Fljúgandi rottur.

Eins og máfar eru óskaplega fallegir fuglar. 

Þá er það leitt hversu herfileg plága stórir máfuglar eru orðnir.

Ekki aðeins eru þeir skaðræði í varpi annarra fuglategunda. 

Þeir eru einnig alls staðar mættir þar sem er opið skólp og dýraúrgangur.

Hluti þeirra eru því einnig smitberar alls kyns sýkla s. s. salmonellu, kampýlóbakter o. fl.

(Allt að 2/3 hlutar eru með salmonellu.)

Sílamáfur dvelur t. d. við strendur Afríku á veturna og þarf ekki að hafa mörg orð um matseðil hans þar.    

Í þessum efnum eru þeir eins og fljúgandi rottur.

Sveitarfélög þurfa að bæta sig í vargeyðingu.  

Stundum er sagt að matvælaeftirlit verði að vera óskert frá haga til maga.

Það er því slæm byrjun að í haganum séu máfar syndandi í drykkjarvatni búfjár. 

 

 


mbl.is Þarf að skjóta mávana við Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það má útríma öllum mávum fyrir mér.

Jón Þórhallsson, 26.7.2013 kl. 23:21

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég skil þig Jón.

Ég hef sömu afstöðu gagnvart stórum hvölum.

En líklega verðum við að skilja eftir sýnishorn af hverri tegund.

Þakka þér innlitið og stuðninginn. 

Vísindamenn eru stöðugt að skoða hvaða hlutverk farfuglar hafa í útbreiðslu á sjúkdómum.

T. d. svínaflensu, fuglaflensu o. þ. h. 

Lítill hluti farfugla er t. d. með þá bakteríu í sér sem orsakar LYME sjúkdóm sem er það nýjasta hérlendis. 

Ef maður fær skógarmítil í höfuðið af smituðum fugli þá fær maður sem sagt LYME. 

Ekki lengur hægt að fara í bað í Landmannalaugum,

eða láta krakkanna sulla í Húsdýragarðinum út af blóðsugum sem orsaka sundmannakláða.

Það er sem sagt alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem þessi kvikindi geta komið með til landsins.

Viggó Jörgensson, 27.7.2013 kl. 02:18

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þú ert bara asni - vonandi verður þér útrýmt fljótlega

Rafn Guðmundsson, 27.7.2013 kl. 02:22

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvalirnir hafa miklu meira fegurðargildi og geta trekkt ferðamenn að

og það væri þess vegna hægt að borða þá ef að við hefðum ekkert annað oð borða.

En það er allt sem mælir gegn mávunum eins og þú segir sjálfur.

Ekkert fegurðargildi

pestir/smithætta

Ekki hugsaðir til átu almennt séð.

Vargur gagnvart öðrum fallegum /nýtilegum fuglategundum.

Jón Þórhallsson, 27.7.2013 kl. 09:06

5 identicon

Tek undir með Rafni.

Einar (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 09:32

6 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Hvalir eru togarar úthafanna og éta á dag margfaldan leyfðan veiðikvóta togarana. Því meiri fjölgun hvala því minni fiskur í sjónum. Þarf að finna hið rétta jafnvægi á milli þessara þriggja þátta.

Anna Björg Hjartardóttir, 27.7.2013 kl. 10:03

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er furðulegt að fólk skuli almennt ekki skilja þetta Anna Björg.

Kærar þakkir fyrir innlitið. 

Viggó Jörgensson, 27.7.2013 kl. 12:48

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Vertu ekki að stauta þig fram úr flóknum textum Rafn minn. 

Þú verður bara lasinn af því eins og Einar frændi þinn. 

Viggó Jörgensson, 27.7.2013 kl. 13:03

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það er bara verst Jón hvað hvalirnir éta mikið frá þeim fiski sem við lifum á, það er vaxandi vandamál.

En það er magnað að sjá þá, satt er það.

Viggó Jörgensson, 27.7.2013 kl. 13:07

10 Smámynd: Jón Þórhallsson

Lifa ekki stærstu hvalirnir á svifi?

Jón Þórhallsson, 29.7.2013 kl. 12:58

11 Smámynd: Viggó Jörgensson

Jú en þeir eru að éta það frá smákvikindunum sem litlu fiskarnir éta annars.

Og það eru litlu fiskarnir sem stóru fiskarnir lifa á. 

Og á þessum stóru fiskum lifir íslenska þjóðin að stórum hluta.

Hvalir éta árlega um 2 miljónir tonna af sjávarfangi í kringum Ísland. 

Þeir éta átu, síli og smáfisk frá nytjastofnum okkar.  Auk þess éta þeir stóran hluta af nytjastofnunum sjálfum.

Þetta þykir náttúruverndarfasistum allt í lagi. Hvalir eru jú svo gáfaðir. Skítt með mannfólkið.  Líka gaman að sýna svínfeitum vesturlandabúum síspikaða hvalina okkar.  

Svo drepst hvalurinn engum til gagns.  Þar fara niður miljónir tonna af hvalkjöti er betur væru komin í maga sveltandi barna. 

Heimska okkar mannanna er takmarkalaus. 

Eftir aldamótin 1900 voru Norðmenn og Japanir langt komnir að útrýma hval í Atlantshafi. 

Það er undirstaðan undir því að Íslendingar komust upp úr torfkofunum. 

Nægur fiskur til að koma okkur á lappirnar þó að Bretar, Þjóðverjar og fleiri, væru að veiða hérna líka. 

Nú hefur hval fjölgað svo á nýjan leik að hann er bókstaflega að éta okkur aftur á miðaldir, út á gaddinn. 

Ef ég réði yrði hvalur drepinn í stórkostlegum stíl en vil gjarnan að kjötið yrði nýtt. 

Nú verður hvalurinn að mestu ellidauður engum til gagns.  

Ef þú værir sauðfjárbóndi værir þú ekki einnig með úlfahjörð í haganum.

Kjúklingabóndi er ekki með minkafjölskyldu í hænsnahúsinu.

Fiskveiðiþjóðin Íslendingar eru hins vegar með hvali í nytjafiskstofnum sinum. 

Á þessu er nákvæmlega enginn munur.  

Viggó Jörgensson, 31.7.2013 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband