Sjóðirnir lækki vexti. Endurmeta vísitölugrunn?

Þetta eru engar fréttir því miður. 

Í réttarríki er ekki hægt að taka fé úr vasa eins og færa í annars. 

Hins vegar má lækka ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna a. m. k. tímabundið.

Frá því verðtrygging var tekin upp fyrir 30 árum hefur lífeyrissjóðskerfið byggst geysihratt upp vegna óhemju vaxtaokurs.

Það var gjaldþrota fyrir 1980 en hefur nú náð þeim styrk að óhætt er að hægja aðeins á.  

Lífeyrissjóðirnir eru grundvallarlánveitendur og ættu því að sæta því að fá raunvexti eins og þeir gerast í siðuðum löndum.   

Það myndi leiða til lægri vaxta í öllu þjóðlífinu.  

Svo væri engin goðgá að skoða grundvöll vísitöluútreikninga og athuga hvort þar séu óréttmætar sjálfvirkar hækkanir.

Hækkun sem leiðir til þess að hún mælist tvöföld í vísitölunni eða meir. 

Dæmi um þetta tel að geti verið bensín og olía.  Hækkun á heimsmarkaði leiðir til hækkunar á vísitölunni hér heima.  

Við gerum þá hækkun svo verri en efni standa til, með því að prósentureikna virðisaukaskattinn ofan á endanlegt verð. 

Ef virðisaukaskatturinn væri föst krónutala, fyrir og eftir erlendu hækkunina, þá myndi sá þáttur mælast lægri inní vísitöluna.  

Þarna eru að mínu mati jaðaráhrif er gera heimmarkaðshækkunina verri en efni standa til. 

Þó að þetta sé mjög lítill hluti þá er ósanngjarnt að hann hafi meira en einfalt vægi til að hækka allar verðtryggðar skuldir landsmanna.  

Þó slíkt þýddi einhverjar fleiri krónur í ríkissjóð en hækkun á verðbólgu er miklu verri hagstærð.

Virðisaukaskattur og aðflutningsgjöld eru lögð á flest með slíkum prósentureikningi á lokaverð. 

Best gæti ég trúað að þarna væri stór þáttur þegar allt kemur saman, í vísitölunni sem er margtalinn í raun.   

 


mbl.is Niðurfærsla talin bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband