaníu ásamt fleirum í Skemmti- og ferðaklúbbi Alþingis. 

Guði sé lof, þá hefur kreppan ekkert skert fjárframlög til klúbbsins, og skulu hér færðar þakkir vegna þessa, til verndara klúbbsins Steingríms Jóhanns Sigfússonar aðalritara, frá okkur aðstandendum Alþingis.     

Skemmti- og ferðaklúbbur Alþingis stendur oft á ári fyrir heimsreisum þingmanna, þar sem þeir kynna sér helstu framfarir í heiminum og orðið gætu oss til hjálpræðis.    

Forseti Alþingis er jafnframt formaður Skemmti- og ferðaklúbbsins og því er Ásta Ragnheiður hárrétt manneskja í báðum þessum embættum. 

Hún var um árabil plötusnúður og aðalfararstjóri Útsýnar við glæstan orðstír.      

Af öllum Evrópulöndum eru Albanía og Rúmenía eiginlega í skólpræsinu eftir áratuga stjórn kommúnista þar.   

Er ekki að efa að þingforsetinn hefur lært þar margt sem horfir til framfara hérlendis. 

Eitt af því sem þingforsetinn man úr ferðinni er þessi stórkostlega snilld að láta stjórnarandstöðuna tala á nóttunni. 

Þannig nýtist jú alþingishúsið mun betur og afköst munu aukast.  

Svo segja einhverjir kapítalistar að allt hafi verið ómögulegt hjá kommunum.   


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband