Ekki sparnaður - ráðherrum fjölgað? Úrræðaleysisstjórnin tekur við. Sjálfbær fátækt.

Össur hefði sem best getað verið með Iðnaðarráðuneytið með Utanríkisráðuneytinu.  

Þar tekur nú við ung og falleg húsmóðir sem aldrei hefur rætt um neitt við okkur kjósendur annað en að hún hafi misst heilsuna. Aldrei heyrt hana minnast á iðnaðarmál.  Vonandi á hún erindi í ríkisstjórn og hefur náð heilsu.   

Hver kaus þau Rögnu Árnadóttur og Gylfa Magnússon?  Það er furðulegt að Árni Páll skyldi ekki taka dómsmálin með hinum ráðuneytunum. 

Umferðarmálin á höfuðborgarsvæðinu verða áfram í kássu.  Einhver ósvífnasti kjördæmapotarinn er orðinn samgönguráðherra.  Það verða endurnýjaðar brýr heim á hvern útkjálka fyrir norðan þó að þar búi aðeins einbúi á grafarbakkanum svo fremi að hann geti greitt atkvæði.   

Hvað er verið að þvælast með sérstakan umhverfisráðherra?  Það ætti að vera deild í Samgönguráðuneytinu. 

Af hverju er dr. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur ekki ráðherra?   í staðinn fyrir þennan fornmann að norðan.  Er hún kannski ekki nógu mikið afturhald sem flokkurinn stendur jú fyrir?  Það væri kannski ekki svo galið að VG hafi einhvern í ríkisstjórn sem kann á reiknivél hvað þá meir í efnahagsmálum.   Nei Jón Bjarnason er búfræðingur og veit allt um fjallagrös og sjálfbæra fátækt sem er jú málið.

Úrræðaleysið heldur áfram og það sem gert er, virkar ekki trúverðugt.    Guð blessi Ísland.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Ýr

Fyrrum ríkisstjórn réði nú vel og vandlega í sín ráðuneyti ekki satt?  Fagmaður í hverjum bæ.......

Nei, mér finnst þetta reyndar bera öllu minna grínkeim en ráðuneytisskipan fyrri ríkisstjórnar, Íslendingar hafa aldrei asnast til að skipa fagmenn í ráðuneytin.  Hér er engin breyting á.

Guð getur því blessað Ísland af jafn miklum krafti og áður.

Mesta ósvífnin finnst mér nú ekki þetta vera, heldur geigvænlegt minnisleysi landsmanna.  Eftir hverjar kosningar virðast þeir alltaf uppgötva heiminn upp á nýtt og gleyma því liðna, það er kannski ágætt að vera laus við langrækni....

Elín Ýr , 10.5.2009 kl. 20:26

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Blessuð Elín Ýr.  

Já við erum bara ekki komin lengra í þróuninni en þetta.   Kjósum svindlara á þing og hvers konar populista, hefur yfirleitt ekki með hæfni að gera.  Þó varð nokkur bati núna.  Fleiri konur og menntaðra og hæfara fólk kom inn.  En það er þá sett aftast í röðina, eins og dr. Lilja sem ætti að sjálfsögðu að vera fjármálaráðherra frekar en jarðfræðingurinn Steingrímur sem er jú hokinn af reynslu en með heimsmynd frá síðmiðöldum.     

Munum ekkert á milli kosninga.  Ekki einu sinni á milli sjónvarpsþátta.  Þetta eru allt annar Steingrímur og Jóhanna núna en í haust.   Þá var gargað að Davíð Oddson ætti að fara strax svo að hægt væri að fella niður stýrivextina. 

Hvað gerist svo nú.  Niður um 2,%  Þeir eru núna 15% sem eru örugglega hæstu okurvextir í hinum siðmenntaða heimi. 

Já okkur veitir ekki af blessuninni.......

Viggó Jörgensson, 11.5.2009 kl. 08:01

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Smekklegur ertu Viggó,

Katrín Júlíusdóttir er öflugur þingmaður og hefur verið lengi. Það geta allir lent í því að veikjast tímabundið hefur Katrín jafnað sig á sínum veikindum fyrir löngu síðan.

Þér til upplýsinga þá hefur Katrín verið setið í iðnaðarnefnd Alþingis frá 2005 og verið formaður nefndarinnar frá 2007 og hefur því mjög margt til þeirra mála að leggja. Það að þú hafir ekki kynnt þér hennar stefnumál, þekkingu og reynslu er ekki ávísun á að hún sé vanhæf til verksins.

Mikilvægt er að leggja ekki of mikið á þá aðila sem taka að sér ráðherraembætti við þessar kringumstæður þar sem leggja á í miklar og skynsamlegar breytingar á stjórnkerfinu. Tryggja þarf skilvirka vinnu allra ráðuneyta á þeim undirbúningstíma, án þess að taka fókus starfsfólksins frá þeim gríðarmikilvægu verkefnum sem úrlausnar bíða vegna stöðunnar í þjóðfélaginu.

Kristján Möller hefur verið ráðherra samgöngumála frá árinu 2007 þannig að það er ekki mikið að breytast þar, þrátt fyrir að lesa megi annað úr orðum þínum. Það er einnig gríðarmikill misskilningur að umhverfisráðuneyti passi sem deild í samgönguráðuneytinu, af öllum ráðuneytum. Samkvæmt áætlun nýrrar ríkisstjórnar þá á einmitt að styrkja það ráðuneyti til muna með því að flytja þangað ábyrgð og eftirlit með auðlindum í þjóðareign.

Rétt er að benda þér á í lokin að stýrivextir á Íslandi eru 13% en ekki 15.

Elfur Logadóttir, 11.5.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já já ég hef fulla trú á að Katrín sé besta stúlka og sköruleg er hún. 

Svona eru bara stjórnmálin eins og laglaus maður sé einn daginn skikkaður til að verða hljómsveitarstjóri, svo verða bara allir að bíða eftir að úr rætist, eða ekki.   Við höfum séð það verra en þetta í stjórnmálunum. 

Nú ef stýrivextirnir fóru í 13% úr 15,5% er það betra en ekkert. 

Raunvextir hafa þá hækkað í tíð þeirra Jóhönnu og Steingríms ef verðbólgan var 18,6 í ársbyrjun í 11,9% í apríl.  

Ef verðbólgan er 6,7% lægri en stýrivextir aðeins lækkaðir um 2,5% er það ekki í samræmi við gífuryrði þeirra J og S í haust.

Viggó Jörgensson, 11.5.2009 kl. 21:05

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Viggó, Jóhanna og Steingrímur stjórna ekki stýrivaxtalækkunum.

Elfur Logadóttir, 11.5.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband