Er ekki Jón Ásgeir

kvæntur eigandanum?

Og einhvers konar ráðgjafi þarna?

Ég man vel eftir þegar hann sagði ungum starfsmanni upp í Bónus.

Af því að sá var kominn að því að fá 7 ára starfsaldurshækkun, samkvæmt kjarasamningi Verslunarmannafélag Reykjavíkur. 

Það munaði jú einhverjum þúsundum króna á mánuði en á þeim árum var horft á eftir hverri krónunni í Bónus.  

Drengurinn er viðskiptaundur sagði faðir hans alltaf dolfallinn yfir snilld sonarins. 

Og slík snilld sést auðvitað alltaf á einhverju.

--------------

Viðauki:

Nú kl 14:16, 20. maí,  kemur frétt á DV.IS

Um að uppsögn Hönnu Láru hafi verið dregin til baka.

Og því logið með að framkvæmdastjórinn, eða framkvæmdastjórnin, hafi ekki vitað af veikindum hennar.

Á árinu er Hanna Lára búin að vera ítrekað frá vinnu vegna veikinda.

Djöfuls lygarar eru þessir menn alltaf.

Segið samt upp á áskriftinni að 365 miðlunum.  Þeir eiga það skilið.  

 

 


mbl.is Sagt upp eftir 25 ára starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er altaf hvimleitt að vera sagt upp störfum en á þennan hátt gera bara óþverar,

En eru starfsmenn fjölmiðla ekki í stéttarfélagi er hún verktaki og borgar ekki í neina sjóði hvað er í gangi ég bara spir

Jón Sveinsson, 19.5.2013 kl. 23:33

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Íslenski atvinnumarkaðurinn er orðinn eins og sá bandaríski og það fyrir meira en 25 árum Jón.

Þá fóru töffararnir með MBA prófin að koma þaðan með allar nýju aðferðirnar og snilldina.

Íslenskum stórfyrirtækjum er miklu meira en skítsama um þig persónulega.

Þú ert bara númer og leiðinleg kostnaðartala.

Langur starfsaldur skiptir hreint engu máli, eftir að gömlu fjölskyldufyrirtækin lögðust af.

Skipti reyndar engu máli heldur eftir að stofnendurnir hættu og hvað þá eftir að þeir voru fallnir frá.

Langur starfsaldur er bara verra. Þá telja menn að þú hljótir að vera búinn að koma þér þægilega fyrir.

Sért örugglega ekki að leggja hart að þér og auk þess með allt of há laun.

Þetta er svona svipað og með þvættinginn um umhverfisstefnu og samfélagslega ábyrgð.

Það er í tísku að vera með svoleiðis yfirlýsingar á heimasíðunni, til að bæta ímyndina.

Og auðvitað allt hitt kjaftæðið líka um mannauð, jafnrétti kynjanna o. s. frv.

Á bak við þetta er engin alvara.

Eins og sést.

Viggó Jörgensson, 20.5.2013 kl. 00:29

3 identicon

Skora á fólk að segja upp áskrift, þó ekki sé nema í sumar !

Hef aldrei skipt við þetta félag síðan Jón Ásgeir kom þarna inn..

Fokking aumingjar !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 00:57

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já er fólk enn með áskrift þarna?

Viggó Jörgensson, 20.5.2013 kl. 02:14

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já, þetta er ekkert nýtt en það vantar alla samstöðu gegn svona óþverra. Skil ekki fólk sem kaupir stöð 2.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.5.2013 kl. 03:19

6 identicon

Síðan í oktober 2008 hef ég ekki átt samskipti við stöð 2. Þetta varð prinsippmál hjá mér, og ekki bætir það að þeir koma svona fram. Maður sér það betur og betur að ég gerði rétt í því að flytja úr landi á síðasta ári, og þurfa ekki að vera með í svona vitleysu.

Kveðja frá Sverige.

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 09:32

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála ykkur Jakobína Ingunn og Kristinn.

Heja Sverige.

Viggó Jörgensson, 20.5.2013 kl. 13:45

8 identicon

Ég er þér aldrei sammála með neitt Viggó! Enn þetta er eins og skrifað af mér sjálfum. Annað manni verður óglat af að lesa þetta. og ég vona bara að Ari Edwald muni ekki hitta mig á götu næstu árin!

ólafur (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 01:55

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þar kom að því Ólafur.

Annars er ekkert varið í að vara alltaf sammála.

Það er eins og að vera kominn til himnaríkis. Tóm leiðindi við englasöng og hörpuslátt.

Við ættum kannski að kíkja í ölkönnu til að halda upp á þessa undantekningu.

Viggó Jörgensson, 21.5.2013 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband