En á að bjarga byggðinni?

Landið byggðist í upphafi allt, vegna nauðsynjar til að þjóðin kæmist af. 

Komist þjóðin af án búsetu um allt landið, er það það þá ekki allt í lagi?

Á ekki fólkið sjálft að ráða hvar það býr?

Ef það að flytja burt er hagkvæmara fyrir fólkið sjálft, og allt samfélagið, hvað er þá að því? 

Um mína daga, hafa stórkostlegir fjármunir farið í misheppnaða byggðastefnu. 

Nú síðast í Héðinsfjarðargöng til að freista þess að bjarga Siglufirði sem aðallega unga fólkið hefur yfirgefið.

Á Siglufirði er ekki atvinna til að halda þeirri byggð í blóma. 

Hugmyndin með göngum var að Siglfirðingar gætu þá sótt atvinnu á Eyjafjarðarsvæðið.

Eldsneytisverð hefur nú sett strik í þá útreikninga og ekki að sjá annað en að eldsneytisverð fari nú hækkandi.  

Hækkandi heimsmarkaðsverð á eldsneyti mun sjálfkrafa þétta byggð alls staðar í heiminum.

Nema hjá hirðingjum og þess háttar þjóðum.   

15.000.000.000. kr. - fimmtán þúsund miljónum kr. - fimmtán miljörðum króna, var sóað í Héðinsfjarðargöng.

Fyrir 1.200 - tólf hundruð manna bæ.  

Á sama tíma leikur heilbrigðiskerfið, velferðferðarkerfið og þjóðfélagið á reiðiskjálfi.

Tíu sinnum fleiri en það eru flúnir land.  Tíu sinnum fleiri en það eru atvinnulausir.

Og ríkisstjórnin hugsar um ESB og nú síðast um fleiri göng.   

Frá 1. janúar árið 1998 til 1. janúar árið 2011 fækkaði íbúum Siglufjarðar um rúmlega 26%

Úr 1.633 íbúum í 1.206 og er fækkunin á aldursbilinu 0 til 42 ára. ( Talnaupplýsingar: Hagstofan.is )

Það er þveröfug aldursþróun miðað við t. d. Akureyri þar sem unga fólkinu fjölgar.

Og ekki er nema vika síðan yfirráðherrann Steingrímur Jóhann gaf að því góðan róm.

Að bora í gegnum fleiri fjöll þar sem örfáir búa hinu megin er gætu kannski kosið hann næst.  

Ætli þjóðin að láta svona heimskingja stjórna hér áfram er henni auðvitað ekki við bjargandi. 

Nær væri hins vegar að bæta hringveginn í kringum landið.  

Og styrkja þær blómlegu byggðir sem eiga framtíðina fyrir sér svo sem Eyjafjörð og Akureyri.

Og þar sem staðreyndir sýna að fólkið vill vera.

Það á fólkið sjálft að ákveða en ekki stjórnmálamenn.

Stalín er dauður með alla sína nauðungarflutninga. 

Glæpamaðurinn sem notaði lygi, falsaðar upplýsingar, kúgun, hungur og svelti sem stjórntæki.

Hans hugmyndir, og aðferðir, áttu að deyja með honum er eru furðulega lífsseigar. 


mbl.is Brýnt að bæta samgöngurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Fólk á einmitt að fá að ráða því sjálft hvar það býr. Það greiða allir skatta og því sjálfsagt að vegagerð nái einnig á Vestfirði. En svo er spurninig hvort fólk vilji búa þar þó svo að samgöngur yrðu bættar ? Tel að það þurfi að rannsaka það vel, af hverju fólk fer frá svæðinu, hvort það sé 99% vegna lélegra samgangna ? Og svo þarf að gæta þess að taka vel á móti hverjum þeim sem vill flytja út á land, hvort sem það eru útleningar eða Íslendingar sem eru þá ,,aðkomufólk". Og versla í heimabyggð !!!

Vona að þróunin vegna eldsneytisverðs verði ekki til þess að allir muni búa í Reykjvaík og nágrenni, svona næstum því.

Leggist byggð af víða um land mun einnig verða erfitt að vera þar sem ferðamaður. Það er ekki gott.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.4.2012 kl. 19:41

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sammála þér með þetta allt Hjördís. 

Það er ekki spurningin, hvort allir greiði skatta á Vestfjörðum.

-Og þess vegna eigi vegagerð einnig að ná til Vestfjarða. Þetta er jú þegar gefið.

Samgöngur til Vestfjarða hafa batnað, á síðast liðnum 100 árum, eins og annarra landshluta. 

En svo spyrð þú um það sama og ég. 

Ætlar fólkið samt að flytja burt?   Hvað sem samgöngunum líður?

Og þú bætir réttilega við. 

Gæti brottflutningur verið af öðrum ástæðum en slaklegum samgöngum?

Og ég bæti við. 

Hreinlega fjarlægðin úr alfaraleið, veðurfarið, árstíðabundið atvinnuleysi, smæð samfélagsins o. s. frv.?

Sammála þér að gott væri að þetta væri rannsakað.

Það er ekki bara hætta á að eldsneytisverð hækki svo að allir flytji til Reykjavíkur.

Heldur að við flytju öll til Evrópu, Ameríku eða Guð veit hvert.       

Viggó Jörgensson, 1.4.2012 kl. 21:25

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Gerist það að hér verði öllu skellt í lás..þá er eins gott að flug-og skipasamgöngur haldist góðar útí heim..;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.4.2012 kl. 22:22

4 identicon

Samgöngur hafa batnað til vestfjarða á síðustu 100 árum, já það er rétt, en eins og annarra landshluta, ekki alveg rétt.

Það eru ekki margir aðrir hlutar landsins sem búa við það að engar heilsárssamgöngur séu til staðar milli byggðarlaga.

Samgöngurnar eru ekki það eina sem skiptir máli fyrir byggðina, en þær eru grunnur fyrir svo margt annað sem er forsenda búsetu. T.d. þjónustu, rekstur fyrirtækja, atvinnumöguleika, aðgang að menntun og margt annað.

Dagný (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 23:05

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Kommarnir eru nú ekki vanir Hjördís

að hleypa þrælunum burt undan árunum

þegar þeir skella í lás.

Við þurfum að vera farin áður...

Viggó Jörgensson, 2.4.2012 kl. 06:39

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Rétt Dagný.

Þegar ég sagði þetta þá var ég að meina að nútímavegir hefðu verið lagðir,

byggðar hafnir og flugvellir. 

Í sjálfu sér er búið að gera það sama og annars staðar. 

En heiðarnar þarna eru bara erfiðari en annars staðar, meira vetrarríki.     

Viggó Jörgensson, 2.4.2012 kl. 06:41

7 identicon

Nútímavegir?? Hmm, jamm og jæja. Viggó! Hefur þú átt leið til Patreksfjarðar nýlega?

Skrepptu þangað og segðu okkur svo hvort þú telur að þangað liggi NÚTÍMAVEGUR. Finnst þér eðlilegt að stóran hluta ársins sé ekki hægt að ferðast milli bæja í einum landshluta, en á sama tíma er meiningin að gera þennan landshluta að samstæðri stjórnsýslueiningu. Með einn lögreglustjóra, einn sýslumann og það er ekki svo langt síðan að fram kom sú hugmynd að sameina vestfirðina í eitt heilbrigðisumdæmi.

Dagný (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 09:13

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Dagný þú ert með þetta.

Með nútímavegum í þessu sambandi á ég aðeins við bundið slitlag.

Og þessa venjulegu gerð af sýsluvegi sem Vegagerðin kallar C vegi.

Og eru þeir vegir sem eru hættulegastir, ef farið er nánar út í það.

En C vegir eru um allt land.

Ég kom til Patreksfjarðar í fyrra, en fór þangað akandi árið áður. 

Þar vantaði slitlag á hluta af leiðinni, auk þess hluta þar sem vegurinn var í vinnslu.

Alveg sama sagan og þegar ég fór hringveginn um Möðrudalsöræfi fyrir nokkrum árum.

Nema að vegurinn frá Reykhólum til Patreksfjarðar var líklega verri. Meira af hættulegum beygjum.

Þetta er samt ekki sá fóstureyðingarvegur sem hann var þegar ég fór hann fyrst.

Eins og þegar forsetinn fékk þar heilahristinginn af holunum.

Ég gæti sem best trúað að Vestfirðir séu samt einum 10 árum á eftir öðrum í nútimavæðingu vegakerfisins.

Mér finnst ekki eðlilegt að fólki í 101 Reykjavík stjórni neinum heimamálum á landsbyggðinni.

Þó að eitthvað héti nú lögreglustjórinn á Vestfjörðum eða héraðslæknirinn eða heilsugæslan á Vestfjörðum.

Þá er algerlega ljóst að slík þjónusta getur ekki verið gerð út miðlægt frá einum stað.

Stjórnandinn getur verið á einum stað, það er þokkalegt símakerfið, þó ég viti að sums staðar dettur gsm út. 

En að lögreglan, eða heilbrigðisstarfsfólkið, eigi allt að koma frá einum stað.

Er algerlega útilokað.

Er einhver svo vitlaus að láta sér detta það í hug?

Viggó Jörgensson, 2.4.2012 kl. 13:08

9 identicon

Ástæðan fyrir því að vestfirðir eru illa staddir er illa útfærð byggðarstefna.

Einhverstaðar las ég að af hverjum þrem krónum sem yrðu til út á landsbyggðinni færi ein króna til baka og hinum tveim væri eitt á höfuðborgarsvæðinu.

Nú veit ég ekki hversu mikill sannleikur er í þessu. En við nánari umhugsun fer það ekki á milli mála að lang stærsti hluti útflutningstekna íslendinga verða til út á landi (þ.e. amk hlutfallslega).

Einnig eru langflest störf sem tengjast opinberi stjórnsýslu á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki hefur peningunum verið eytt í misgáfulega hluti. Það er erfitt að réttlæta fyrir mér (sem er vestfirðingur notabene) milljarðaframlag ár eftir ár í þjóðleikhús, sinfóníu ofl. Eflaust er ekkert að því að halda uppi því góða starfi sem þetta fólk innir af hendi, en vissulega má velta því fyrir sér hvort umfangið fjármagsins sé í samræmi við útkomuna.


Þá má velta því fyrir sér hvernig fjórðungurinn væri staddur ef vestfirðir væru sjálfstætt ríki innan íslands og stærsti hluti skattgreiðslna hefði farið til fjórðungssambands vestfjarða. Þeir fjármunir (sem eru umtalsverðir) hefðu farið í að bæta innviði samfélagsins. Skóla, heilsugæslu og vegi.

Vestfirðingar hafa í tugi ára séð þjóðarbúinu fyrir ótrúlegum fjárhæðum í formi útflutningstekna og skatttekna og eru ennþá að.
Þ.a.l. hljóta vestfirðingar að spyrja sig: "Afhverju erum við að borga skatt af okkar vinnu ef við njótum ekki góðs af því á sama hátt og fólk á höfuðborgarsvæðinu?"

Það endar með því að vestfirðingar reyni hvað þeir geta til þess að vera sjálfstæð eining innan Íslands. Þá fáum við að eyða þeim pening sem við leggjum til samfélagsins í okkar samfélag, en ekki í afþreyingu fyrir höfuðborgarbúa.

Og ég get fullvissað þig um það, að Ísland þarfnast Vestfjarða - hvort sem Íslendingar vilji viðurkenna það eða ekki. Vöruskiptajöfnuður hefur verið krítískur fyrir landið okkar alla tíð og er ennþá mikilvægari í því hagkerfi sem við búum við í dag.

Baldur (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 18:22

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka þér kærlega þessa hugleiðingu Baldur. 

Ég get ekkert nema tekið undir með þér. 

Nema bara þetta.

Hvort við getum nokkuð ákveðið að börn okkar, barnabörn eða aðrir afkomendur ætli að búa einhvers staðar. 

Ég er t. d. alls ekki vissum að mínir afkomendur verði einu sinni Íslendingar.    

Viggó Jörgensson, 3.4.2012 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband