Svikalogn - erum við hálfvitar upp til hópa?

Ríkisstjórnin er vissulega að vona að við Íslendingar séum hálfvitar upp til hópa. 

Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar fór í að sannfæra okkur um að borga icesave. 

Annars yrði hér allt í einhverjum Hirosima rústum innan skamms.  

Við 92,3% kjósenda sáum í gegnum þá blekkingu. 

Svo er reynt með hverju málinu á eftir öðru að villa okkur sýn.

Svo ekki sjáist að engin ríkisstjórn í sögu vesturlanda hefur svikið þjóð sína sem þessi.

Allt sem ríkisstjórnin gerir snýst um svikalogn. 

Við megum ekki gera okkur grein fyrir að ríkisstjórn Íslands hefur í reynd framselt vald sitt til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Evrópusambandsins.

Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt og ætlar ekki að gera neitt frekar fyrir fólkið í landinu.     

Þjóðfundur og stjórnlagaþing snúast aðeins um eitt.  

Að stjórnarskránni verði breytt þannig að heimilt verði að gagna í ESB.   

Eins og í icesave málinu treystir ríkisstjórnin á að við séum þeir hálfvitar að sjá ekki í gegnum þetta. 

Það er ekkert í stjórnskipun okkar sem segir að stjórnarskrárgjafinn þurfi að hlusta hið minnsta á tillögur þjóðfundar eða stjórnlagaþings. 

Allt eitt allsherjar sjónarspil, rétt eins og "viðræðurnar" við Hagsmunasamtök heimilanna. 

Ríkisstjórnin hefur í raun svikið þjóðina í tryggðum. 

Á þjóðveldisöld voru slíkir reknir úr samfélaginu og voru réttdræpir, létu þeir sjá sig.   

Það var bara ekkert svo vitlaust þegar maður hugleiðir það nánar. 

En slíkt er bannað í okkar samfélagi, það vona ég að menn athugi.

Lægri refsing var svo útlegð.  Burt úr landinu í þrjú ár.  

Mjög snjallt líka, nema það mætti í einhverjum tilfellum vera ævilangt.  

Þá væri hægt að reka ESB svikaranna til þeirra landa sem þeir þrá svona heitt.   

Um Þórð Kakala syngjum við trúir og sannir Íslendingar: 

Svík þú aldrei ættland þitt í tryggðum... 

...drekk þú þig heldur í hel...

Það væri að vísu vel þegið ef ráðherrar okkar, aðrir landráðamenn og þjóðníðingar myndu þiggja þetta ráð

en við megum bara ekki vera að því að bíða þess.  

Hér á að eyðileggja þjóðfélag okkar með næstu fjárlögum og fleiru. 

Fram með tunnurnar... 

 


mbl.is Hálfur milljarður í stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru bara fávitar sem koma fram við sína þjóð sem fávita. En okkar ÍSLENDINGA GG

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 02:26

2 identicon

Það eru bara grei sem koma fram við sína þjóð á þennan hátt en okkur var kennt að umbera fífl og finna til með þeim(Ingjaldsfíflið)og við það situr.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 02:32

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Sæll Guðmundur. 

Germanir héldu þing þar sem farið var að ráðum þeirra sem lögðu best til mála.

Svo gerðumst við kærulaus og leyfðum undirmálsfólki, jafnvel þjófum og fíflum að fara á þing.

Það var ljótt hvernig fatlaðir voru hafðir fífl til gamans eins og Ingjaldsfíflið.  

Það er hins vegar ekkert gamanmál að hafa fífl á ráðherrastólum. 

Sumir þar eru algjör fífl aðrir aðeins ginningarfífl.   

Viggó Jörgensson, 17.10.2010 kl. 12:56

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

Germanir voru lengstum á móti líkamlegum refsingum og dauðarefsingum.

Sem betur fer erum við á vesturlöndum búin að taka þá afstöðu á ný.  

Fangelsisrefsing er í raun nútímaútgáfan af því að vera rekinn úr samfélaginu. 

Þó að núverandi stjórnskipun leyfi það ekki, finnst mér grunnhugmyndin samt góð.  

Að geta rekið hvers konar níðinga alveg burt úr samfélaginu ef þeir betra sig ekki. 

Nú á dögum þykir hins vegar ekki vel gott að reka slíka til annarra þjóða. 

Við erum kannski þokkalega sett á sviði refsinga. 

Það sama á ekki við um stjórnarhættina. 

Enn heldur fáráðlingurinn hann Steingrímur að hann hafi eitthvað umboð til að borga icesave.  

Jafnvel eftir að 92,3% kjósenda hafi sagt honum að það hafi hann ekki.  

Þá vaknar spurningin, hversu lengi verður hægt að þola hann á valdastól?

Viggó Jörgensson, 17.10.2010 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband