En hvað með sjóflutninga?

Á ekki að reikna það dæmi til enda?

Það væri gott að losna við eitthvað af þungaflutningi af þessu fábreytta vegakerfi okkar. 

Þó að þungaskatturinn sé hár er hann vafalaust vanreiknaður.  

Dæmi eru t. d. brýr þar sem stálið hefur tiltekinn líftíma vegna málmþreytu.  

Ætli það sé reiknað til enda hvaða áhrif 40 tonna vagnalest hefur á endingartíma brúa 

miðað við fólksbíl? 

Leyfi mér að halda að þungaskatturinn sé stórlega vanreiknaður ef allt væri talið.   

Breyttir tímar kalla á hraðari flutninga en það gildir ekki um allar vörur.  

Olíu, bensín, áburð, hrávöru, grófvöru s. s. byggingarefni má vel flytja með skipum án þess að óþægindi skapist við afhendingu. 


mbl.is Framkvæmt fyrir 38 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband