Sukhoi verksmiðjurnar gefa "skýringu".

Verið var að prófa sjálfvirkt aðflug í hliðarvindi með afli á aðeins öðrum hreyflinum. 

Að sögn verksmiðjanna;  "snerti" vélin brautina án þess að hjól hennar væru niðri. 

Ekki kemur fram hvers vegna hjólin voru uppi. 

Hvort að flugmennirnir gleymdu að setja hjólin niður eða hvað?

Við vitum ekki hvort þeir ætluðu að lenda, ætluðu það ekki eða voru hættir við. 

Verksmiðjurnar segja að öll kerfi vélarinnar hafi verið í lagi. 

Að öðru jöfnu áttu hjólin samt að vera niðri þegar þarna er komið málum.   

En til þess eru jú flugprófanir að sjá hvernig vélin hagar sér.

Þarna hafa þeir kannski komist að einhverju nýju.

T. d. að vélin haldi ver hæð í hliðarvindi, á öðrum hreyflinum, en þeir bjuggust við í þessari æfingu.

Það skiptir líka máli hvort það var hreyfillinn vindmegin eða hlémegin sem var afllaus.   

Þeir eru að minnsta kosti búnir að prófa magalendingu.  

Einn meiddi sig á fæti þegar hann var að yfirgefa vélina. 

Þetta var frekar magalending en brotlending enda er vélin í einu lagi þó að hún sé að sjálfsögðu löskuð. 

En ekki meira en svo að verksmiðjurnar búast við að gera við vélina og halda áfram prófunum á henni. 

Hér að neðan er hlekkur á myndband af æfingu (Cat IIIa) eins og Rússarnir voru að æfa - tekið í þoku.:

https://www.youtube.com/watch?v=_MorkiKu1_U

Hér er myndband af Sukhoi á flugsýningu.  Ekki vantar að flugmenn verksmiðjanna eru miklir töffarar: 

https://www.youtube.com/watch?v=XB4V5PGHT60
mbl.is Vél brotlenti á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband