Níunda uppsuða af stefnuskrá Alþýðuflokksins.

Árið 1994 hljóp Jóhanna Sigurðardóttir úr Alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka.

Og leiddi þar með Framsóknarflokkinn til valda á Íslandi, með hörmulegum afleiðingum. 

Hún hefur því ekki getað sagt mikið við Róbert Marshall, hann sá ósköpin til hennar sjálfrar. 

Annars er Róbert einungi að reyna að tryggja sér áframhaldandi þingsetu.

Hann sér að Samfylkingin er að hrynja út af innanmeinum. 

Hann sér hins vegar ekki að Samfylkingin er einnig að hrynja út af rangri og sviksamlegri stefnu í Evrópumálum. 

Og það eru aldeilis krásirnar sem Björt framtíð ætlar að bjóða kjósendum upp á. 

Í pottinum er stefnuskrá gamla Alþýðuflokksins upphituð upp í 9. sinn. 

1. suða var auðvitað hjá Alþýðuflokknum sjálfum árið 1916.  

2. er Kommúnistaflokkur Íslands klofnaði út úr Alþýðuflokkum árið 1930. 

3. er  Sameiningarflokkur Alþýðu - Sósíalistaflokkurinn, klofnaði að hluta út úr Alþýðuflokknum árið 1937. 

Þar fengu kommarnir nýtt nafn til að dylja tengsl sín við Kominterm í Moskvu. 

4. er Málfundafélag jafnaðarmanna klofnaði út úr Alþýðuflokknum árið 1956. 

Stofnuðu kosningabandalagið; Alþýðubandalag, með kommunum. 

5. er Málfundafélag jafnaðarmanna varð að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna árið 1968.

Vildi ekki vera lengur með kommunum þegar Sósíalistaflokkurinn varð að Alþýðubandalaginu. 

Í það skiptið var nokkrum óþekkum framsóknarmönnum bætt úr í pottinn.   

6. þegar Bandalag jafnaðarmanna klofnaði út úr Alþýðuflokknum árið 1983. 

7. þegar Þjóðvaki klofnaði út úr Alþýðuflokknum árið 1994. 

8. er Alþýðuflokkurinn varð að Samfylkingu á árunum 1998-2000. 

Þessi uppsölujafningur var bragðbættur með femínistum og nokkrum stofukommum úr Alþýðubandalaginu. 

Alvöru kommúnistar -sem nú voru farnir að dulbúa sig með femínisma, náttúruvernd og þjóðernishyggju-  

urðu eftir í Vinstri hreyfingunni - grænt framboð.

Björt framtíð  (það má nú nærri geta) árið 2012 

Á þeim bænum er eldasveinninn, Guðmundur Steingrímsson, enginn nýgræðingur í pólítískri moðsuðu.

Innfæddur í fjósi Framsóknarflokksins þar sem hann hefur legið í flórnum, í þrjá ættliði frá 1934.    

Þar sem erfðagóssið Framsóknarflokkurinn, og stefnuskráin, eru endanlega viðbrennd.     

Ætlar Guðmundur nú að kokka ofan í okkur mauksoðna stefnuskrá Alþýðuflokksins. 

Það er í 9. skiptið sem reynt skal að láta okkur gleypa kasúldnar krásirnar úr kamínu kratanna.   

Bara að engum verði nú bumbult.     


mbl.is Róbert til liðs við Bjarta framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi lestur varð til þess að matarlystin hjá mér hvarf.

Steini (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 17:03

2 identicon

Einkennilegt að segja að Jóhanna hafi leitt Framsókn til valda, voru það ekki Sjálfstæðismenn sem ákváðu að ganga til liðs við þá 1995?   Ætli það hefði verið betra að hafa Alþýðuflokkinn lengur við völd?

Skúli (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 17:53

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er skemmtileg lesning.

Samfylkingin er s.s. eins og skip sem siglir undir hentifána hvers tíma. Jóhanna hefur þegar siglt undir 6 fánum.... skyldi hún ekki vinlja stofna næst t.d. 6. flokk kvenna?

Óskar Guðmundsson, 11.10.2012 kl. 19:44

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viggó. Í þessum pistli ferðu marga 360° hringi, í gegnum sögu siðblindrar flokkaspillingar-stjórnsýslu á Íslandi.

Stjórnsýslan getur ekki endalaust elt skottið á spillingar-refunum. Einhver verður að rjúfa þessa hringavitleysu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.10.2012 kl. 22:32

5 identicon

Hvernig færðu það út að það að yfirgefa stærsta þingflokk landsins (sem hlyti um 13 þingmenn ef kosið yrði í dag) og fara yfir í flokk sem ekki nær inn einum einasta manni á þing samkvæmt skoðanakönnunum sé gert til að tryggja áframhaldandi þingsetu. Ykkur er nú ekki viðbjargandi.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 23:10

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég er ekki á hissa á því Steini...

Viggó Jörgensson, 12.10.2012 kl. 01:40

7 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Skúli.

Það var þannig að Jóhanna klauf Alþýðuflokkinn árið 1994. 

Bæði Alþýðuflokkurinn og Þjóðvaki buðu svo fram í þingkosningunum árið 1995. 

Með þeim afleiðingum að Alþýðuflokkurinn missti þingmenn þannig að ríkisstjórnin hékk á einum þingmanni. 

Þá var Davíð Oddsson greinilega búinn að fá meira en nóg af deilum þeirra Jóns Baldvins og Jóhönnu.

Og treysti sér ekki til að vera með ríkisstjórn þar sem hver einasti þingmaður Alþýðuflokksins hafði neitunarvald í öllum málum. 

Davíð hóf því samstarf við Framsóknarflokkinn. 

Reyndar með afleiðingum að margar góðar fyrirætlanir sjálfsstæðismanna fóru þar út um þúfur.

T. d. að ætla að selja aðeins einn ríkisbanka í einu með dreifðri eignaraðiild.  

Þar lentu sjálfsstæðismenn í mun verri félagsskap.

Allt var þetta valdabrölti Jóhönnu að kenna. 

Viggó Jörgensson, 12.10.2012 kl. 01:47

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já og taktu eftir því Sigríður Anna, 

að þarna eru þrjár valdasjúkar ættir að berjast út af persónulegum metnaði.

Ætt Hannibals, ætt Gylfa Þ. og ætt Jóhönnu. 

Viggó Jörgensson, 12.10.2012 kl. 01:52

9 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég fæ það kannski ekki sérstaklega út Þorsteinn.

En Guðmundur Steingrímsson fór í Framsóknarflokkinn þegar hann var orðinn úrkula vonar um þingsæti á vegum Samfylkingar. 

Þegar Ásmundur Daði Einarsson kom í Framsóknarflokkinn varð Guðmundur mjög órólegur þar enda út um séð að hann héldi þingsæti sínu þar. 

Guðmundur hljóp því aftur yfir í faðm Samfylkingar og stofnaði þetta útibú sem er plott Össurar. 

Að hafa þarna hækju eins og Besti flokkurinn er í Reykjavík.

Bæði Össur og Guðmundur vita að Samfylkingin fær rassskell í næstu kosningum,

en að Guðmundur gæti fengið nægilegt lausafylgi til að hanga inni á þingi.   

Alveg það sama á við um Róbert Marshall.  Hann á enga von um þingsæti fyrir Samfylkingu.

En gæti dottið inn fyrir Bjarta framtíð ef þeir verða duglegir fram að kosningum. 

Viggó Jörgensson, 12.10.2012 kl. 01:58

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér Óskar.

Stelpurnar í 6. flokki eru varla komnar með kosningarétt þó að þær séu auðvitað sætar.

En auðvitað gæti verið freistandi að stofna slíkan flokk.

Fyrir þá sem ætla hvort sem er að hætta öllu kosningastússi....

Viggó Jörgensson, 12.10.2012 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband