Hlífar utan um drifsköft eru ekki síður mikilvægar.

Víst eru veltibogar nauðsynlegur búnaður á dráttarvélum.

Hvort að þeir séu númer eitt í röðinni fer nokkuð eftir staðsetningu og notkun.

Gamall bóndi sem notar dráttarvél sína eingöngu á sléttum túnum, ekur hægt og hvergi nærri skurðum. 

Hann er ekki í sömu hættu og sá sem ekur jafnan um um í töluverðum hliðarhalla, innan um skurði eða ekur á vegi. 

Í fyrrnefnda tilfellinu eru heilar hlífar utan um drifsköft og aflúrtak mun mikilvægari öryggisbúnaður.

Og allar viðeigandi svuntur og öryggisbúnaður á öllum vélum sem tengdar eru við dráttarvélar.

En ekkert skal hér dregið úr því að allir eigendur dráttarvéla ættu að fá sér veltiboga.

Það er ekkert vandamál þó að vélarnar séu gamlar.

Sú dráttarvél sem ég var lengst samtíða er Massey Ferguson x35 árgerð 1963.

Á hana var keyptur veltibogi fyrir áratugum.

Sú vél er ennþá notuð til að moka út úr fjárhúskjallara.

Veltiboginn er þannig að þá má fella hann niður þannig að vélin komist inn í kjallarann.

Aldur vélanna hefur ekkert að segja í þessu sambandi.

Allan öryggisbúnað er hægt að hafa í fullkomnu lagi hvað sem aldrinum líður.

En hvað ætli stjórnvöld geri í þessu?

Ætli það sé ekki vörugjald, tollur og aðrar álögur á svona öryggisbúnaði?

Það væri nú eftir öðru.   

   

 


mbl.is Nota á nauðsynleg öryggistæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband