Frelsi, frjálshyggja eða stjórnleysi og siðrof.

Frelsið er dýrmætasta eign hvers einstaklings.

En er takmörkunum háð í samfélagi manna. 

Frelsi einstaklingsins takmarkast af frelsi annarra.

Og þeim viðmiðum sem hvert samfélag kemur sér saman um að þar skuli gilda. 

Frelsið, dýrmætasta eign mannkynsins er því ekki það sama og frjálshyggja.

En algjört frelsi í samfélagi er stjórnleysi, siðrof og hrun þess samfélags.  

Og þar sem allnokkrir einstaklingar hvers samfélags eru siðblindir þarf samfélagið reglur.

Lagareglur með refsiviðurlögum þeim til handa er brjóta samfélagsviðmiðin í sífellu. 

Því flóknara samfélag því fleiri og flóknari reglur. 

Við Íslendingar höfum verið á rándýru námskeiði undanfarin ár.

Hvað gerist ef frelsið verður of mikið og eftirlitið of lítið. 

Og hvað örfáir siðblindir einstaklingar geta valdið miklu tjóni. 

Og hversu fróðlegt er að sjá að þeir hafa engar hömlur, engar takmarkanir. 

Tillitið til annarra eða samfélagsins er nákvæmlega ekkert. Alls ekkert.

Þessir einstaklingar eru með öðru vísi framheila en eðlilegt fólk.

Eins og villidýrin vantar í þá getuna til að þykja vænt um aðra en sjálfa sig.

Enginn tilfinningamunur hvort sem það er tré eða manneskja sem hrekkur sundur. 

Þessir einstaklingar þola í rauninni ekkert frelsi í mannlegu samfélagi. 

En eru alltaf mættir fyrstir þar sem slakað er á reglunum.      

Þetta mætti ungt frjálshyggjufólk vinsamlegast hugleiða.  

Og endilega halda áfram að standa vörð um frelsi einstaklingsins til góðra verka. 


mbl.is Gagnrýna orð Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband