En þegar fjölmiðlafrumvarpið var stoppað?

Varstu þá þessari skoðun Steingrímur?

Nei aldeilis ekki.  

Lítilsigldir stjórnmálamenn mættu minna sig á að þetta er ein merkilegasta greinin í stjórnarskránni. 

Hún kemur í veg fyrir að þjóðin þurfi að gera byltingu í hvert sinn sem stjórnmálamenn ætla að hundsa vald hennar.  

Allt vald í landinu stafar frá þjóðinni. 

Forseti og Alþingi hafa vald sitt með takmörkunum til 4 ára í senn í umboði þjóðarinnar. 

Vilji þjóðin taka til sín hluta af valdi sínu á þessum fjórum árum verður það að vera hægt. 

Stjórnmálamenn eiga ekki að vera þeir vesalingar að vera á sitt hvorri skoðun í málinu eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. 

Slíkur hroki kemur yfir menn sem sitja of lengi í valdastofnunum.  

Nær væri að stytta þann tíma sem menn geta setið í ríkisstjórn og á Alþingi.

Það á ekki að vera ævistarf fyrir fjölmiðlamenn og krakka úr háskólapólitíkinni.  


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið svakalega er ég sammála þessu hjá þér það er ótrúlegt hvað stjórnmálamenn halda alltaf að minnið nái ekki nema svona eins og 2-3 daga aftur í tímann.

Og í sambandi við hvað lengi þeir geta setið þá hef ég lengi verið á þeirri skoðun að alþingismenn eigi ekki að geta setið lengur en 8 ár þá eru alltaf ferskur blær en ekki daunill úldin lykt eins og er á alþingi í dag. Þá væri fólk sem væri í takt við atvinnulíf og í takt við það sem er að gerast í landinu og atvinnupólitík hefur akkurat ekkert að gera í svona litlu landi. 

Hjörleifur Þórðarson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 15:11

2 Smámynd: Vendetta

Er þér sama þótt ég sé sammála þér?

Vendetta, 22.2.2011 kl. 15:11

3 Smámynd: Mofi

Alveg sammála þér. Forsetinn er kosinn af þjóðinni og alveg fáránlegt af alþingis mönnum að hvarta og kveina ef að þjóðin fær ákvörðunarvald. Og hið virkilega sorleglega er óheiðarleikinn þegar þeir tala svona þegar forsetinn er þeim ósammála en tala ekki svona þegar forsetinn er þeim sammála. Persónulega tel ég forsetann vera gáfaðri en allt alþingi samanlagt en að vísu í þetta skiptið er eins og það þurfi ekki mikið til. Sérstaklega svekkjandi fyrir mig að segja þetta þar sem ég kaus Vinstri græna og sé ekkert smá eftir því.

Mofi, 22.2.2011 kl. 15:31

4 Smámynd: Davíð Pálsson

Steingrímur talaði um hve stórir menn yrðu ef þeir samþykktu Icesave. Mig minnir að það hafi verið Spilverkið sem söng um pínulítinn karl og alltaf heyri ég það hljóma þegar Steingrímur talar. Hann hefði reyndar getað stækkað eitthvað ef hann hefði beðið þjóðina afsökunar á að hafa reynt að troða fyrri Icesave samningi upp á hana.

Davíð Pálsson, 22.2.2011 kl. 15:45

5 identicon

Heil og sæl,

Ef að ég man rétt þá eru svona stjórnarhættir kenndir við fasisma, eigum við bara ekki að horfast í augu við blákaldan veruleikann og viðurkenna að sú stjórnsýsla og það samfélag sem við byggjum hér á landi er ein froða.  Tölum um umhverfisráðherra og vinnubrögð hennar, gott fordæmi fyrir komandi kynslóðir er það ekki?  Tölum um niðurskurðinn í heilbrigðis- og velferðarkerfum okkar, er það gott fordæmi fyrir komandi kynslóðir er varðar fagmennsku og réttlæti?  Einhvertímann heyrði ég því fleygt fram af góðum manni, glymur hæst í tómri tunnu.

Lifið heil, 

Atlinn (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 15:58

6 Smámynd: Viggó Jörgensson

Þakka ykkur innlitið.

Þeir stjórnspekingar sem sömdu stjórnarskrá Bandaríkja Norður Ameríku

settu í stjórnarskrá þeirra að sami maður mætti aðeins vera forseti landsins í átta ár.  

Bak við þá hugsun er djúp speki.  

Á þeim tíma eru menn búnir að fá tækifæri til að koma fram þeim málum sem þeir hafa fram að færa. 

Svo fara sumir að þreytast, endurtaka sig, ofmeta eigið mikilvægi, fyllast drambsemi, missa dómgreindina

og tekur spillingin við.  

Er þetta ekki bara kunnugleg lýsing?

Viggó Jörgensson, 22.2.2011 kl. 16:27

7 Smámynd: Vendetta

Jú, en samt hefur það gefizt vel að hafa ÓRG svona lengi. Hins vegar hefði vel mátt hreinsa út á Alþingi á 4 ára fresti. Líka í ráðuneytunum og bæjarskrifstofunum á 4ra ára fresti.

Vendetta, 22.2.2011 kl. 16:45

8 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ólafur datt út af þingi og inn aftur.

Var stutt ráðherra. 

Hámenntaður erlendis í stjórnmálafræðum. 

Var fræðimaður, prófessor í stjórnmálafræði. 

Þessi ferill hefur hjálpað honum að halda jarðtengingu að einhverju leyti.  

Viggó Jörgensson, 22.2.2011 kl. 19:36

9 identicon

Heill og sæll Viggó; sem aðrir gestir þínir !

Vel mælt; Viggó. Hefi öngvu; við þína skeleggu grein, að bæta.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband