Verða börn okkar og barnabörn Íslendingar? Ísland verður gúlag ef icesave verður samþykkt.

Nú er verið að rífast um skerðingu barnabóta í Kastljósinu.  

Það er eins og að allur almenningur átti sig ekkert á stöðunni. 

Gangi icesave málið fram á Alþingi verður ekkert bótakerfi hérlendis nema að nafninu til.  

Aldraðir munu deyja lasnir, svangir í kuldanum.   Heilbrigðisþjónustu verður ekki splæst á nema þá sem greiða skatta. 

Fólk mun þurfa að greiða sjálft fyrir menntun barna sinna.  Lánasjóðurinn mun deyja úr fjárskorti.

Fyrir aðgerðir á sjúkrahúsum munu menn þurfa að greiða að stórum hluta sjálfir og aðgengi að heilbrigðisþjónustu mun skerðast verulega.  Bæði verða ungu læknarnir farnir og eins mun stór hluti almennings ekki hafa efni á heilbrigðisþjónustu nema líf liggi við. 

Þessi þróun er þegar hafin.  Stóraukin gjöld og skattar á öllum sviðum.  Næst verða það vegatollar, brúartollar, himinn há brottfarargjöld og komugjöld á flugvöllum, o. s. frv.

Vanda dómstólanna á að leysa með hækkun á dómsmálagjöldum.  Haldi sú þróun áfram geta aðeins þeir efnameiri leitað réttar síns.  

Auðvitað verður sama þróun á öllum öðrum sviðum.  Þeir borgi sem vilja eitthvað.   


mbl.is Betur sett utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband