Tollgæslubifreiðar hafi blá blikkljós

Tollverðir eru löggæslumenn á sínu sviði rétt eins og yfirmenn Landhelgisgæslunar.

Bifreiðar tollgæslunar eiga að vera með bláum forgangsljósum eins og aðrar slíkar.  


mbl.is Áfengi fannst í bifreiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu svo viss um að þeir hafi ekki bláu ljósin?

"Tildrög þess voru með þeim hætti að Tollgæslan veitti bifreiðinni eftirför, en grunur lék á að í henni fyndist nokkurt magn áfengis sem smyglað var af svæði tollgæslunnar við Sundahöfn. Bifreiðin sinnti ekki stöðvunarmerkjum tollgæslunnar. "

Hvernig gat maðurinn ekki sinnt stöðvunarmerkjum ef tollurinn gat ekki gefið þau?

Þau verða að vera til staðar svo að menn geti neitað að sinna þeim :d ekki satt?

hallur (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:17

2 identicon

Hallur: Ég vann í tollgæslunni í Rvk í nokkur ár, þeir eru ekki með blá ljós og ekki sírenur heldur. Tollurinn á Keflavíkurflugvelli er hins vegar með slíkan búnað.

Jú blessaður vertu, það er alltaf verið að stöðva þessa skipverja og það yrði vægast sagt erfitt fyrir hann að sýna fram á það að hann hafi ekki vitað að tollgæslan hafi verið að reyna að stöðva hann með ljósblikki, flauti og bendingum.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 13:28

3 identicon

Tollgæslan hefur ekkert með blá forgangsljós að gera. Fyrir það fyrsta þá er þetta forgangsljós en ekki stöðvunarmerki, þó svo að þau séu notoð sem slík. Forgansljós hafa þann tilgang að stytta útkallstíma og flestum tilfellum til að bjarga mannlífum og verðmætum. Einnig til að afstýra hættu (öfugt við það sem þessir tollgæslumenn stuðluðu að). Í öðru lagi þá er tollgæslan löggæsla en á sínu sviði eingöngu. Hún hefur ekki lögregluvald fram yfir almennan borgara nema á afmörkuðum svæðum sbr.flugvelli og hafnarsvæði. Tollgæslumenn meiga ekki einu sinni fara framúr hámarkshraða. Hinn almenni borgari hefur enga skyldu til að framfylgja skipunum tollvarða td. eins og í umferðinni. Til þess höfum við lögregluna! Í þriðja lagi eru sjúkra og lögreglumenn "þjálfaðir" í því að aka forgangsakstur svo langt sem það nær. Tollgæslan ekki! Nánast eingöngu er þeirra menntun á bóklega sviðinu. Í fjórða lagi, þá er lögreglan löngu búin að átta sig á (sem betur fer) að það borgar sig ekki að hanga í rassgatinu á þeim sem ætlar sér greinilega ekki að stoppa ökutæki sitt og eru það mörg ár síðan. Þeir hafa sína yfirstjórn eða vaktstöð sem tekur slíkar ákvarðanir og stendur og fellur með þeim td. eins og halda áfram, draga úr eða stöðva eftirför. Þetta eru staðreyndir en hér fyrir neðan er mínir eigin duttlungar.

Síðan er það mín persónulega reynsla að tollverðir eiga það til að ofmetnast og halda sig stærri en raunin er og vísa ég þá í valdsvið þeirra. Einnig er misgáfulegir menn þar eins og annarstaðar en af einhverjum ástæðum hef ég alltaf lent í óttalegum aulum í póstmiðstöðinni upp á höfða. Menn sem ekki hafa geta skilið þá pappíra sem þeir báðu um og eitt skiptið þurfti ég að prenta út 3var sinnum sama pappírinn áður en ég gat fengið draslið afgreitt. Tek fram að ég var að panta vörur af ebay. Og eigum við eitthvað að ræða tollstjórnina....Mannsæði er EKKI landbúnaðarvara og ætti ekki að vera í sama tollflokki einu sinni. Ipodinn minn sem ég pantaði að utan var flokkaður sem upptökutæki og þurfti ég að borga fullt vörugjald, toll og vask þess vegna. Það er ekki einu diktafónn í ipodnum. Einn má nefna það að ef ipod kostar 50$ og sendingargjaldið aðrir 50$ þá þarftu að borga fullt vörugjald, toll og vask af 100$. Sambærilegur mp3 spilari ber miklu lægri gjöld og sumir með upptökumöguleika. Eru engin takmörk fyrir heimskunni? Svo segja menn að láta þá fá blá ljós svo þeir geti keyrt eins og fávitar "löglega"?
Nei takk!!!!  Látum eingöngu þá sem skipta okkur máli á neyðarstundu, aka með forgangsljós s.s. lögreglu, sjúkralið, slökkvilið, björgunarsveitir og læknavaktina.

Afsakið langlokuna en maður bara verður að svara svona vitleysu sem er hent, af hugsunarleysi, út í loftið:Þ

Kveðja,
Haukur Þór

Haukur Þór (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 14:25

4 identicon

Varðandi tollflokkun á ipodinum þínum þá er það tollmiðlun póstsins sem tollflokkar sendingar sínar eftir innihaldslýsingu sendingarinnar en ekki tollgæslan. Tollurinn fer annars yfir sumar sendingar til að ganga í skugga um að rétt tollflokkun sé að ræða og ekkert svindl í gangi.

Tollskráin er ekki íslenskt fyrirbæri heldur alþjóðleg skrá sem notuð er í nánast öllum löndum heimsins þannig að tollstjórinn hefur ekkert vald til að breyta henni.

Eins og staðan er núna þá er tollurinn bara með gul ljós en spurningin er hvort að þessir aðilar sem eru stöðvaðir með gulum ljósum séu skyldir samkvæmt lögum til að stoppa. Ef það væri ekki skylda til að stöðva bílinn þegar þú sérð blá ljós myndu þá ekki fleiri reyna að stinga af?

Ef ég væri að smygla og tollurinn væri að reyna að stöðva mig með gulum ljósum og ég vissi að ég er ekki skyldur til að stöðva bílinn, þar sem ég get bara sagt að ég hélt að þetta hafi verið einhver vinnubíll en ekki tollurinn, þá myndi ég reyna að stinga þá af í staðinn fyrir að vera tekinn.

Siggi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 15:23

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég var nú bara að vísa til þess að við almenningur getum frekar varað okkur á eftirförinni ef ljósin eru blá en ekki gul.

Hvaða reynslu menn hafa af tollvörðum skiptir þar engu máli. 

Hagmunir og öryggi almennings í umferðinni eiga að ganga fyrir slíku.   Blá ljós vara betur við en gul.  Punktur. 

Viggó Jörgensson, 29.9.2010 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband